Fleiri fréttir Heimir: Eitt lið á vellinum í seinni hálfleik Heimi Guðjónssyni, þjálfara Vals, fannst sigur liðsins gegn KR í Bestudeild karla í fótbolta vera afar sanngjarn. Heimir var sérstaklega sáttur við hvernig lið hans spilaði í seinni hálfleik. 30.4.2022 22:35 Rúnar: Ekkert sem skildi liðin að í þessum leik Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var ekki sáttur við niðurstöðuna í tapi liðs síns gegn Val í þriðju umferð Bestudeildar karla í fótbolta í kvöld. Rúnar var aftur á móti sáttur við frammistöðu lærisveina sinna þrátt fyrir tapið. 30.4.2022 22:20 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - KR 2-1 | Valur hafði betur í hörðum slag við KR Valur lagði KR að velli með tveimur mörkum gegn einu þegar liðin mættust í þriðju umferð Bestudeildar karla í fótbolta á Origo-vellinum að Hlíðarenda í kvöld. 30.4.2022 21:12 Atlético Madrid missteig sig í baráttunni um annað sæti Athlétic Bilbao vann góðan 2-0 sigur er liðið tók á móti Atlético Madrid í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 30.4.2022 21:02 Lyon mætir Barcelona í úrslitum Meistaradeildarinnar Lyon, lið Söru Bjarkar Gunnarsdóttur, tryggði sér sæti í úrslitum Meistaradeildar Evrópu með 2-1 útisigri gegn PSG í kvöld. 30.4.2022 20:53 Englandsmeistararnir endurheimtu toppsætið Englandsmeistarar Manchester City endurheimtu toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar með öruggum 4-0 útisigri gegn fallbaráttuliði Leeds í kvöld. 30.4.2022 18:29 Albert og félagar nálgast fall eftir dramatískt tap Albert Guðmundsson og félagar hans í Genoa máttu þola 1-0 tap gegn Sampdoria í grannaslag ítölsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag. Tapið þýðir að Genoa þarf í það minnsta þrjú stig úr seinustu þrem leikjunum til að halda sæti sínu í deildinni. 30.4.2022 18:05 Sveindís og stöllur stöðvuðu 40 leikja sigurhrinu Barcelona en eru úr leik Sveindís Jane Jónsdóttir og stöllur hennar í Wolfsburg unnu 2-0 sigur gegn Barcelona í síðari leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar kvenna í fótbolta í kvöld. Með sigrinum bundu þær enda á 40 leikja sigurhrinu Börsunga, en eru þrátt fyrir það úr leik eftir 5-1 tap í fyrri leiknum. 30.4.2022 17:54 Víkingur valtaði yfir Reykjavíkurslaginn og Tindastóll kláraði HK Alls fóru fram sex leikir í Mjólkurbikar. kvenna í fótbolta í dag. Víkingur R. vann öruggan 5-0 útisigur gegn Fram í Reyjavíkurslag og Tindastóll vann 3-2 sigur gegn HK eftir að hafa farið með þriggja marka forystu inn í hálfleik. 30.4.2022 17:00 Real Madrid spænskur meistari eftir stórsigur Real Madrid tryggði sér spænska deildarmeistaratitilinn er liðið vann öruggan 4-0 sigur gegn Espanyol á heimavelli í dag. 30.4.2022 16:09 Burnley sendi Watford svo gott sem niður | Norwich fallið Fjórum leikjum í ensku úrvalsdeildinni var að ljúka. Burnley vann lífsnauðsynlegan sigur á Watford sem svo gott sem sendir Watford niður um deild. Þá er Norwich City fallið úr ensku úrvalsdeildinni. 30.4.2022 16:06 Meistarar Bayern töpuðu | Halaand skoraði þrjú og Alfreð kom inn af bekknum Það var ákveðin meistaraþynnka í Þýskalandsmeisturum Bayern München sem töpuðu fyrir Mainz í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Erling Braut Håland skoraði þrennu í óvæntu tapi Borussia Dortmund og þá kom Alfreð Finnbogason inn af bekknum í stórtapi. 