Fleiri fréttir

Leikhús fáránleikans: Sá um leikgreiningu Man United frá Moskvu
Það hefur margt undarlegt gengið á hjá enska fótboltafélaginu Manchester United á undanförnum árum. Eftir að Ralf Rangnick tók tímabundið við sem þjálfari áður en hann myndi færa sig um set og verða ráðgjafi fóru hlutirnir einfaldlega úr böndunum.

Mest skorað á Kópavogsvelli og í Víkinni | Minnst í Vesturbænum
Breiðablik hefur farið frábærlega af stað í Bestu deild karla og unnið alla sjö heimaleiki sína. Íslands- og bikarmeistarar Víkings hafa ekki farið jafn vel af stað en heimavöllur liðsins hefur hins vegar boðið upp á mikla skemmtun, þó ekki endilega fyrir Víkinga.

„Allt liðið er á bak við Írisi og fjölskyldu hennar“
Þróttur vann 1-2 útisigur í Keflavík í Bestu-deild kvenna í kvöld. Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, sagði að sigurinn í kvöld væri fyrir Írisi Dögg Gunnarsdóttur, markvörð Þróttar, og fjölskyldu hennar en afi Írisar var borin til grafar fyrr í dag.

Umfjöllun og viðtöl: Keflavík 1-2 Þróttur | Þróttur fer á topp Bestu-deildarinnar
Þróttur sótti stigin þrjú í Keflavík í Bestu-deild kvenna í kvöld með dramatískum 1-2 sigri þar sem sigurmarkið kom á 90. mínútu leiksins. Með sigrinum fer Þróttur á topp deildarinnar.

Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Selfoss 3-1 | Fyrsta tap Selfyssinga kom í Garðabæ
Stjörnukonur urðu fyrsta lið Bestu deildar kvenna í fótbolta til að vinna Selfoss er liðin mættust í Garðabænum í kvöld. Lokatölur 3-1 heimaliðinu í vil sem er nú komið upp í 4. sæti deildarinnar með aðeins stigi minna en Selfyssingar.

Arnar Páll eftir fyrsta sigur KR í Bestu deildinni: „Skemmtilegast í heimi“
KR vann sinn fyrsta leik á tímabilinu gegn Aftureldingu í 6. umferð Bestu deildar kvenna á Meistaravöllum í kvöld. Marcella Barberic skoraði eina mark leiksins á 88. mínútu.

Segir Man Utd alltaf hafa eytt því fjármagni sem til þarf í nýja leikmenn
Avram Glazer, eigandi Manchester United, ræddi stuttlega við Sky Sports. Hann sagði að Glazer-fjölskyldan hefði alltaf eytt þeim peningum sem nauðsynlegt væri í nýja leikmenn. Þá sagði Avram að hann hefði fulla trú á Erik ten Hag, nýráðnum þjálfara félagsins.

Umfjöllun og viðtöl: KR - Afturelding 1-0 | Heimakonur komnar á blað í Bestu deildinni
KR vann 1-0 sigur á Aftureldingu í sjöttu umferð Bestu deildar kvenna á Meistaravöllum í kvöld. Þetta voru fyrstu stig KR á tímabilinu en liðin eru nú bæði með þrjú stig í tveimur neðstu sætum deildarinnar. Marcella Barberic skoraði eina mark leiksins á 88. mínútu.

Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Þór/KA 5-4 | Markasúpa í Eyjum
ÍBV vann ótrúlegan 5-4 sigur á Þór/KA í Bestu deild kvenna í fótbolta. ÍBV lenti 0-3 undir en jafnaði í 3-3 áður en liðið var 3-4 undir þegar tuttugu mínútur lifðu leiks. Aftur sneri liðið leiknum sér í hag og vann 5-4 sigur í ótrúlegum leik.

Hörður Björgvin um stríðið í Úkraínu: Leiðinlegt mál sem ég get ekki tjáð mig neitt um
Hörður Björgvin hefur verið í röðum CSKA síðan 2018 en er samningslaus í dag. Hann ræddi við Ríkharð Óskar Guðnason í Sportpakka Stöðvar 2. Ræddi hann meðal annars um tíma sinn hjá CSKA og tímann eftir að Rússland réðst inn í Úkraínu.

Freyr stýrði Lyngby upp í úrvalsdeild | Aron lagði upp er Horsens fór einnig upp
Freyr Alexandersson og lærisveinar hans í Lyngby munu leika í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta á næstu leiktíð. Sætið var tryggt með 1-1 jafntefli gegn Nyköbing á útivelli í kvöld. Þá lagði Aron Sigurðarson upp eitt marka Horsens er liðið vann 4-0 útisigur á Fredericia og tryggði sér einnig sæti í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.

