Fleiri fréttir

Einar Karl til Grindavíkur

Grindavík hefur fengið góðan liðsstyrk í Lengjudeild karla því Einar Karl Ingvarsson er genginn í raðir liðsins.

Íran uppskar í blálokin gegn tíu Walesverjum

Íran á fína möguleika á að komast í 16-liða úrslit á HM karla í fótbolta eftir að hafa skorað tvö mörk seint í uppbótartíma og unnið Wales, 2-0, í B-riðli.

Klára Eystrasaltshringinn í janúar

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta leikur tvo vináttulandsleiki á Algarve á Spáni í janúar. Ísland mætir Eistlandi 8. janúar og Svíþjóð fjórum dögum síðar.

Klopp fær meiri völd hjá Liverpool

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, fær að hafa meira um það að segja hvaða leikmenn félagið kaupir eftir að Julian Ward hættir störfum.

Kane klár í slaginn og Englendingar geta andað léttar

Stuðningsmenn enska landsliðsins í knattspyrnu geta andað léttar eftir að þjálfari liðsins, Gareth Southgate, tilkynnti að framherjinn og fyrirliðinn Harry Kane yrði klár í slaginn er liðið mætir Bandaríkjunum á HM í Katar annað kvöld.

Guðrún og stöllur máttu þola tap í Portúgal

Guðrún Arnardóttir og stöllur hennar í sænska liðinu Rosengård máttu þola 1-0 tap er liðið heimsótti Benfica í þriðju umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Richarlison stal senunni er Brassar yfirspiluðu Serba

Brasilíumenn sýndu sambatakta er liðið vann öruggan 2-0 sigur gegn Serbíu í fyrsta leik liðanna á heimsmeistaramótinu í Katar. Það var þó framherji liðsins, Richarlison, sem stal senunni, en hann skoraði bæði mörk leiksins.

Glódís og stöllur fengu skell í Meistaradeildinni

Glódís Perla Viggósdóttir stóð vaktina í vörn Bayern München er liðið heimsótti Barcelona í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu í kvöld. Heimakonur í Barcelona unnu öruggan 3-0 sigur og sitja nú einar á toppi D-riðils.

Ronaldo fyrstur til að skora á fimm heimsmeistaramótum

Portúgalski knattspyrnumaðurinn Cristiano ROnaldo varð í dag sá fyrsti í sögunni til að skora á fimm mismunandi heimsmeistaramótum. Ronaldo skoraði fyrsta mark Portúgal er liðið vann 3-2 sigur gegn Gana.

Ganverjar bitu frá sér en Portúgal tók stigin þrjú

Cristiano Ronaldo og félagar í portúgalska landsliðinu höfðu betur í sínum fyrsta leik á heimsmeistaramótinu í Katar er liðið vann 3-2 sigur gegn Gana í fjörugum leik þar sem öll fimm mörkin voru skoruð í síðari hálfleik.

Tryggði Sviss sigur en neitaði að fagna

Svisslendingar hafa ekki tapað fyrsta leik á stórmóti síðan 1966 og það breyttist ekki í dag þegar þeir unnu kærkominn 1-0 sigur gegn Kamerún í hinum sterka G-riðli á HM karla í fótbolta í Katar.

Danska stórstjarnan missti mömmu sína

Danska knattspyrnukonan Nadia Nadim fékk mjög slæmar fréttir til Katar þar sem hún er stödd í Katar sem sendiherra heimsmeistaramótsins.

Fyrrverandi dýrasti leikmaður Liverpool látinn

Liverpool missti einn úr fjölskyldunni í gær. David Johnson, fyrrum leikmaður Liverpool og enska landsliðsins, er látinn eftir glímu við krabbamein. Hann var 71 árs gamall.

Blikar kræktu í góðan bita úr Laugardal

Breiðablik hefur fengið til sín hina nítján ára gömlu Andreu Rut Bjarnadóttur frá Þrótti R., sem þrátt fyrir ungan aldur var að ljúka sinni þriðju heilu leiktíð í efstu deild.

Þriðji yngsti frá upp­hafi

Spánverjinn Gavi varð í dag þriðji yngsti markaskorari í sögu HM í fótbolta. Aðeins Manuel Rosa og Pelé voru yngri þegar þeir skoruðu sín fyrstu mörk á HM.

Belgía marði Kanada

Þó Belgía sé sem stendur í 2. sæti heimslista FIFA þá átti liðið í stökustu vandræðum gegn Kanada þegar liðin mættust á HM í fótbolta í kvöld. Það var ekki að sjá að Kanada væri á sínu fyrsta HM í 36 ár á meðan Belgía nældi í brons á síðasta móti.

Ron­aldo í tveggja leikja bann

Cristiano Ronaldo var í dag dæmdur í tveggja leikja bann vegna atviks sem átti sér stað á síðustu leiktíð. Bannið mun ekki hafa áhrif á leiki hans með Portúgal á HM en mun taka gildi sama með hvaða félagsliði hann mun spila næst. Einnig var hann sektaður um 50 þúsund pund.

Varamennirnir tryggðu Japönum sigur á Þjóðverjum

Japan gerði sér lítið fyrir og vann Þýskaland, 1-2, í fyrri leik dagsins í E-riðli heimsmeistaramótsins í Katar. Japanir voru undir í hálfleik en komu til baka, skoruðu tvö mörk með átta mínútna millibili og tryggðu sér sigurinn. Báðir markaskorarar Japans leika í Þýskalandi.

Sjá næstu 50 fréttir