30.4.2022 15:31 Gríðarlega svekkjandi tap hjá Þóri Jóhanni og félögum Lið Íslendinganna í Serie B, ítölsku B-deildinni í fótbolta, áttu ekki sinn besta dag. Þórir Jóhann Helgason og félagar í Lecce töpuðu 2-1 þar sem mótherjinn skoraði tvívegis í uppbótartíma. Þá gerðu Hjörtur Hermannsson og félagar í Pisa jafntefli. 30.4.2022 15:00 Raiola látinn Mino Raiola, einn frægasti umboðsmaður heims, er látinn. Frá þessu var greint á samfélagsmiðlum umboðsmannsins í dag. Ekki kemur fram hvert banamein hans var. 30.4.2022 14:19 Jón Daði endaði tímabilið með marki Jón Daði Böðvarsson endaði tímabilið með Bolton Wanderers með marki í 4-2 sigri á Fleetwood Town. 30.4.2022 13:46 Keita skaut Liverpool á toppinn Liverpool er komið á topp ensku úrvalsdeildarinnar eftir nauman 1-0 útisigur á Newcastle United. 30.4.2022 13:30 Lyngby á toppinn eftir dramatískan sigur Lærisveinar Freys Alexanderssonar hjá Lyngby unnu hádramatískan 2-1 sigur á Helsingör er í dönsku B-deildinni í fótbolta. Sigurinn lyftir Lyngby upp á topp deildarinnar. 30.4.2022 12:50 Man City skoraði sjö Manchester City gjörsigraði Brighton & Hove Albion í eina leik dagsins í ensku úrvalsdeild kvenna í fótbolta, lokatölur 7-2 heimaliðinu í vil. 30.4.2022 12:31 Valur með tak á KR fyrir stórleik kvöldsins Það er sannkallaður stórleikur í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld þegar Reykjavíkurliðin Valur og KR mætast. Valsmenn hafa unnið síðustu þrjár viðureignir liðanna. KR vann leik liðanna á Hlíðarenda í upphafi tímabils 2020 en Valur endaði sem Íslandsmeistari það ár. 30.4.2022 12:00 Rooney stefnir á að vera áfram með Derby Wayne Rooney, þjálfari Derby County, stefnir á að vera áfram við stjórnvölin þó félagið hafi fallið niður í ensku C-deildina. Hann hefur verið orðaður við lið í ensku úrvalsdeildinni sem og í B-deildinni. 30.4.2022 11:31 Fantasy leikur Bestu-deildarinnar kominn í loftið Þyrstir Fantasy-spilarar get nú farið að stilla upp liði sínu úr Bestu-deildinni í fótbolta. Þó þarf ekki að hafa áhyggjur alveg strax því stigin byrja ekki að telja fyrr en í fjórðu umferð. 30.4.2022 09:01 Festi eyrnapinna í eyranu og getur ekki spilað um helgina Enska D-deildarliðið Hartlepool þarf að spjara sig án miðjumannsins Mark Shelton eftir að hann stakk eyrnapinna of langt inn í eyrað á sér. 29.4.2022 23:16 Conte segir að orðrómurinn um PSG séu falsfréttir Antonio Conte, knattspyrnustjóri Tottenham Hotspur, segir að þær sögusagnir um að hann vilji taka við Frakklandsmeisturum Paris Saint-Germain á næsta tímabili séu falsfréttir. 29.4.2022 22:30 Haukar, FH, Augnablik og ÍA með stórsigra í Mjólkurbikarnum Fjórir leikir fóru fram í Mjólkurbikar kvenna í kvöld þar sem Haukar, FH, Augnablik og ÍA unnu öll stórsigra. 29.4.2022 21:20 Sevilla tapaði stigum en fór samt upp fyrir Börsunga Sevilla tapaði stigum í baráttunni um annað sætið í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta er liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Cadiz í kvöld. 