Fleiri fréttir

Laporta þakkar Lewandowski fyrir sitt framlag

Joan Laporta, forseti Barcelona, þakkaði Robert Lewandowski, framherja Bayern München, fyrir sitt framlag í að þrýsta á sölu hjá þýska liðinu svo hann gæti gengið til liðs við það spænska.

Það er fjósalykt af þessu

„Það dugar ekkert minna fyrir drottningarnar okkar. Það er bara við hæfi að þær fái heilan kastala út af fyrir sig,“ sagði Svava Kristín þegar hún heimsótti stelpurnar okkar í smábænum Crewe sem er u.þ.b. 40 km frá Manchester.

Di Maria semur við Juventus og Pogba á leiðinni

Ítalska liðið Juventus tilkynnti í kvöld að hinn argentínski Angel Di Maria væri búinn að skrifa undir eins árs samning við félagið. Stuttu síðar lenti Paul Pogba lenti í Tórínó til að ganga frá sínum samningi við liðið.

Emil Ásmundsson snýr aftur í Fylki

Emil Ásmundsson, leikmaður KR, hefur verið lánaður til uppeldisfélags síns í Árbænum. Emil mun því leika með Fylki í Lengjudeildinni í sumar.

EM í dag: Spurningakeppni og fyrirliðabandið

Svava Kristín Grétarsdóttir heldur áfram að fylgja á eftir íslenska landsliðinu á EM í Englandi. Í þætti dagsins keppa Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Hallbera Guðný Gísladóttir í spurningakeppni fyrir framan kastalann sem liðið gistir í.

Fjárhagur Barcelona veltur á bandarískum banka

Um síðustu mánaðamót tilkynnti Barcelona um sölu á 10% af sjónvarpsrétti félagsins næstu 25 árin. Það var bandaríska fjárfestingafélagið Sixth Street sem keypti hlutinn á 270 milljónir evra en sú sala gæti nú verið í hættu.

Frá Man City til Real Madríd

Caroline Elspeth Lillias Weir hefur samið við Real Madríd. Hún lék síðast með Manchester City en þetta er í fyrsta sinn sem hin 27 ára gamla Weir fer út fyrir Bretlandsteyjar til að spila.

Þungavigtin: Miloš varnarsinnaðri en Arnar betri þjálfari

Einar Guðnason, fyrrverandi aðstoðarmaður Arnars Gunnlaugssonar og Miloš Milojević var gestur í hlaðvarpsþættinum Þungavigtin í vikunni. Hann reyndi meðal annars að leggja mat á það hvor væri betri þjálfari, Arnar eða Miloš, og hver munurinn á leikstíl þessara tveggja þjálfara væri.

Viðar Örn yfirgefur Vålerenga

Knattspyrnumaðurinn Viðar Örn Kjartansson hefur leikið sinn seinasta leik fyrir norska liðið Vålerenga, en hann er á leið frá félaginu.

Mörkin frá Andorra og Póllandi

Breiðablik og KR hófu leik í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta hér að neðan. Mörkin úr leikjunum tveimur má sjá hér að neðan.

Skaginn bætir við sig miðverði

Karlalið ÍA í fótbolta hefur fengið til liðs við sig Tobias Stagaard á láni út yfirstandandi keppnitímabil frá danska félaginu AC Horsens. 

Rúnar: Náðum ekki að gera það sem lagt var upp með

KR spilaði við Pogon Szczecin í Sambandsdeild Evrópu í Póllandi í dag. Leikurinn fór 4-1 fyrir þá pólsku eftir erfiðan fyrri hálfleik. Rúnar Kristinsson, þjálfara KR fannst leikplan sinna manna ekki ganga nægilega vel upp í fyrri hálfleik en mun betur í þeim seinni. Honum fannst heimamenn eiga of auðvelt með að spila upp völlinn.

Hörður Ingi dró fram skotskóna

Vinstri bakvörðurinn Hörður Ingi Gunn­ars­son skoraði mark Íslendingaliðsins Sogn­dal þegar liðið gerði 1-1 jafntelfi í leik sínum á móti Fredrikstad í norsku B-deild­inni í fótbolta karla í völd.

Haller leysir Håland af hólmi

Sébastien Romain Teddy Haller á að leysa Erling Braut Håland af hjá Borussia Dortmund. Haller kemur frá Ajax og kostar rúmlega 30 milljónir evra.

Myndir: Mikið fjör á æfingu Ís­lands

Íslenskir fjölmiðlar eru mættir til Crewe í Englandi þar sem íslenska kvennalandsliðið er búsett á meðan Evrópumótið í fótbolta fer fram. 

Sjö leikmenn á útleið frá Arsenal

Enska úrvalsdeildarfélagið Arsenal ætlar sér að losa sig við sjö leikmenn til viðbótar áður en félagsskiptaglugginn lokar í næsta mánuði til að fjármagna enn frekari kaup til félagsins.

Gunnhildur: Vissum alveg að hún myndi taka bandið til baka

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir missti fyrirliðabandið fyrir síðasta leik íslenska landsliðsins fyrir Evrópumótið í knattspyrnu í Englandi. Hún segir það ekki breyta sér neitt sem leikmaður hvort hún sé titlaður fyrirliði eða ekki.

Sjá næstu 50 fréttir