Dýraníðingurinn Kurt Zouma fer fyrir dómara í vikunni
Kurt Zouma, dýraníðingur og miðvörður enska fótboltafélagsins West Ham United, þarf að mæta fyrir dómara á morgun, þriðjudag, vegna þess ofbeldis sem hann beitti þáverandi gæludýr sín.

Stöðvaði PSG í fyrra en stóð nú vaktina er AC Milan vann eftir meira en áratug
Þegar Gianluigi Donnarumma – landsliðsmarkvörður Ítalíu – ákvað að yfirgefa AC Milan og halda til Parísar voru góð ráð dýr en Donnarumma hafði varið mark AC Milan frá því hann var aðeins táningur. Inn kom Mike Maignan, mögulega bestu kaup AC Milan síðari ára.

Leikmenn Real Madrid segja að orð Mo Salah hafi kveikt í þeim
Mohamed Salah vildi mæta Real Madrid frekar en Manchester City í úrslitaleik Meistaradeildarinnar og það fór ekkert fram hjá leikmönnum Real Madrid.

Carvalho verður leikmaður Liverpool frá 1. júlí
Liverpool staðfesti á miðlum sínum í morgun að ungstirnið Fabio Carvalho gangi til liðs við félagið 1. júlí næstkomandi.

Blikar nú í hópi liða þar sem öll hin hafa orðið Íslandsmeistarar með stæl
Blikar eiga Íslandsmeistaratitillinn vísann í haust ef marka má sögu Íslandsmóts karla í fótbolta.

Pabbi Rúbens Dias skallaði Noel Gallagher
Sauma þurfti nokkur spor í einn þekktasta stuðningsmanns Manchester City eftir að faðir leikmanns liðsins skallaði hann í fagnaðarlátunum þegar City varð Englandsmeistari í gær.

Hoppaði upp í miðja stúku og fagnaði með stuðningsmönnum Leeds
Brasilíumaðurinn Raphinha var í skýjunum eins og allir Leeds-arar eftir að liðinu tókst að bjarga sér frá falli úr ensku úrvalsdeildinni í gær.

Tileinkaði Raiola titilinn: „Sagði að ég væri sá eini sem gæti bjargað Milan“
Zlatan Ibrahimovic tileinkaði Mino Raiola heitnum, fyrrverandi umboðsmanni sínum, fyrsta Ítalíumeistaratitil AC Milan í ellefu ár.

Uppgjör Stúkunnar á sjöundu umferð Bestu: Vítavarslan gerði útslagið
Sjöunda umferð Bestu deildar karla í fótbolta lauk í gær en þrír leikir fóru fram á laugardaginn og aðrir þrír í gær. Stúkan gerði upp umferðina í gær.

Sjáðu öll mörkin í Bestu: Sowe bjargaði Blikum, glæsimark á Dalvík og dýrkeypt mistök Beitis
Íslandsmeistarar Víkings unnu dýrmætan 3-1 sigur gegn Val í stórleik helgarinnar í Bestu deild karla. Mörg mörk voru skoruð um helgina og þau má öll sjá hér á Vísi.

„Manni finnst bara að í eins stóru félagi og KR eigi þessir hlutir að vera í lagi“
Eins og greint var frá í gær er Jóhannes Karl Sigursteinsson hættur sem þjálfari kvennaliðs KR í fótbolta. Hann stýrði liðinu í þremur leikjum eftir að hann sagði upp. Ein stærsta ástæðan fyrir ákvörðun hans var að ekki fékkst leikheimild fyrir erlenda leikmenn liðsins fyrr en seint og um síðir.

Nýr aðstoðarmaður Ten Hag aðstoðaði Sir Alex Ferguson í þrennunni frægu
Manchester United staðfesti í dag hverjir munu aðstoða nýja knattspyrnustjóra félagsins en Hollendingurinn Erik ten Hag er nú tekinn við liðinu.

Með þreföld skæri og magnað mark fyrir ömmu Siggu
Þorleifur Úlfarsson gæti mögulega hafa skotið sér inn í næsta íslenska landsliðshóp með mögnuðum tilþrifum sínum í bandarísku MLS-deildinni í fótbolta í nótt.

Stuðningsmaður City sló markvörð Villa í höfuðið
Robin Olsen, markvörður Aston Villa, var sleginn í höfuðið af stuðningsmanni Manchester City eftir leik liðanna í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í gær.

„Var hætt að vera stressuð fyrir leiki“
Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðskona í fótbolta, fann að hún þurfti á nýrri áskorun að halda í fyrra. Hún gekk þá í raðir Bayern München frá Rosengård.

ÞÞÞ hættur í fótbolta en ætlar sér stóra hluti sem dómari
Skagamaðurinn Þórður Þorsteinn Þórðarson hefur lagt skóna á hilluna, aðeins 27 ára. Hann er þó ekki hættur afskiptum af fótbolta því hann hefur snúið sér að dómgæslu og ætlar sér mjög langt á því sviði.