29.4.2022 20:55 Strasbourg kom til baka og bjargaði stigi gegn frönsku meisturunum Strasbourg kom til baka eftir að hafa lent tveimur mörkum undir gegn nýkrýndum Frakklandsmeisturum Paris Saint-Germain í kvöld og náðu í mikilvægt stig í baráttunni um Evrópusæti. Lokatölur 3-3. 29.4.2022 20:55 Þriðja tap Birkis og félaga í röð Birkir Bjarnason og félagar hans í Adana Demirspor töpuðu sínum þriðja deildarleik í röð er liðið heimsótti Girensunspor í tyrknesku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Lokatölur urðu 2-0, heimamönnum í vil. 29.4.2022 19:26 Guðlaugur og félagar endurheimtu toppsætið Guðlaugur Victor Pálsson og félagar hans í Schalke unnu mikilvægan 2-1 útisigur gegn Sandhausen í þýsku B-deildinni í fótbolta í kvöld. Sigurinn lyfti liðinu á topp deildarinnar. 29.4.2022 18:29 Aron og félagar nálgast sæti í efstu deild Aron Sigurðarson og félagar hans í Horsens unnu afar mikilvægan 1-0 útisigur er liðið heimsótti Hvidovre í dönsku B-deildinni í fótbolta í kvöld. 29.4.2022 18:22 Guðrún og stöllur enn ósigraðar í Svíþjóð Guðrún Arnardóttir lék allan leikinn í 4-1 sigri Rosengård gegn Hammarby í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Liðið er enn taplaust eftir sex umferðir á tímabilinu. 29.4.2022 17:52 Spila fyrsta leik sinn eftir að stríðið braust út og safna til styrktar Úkraínu Úkraínska karlalandsliðið í fótbolta mun undirbúa sig í maí fyrir leikinn við Skotland sem fram fer í Glasgow 1. júní, í umspilinu um sæti á HM í Katar. 29.4.2022 17:16 Hættu loks við að stöðva hátíð sem þrír Íslendingar taka þátt í Forráðamenn norska knattspyrnufélagsins Brann ætla sér að skapa mikla hátíð og stemningu í kringum leikinn við Vålerenga í úrvalsdeild kvenna í Noregi. Vålerenga sagði ítrekað nei við því en hefur nú loks snúist hugur. 29.4.2022 16:31 Jarðeigandi á Íslandi með tilboð í Chelsea Breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe, sem þekktur er hérlendis fyrir jarðakaup sín, hefur bæst í hóp þeirra sem lagt hafa fram tilboð í enska knattspyrnufélagið Chelsea. 29.4.2022 15:46 Sjáðu hvernig reiðir Víkingar kláruðu Keflvíkinga í fyrri hálfleik Eftir tapið óvænta fyrir ÍA sýndu Íslands- og bikarmeistarar Víkings tennurnar gegn Keflavík í Bestu deild karla í gær. 29.4.2022 15:30 Vonast eftir kraftaverki hjá Sveindísi fyrir framan metfjölda Áhorfendametið hjá Wolfsburg verður slegið rækilega á morgun þegar liðið tekur á móti Barcelona í seinni leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar kvenna í fótbolta. 29.4.2022 15:01 Tekur við austurríska landsliðinu en heldur áfram hjá United Ralf Rangnick hefur verið ráðinn þjálfari austurríska landsliðsins. Hann heldur samt áfram að starfa fyrir Manchester United. 29.4.2022 11:04 Klopp vonar að tíðindin sannfæri Salah sem var valinn bestur Egyptinn Mohamed Salah var í dag valinn leikmaður ársins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta af samtökum fótboltafréttamanna í Englandi. 29.4.2022 11:01 Greenwood væntanlega yfirheyrður í júní Mason Greenwood, framherji Manchester United, verður áfram laus gegn tryggingu fram í miðjan júní. Búist er við að yfirheyrslur yfir honum hefjist þá. 29.4.2022 10:30 Enginn búinn að skora fleiri mörk á móti bestu liðunum en Ronaldo Cristiano Ronaldo tryggði Manchester United jafntefli á móti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í gær og er þar með kominn með sautján deildarmörk á tímabilinu. 