Cavani sýndi stuðningsmanni fingurinn eftir kveðjuleikinn fyrir United
Edinson Cavani var ekki sáttur eftir síðasta leik sinn fyrir Manchester United og sýndi stuðningsmanni fingurinn eftir hann.

Íslensku gulldrengirnir í viðtali eftir að hafa tryggt FCK titilinn
Sveitungarnir af Skaganum, Ísak Bergmann Jóhannesson og Hákon Arnar Haraldsson, fögnuðu danska meistaratitlinum í fótbolta í gær.

Hættur hjá KR eftir að hafa sagt upp í byrjun maí
Jóhannes Karl Sigursteinsson er hættur þjálfun KR sem situr á botni Bestu deildar kvenna í fótbolta.

Óskar Hrafn: Afrek sem fá lið hafa náð síðustu ár
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, er afar stoltur af þeirri staðreynd að Blikaliðið er með fullt hús stiga eftir sjö umferðir í Bestu-deild karla í fótbolta. Sú stigasöfnun er fátíð eftir fyrstu sjö leikina hjá liðum í sögu efstu deildar.

Börsungar luku tímabilinu með tapi | Sveinar Simeone sóttu bronsið
Lokaumferðin í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta fór fram í kvöld þar sem lítil spenna var um efstu sætin.

Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Fram 4-3 | Óvænt hetja í dramatískum sigri Blika
Breiðablik er áfram með fullt hús stiga á toppi Bestu-deildar karla í fótbolta en liðið fékk Fram í heimsókn á Kópavogsvöllinn í sjöundu umferð deildarinnar í kvöld. Lokatölur í leik liðanna urðu 4-4 Breiðablik í vil eftir kaflaskiptan leik.

Hilmir Rafn þreytti frumraun sína í lokaumferðinni
Íslendingalið Venezia kveður nú ítölsku úrvalsdeildina eftir eins árs veru en 19 ára Íslendingur fékk tækifæri í lokaleik liðsins í kvöld.

Umfjöllun og viðtal: Valur - Víkingur 1-3 | Meistararnir sóttu sigur að Hlíðarenda
Valsmenn fengu Víkinga í heimsókn á Origo-völlinn í 7. umferð í Bestu deild karla í kvöld. Leiknum lauk með frábærum sigri gestanna, 3-1, eftir frábæra frammistöðu þeirra í síðari hálfleik.

Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - FH 2-1 | Baráttusigur Keflavíkur gegn FH
Keflavík vann góðan sigur á FH þegar liðin mættust í Bestu deildinni í knattspyrnu í dag. Lokatölur 2-1 og fjórða tap FH í sumar staðreynd.

Sindri: Fannst þetta vera fullorðins frammistaða
„Þessi var alveg 8,5, hann var mjög sætur. Það er mjög gaman að vinna FH á heimavelli,“ sagði Sindri Kristinn Ólafsson, markvörður Keflavíkur eftir sigur gegn FH í Bestu deildinni í knattspyrnu.

Birkir á bekknum þegar Balotelli skoraði fimm í lokaumferðinni
Birkir Bjarnason kom ekki við sögu í 7-0 sigri Adana Demirspor í lokaumferð tyrknesku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag.

Giroud tryggði AC Milan fyrsta Ítalíumeistaratitilinn í ellefu ár
AC Milan er Ítalíumeistari í fótbolta í nítjánda sinn eftir öruggan sigur á Sassuolo í lokaumferð ítölsku úrvalsdeildarinnar.

Tvö íslensk mörk þegar FCK varð danskur meistari
FCK tryggði sér danska meistaratitilinn í fótbolta í dag þegar lokaumferð dönsku úrvalsdeildarinnar fór fram.

Burnley fallið eftir tap gegn Newcastle
Leeds United náði að bjarga sæti sínu í ensku úrvalsdeildinni í lokaumferðinni á kostnað Íslendingaliðs Burnley.

Tottenham í Meistaradeildina þrátt fyrir stórsigur Arsenal
Erkifjendurnir Arsenal og Tottenham öttu kappi um fjórða sætið í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag.

Man City Englandsmeistari eftir magnaða endurkomu
Manchester City er Englandsmeistari í fimmta sinn eftir ótrúlegan 3-2 sigur á Aston Villa á Etihad leikvangnum í Manchester í dag.

Torsóttur sigur Liverpool dugði skammt
Liverpool gerði sitt í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar en það dugði ekki til þess að klófesta meistaratitilinn þar sem Man City vann frækinn sigur á Aston Villa á sama tíma.

Hlín á skotskónum og Elísabet vann stórsigur
Fjöldi íslenskra knattspyrnukvenna var í eldlínunni í sænska og norska boltanum í dag.