29.4.2022 10:30 Pochettino: Pottþétt að við Mbappe verðum áfram hjá PSG Mikið hefur verið sagt og skrifað um framtíð þeirra Mauricio Pochettino og Kylian Mbappe hjá Paris Saint-Germain en flestir hafa búist við því að þeir munu yfirgefa félagið í sumar. Ekkert til í því samkvæmt Pochettino sjálfum. 29.4.2022 10:01 Stuðningsmenn Liverpool geta þakkað Ullu fyrir frábæru fréttirnar Jürgen Klopp framlengdi samning sinn í gærkvöldi og verður því knattspyrnustjóri Liverpool til ársins 2026. 29.4.2022 08:31 Zlatan heimsótti Mino Raiola á sjúkrahúsið Umboðsmaðurinn frægi og umdeildi Mino Raiola var sagður látinn á mörgum fréttamiðlum í gær en lét svo sjálfur heiminn vita af því á Twitter að hann væri enn á lífi. 29.4.2022 08:00 Rangnick íhugar tilboð frá landsliði en ætlar samt að halda áfram hjá United Ralf Rangnick, bráðabirgðastjóri Manchester United, íhugar nú tilboð frá austurríska knattspyrnusambandinu um að taka við landsliði landsins þegar tíma hans hjá United lýkur eftir tímabilið. 29.4.2022 07:01 Börsungar leika eitt tímabil á Ólympíuleikvanginum Spænska stórveldið Barcelona mun flytja sig af heimavelli liðsins tímabilið 2023-2024 yfir á Ólympíuleikvanginn í Montujic á meðan framkvæmdir standa yfir á Camp Nou. 28.4.2022 23:31 Umfjöllun: Víkingur - Keflavík 4-1 | Öruggur sigur meistaranna Víkingar frá Reykjavík unnu góðan 4-1 sigur gegn Keflavík í Bestu deild karla í knattspyrnu í kvöld. Leiknum, sem átti upphaflega að fara fram í 10. umferð, var flýtt vegna leikja Víkings í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. 28.4.2022 22:42 Sjá næstu 50 fréttir
Heimir: Eitt lið á vellinum í seinni hálfleik Heimi Guðjónssyni, þjálfara Vals, fannst sigur liðsins gegn KR í Bestudeild karla í fótbolta vera afar sanngjarn. Heimir var sérstaklega sáttur við hvernig lið hans spilaði í seinni hálfleik. 30.4.2022 22:35
Rúnar: Ekkert sem skildi liðin að í þessum leik Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var ekki sáttur við niðurstöðuna í tapi liðs síns gegn Val í þriðju umferð Bestudeildar karla í fótbolta í kvöld. Rúnar var aftur á móti sáttur við frammistöðu lærisveina sinna þrátt fyrir tapið. 30.4.2022 22:20
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - KR 2-1 | Valur hafði betur í hörðum slag við KR Valur lagði KR að velli með tveimur mörkum gegn einu þegar liðin mættust í þriðju umferð Bestudeildar karla í fótbolta á Origo-vellinum að Hlíðarenda í kvöld. 30.4.2022 21:12
Atlético Madrid missteig sig í baráttunni um annað sæti Athlétic Bilbao vann góðan 2-0 sigur er liðið tók á móti Atlético Madrid í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 30.4.2022 21:02
Lyon mætir Barcelona í úrslitum Meistaradeildarinnar Lyon, lið Söru Bjarkar Gunnarsdóttur, tryggði sér sæti í úrslitum Meistaradeildar Evrópu með 2-1 útisigri gegn PSG í kvöld. 30.4.2022 20:53
Englandsmeistararnir endurheimtu toppsætið Englandsmeistarar Manchester City endurheimtu toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar með öruggum 4-0 útisigri gegn fallbaráttuliði Leeds í kvöld. 30.4.2022 18:29
Albert og félagar nálgast fall eftir dramatískt tap Albert Guðmundsson og félagar hans í Genoa máttu þola 1-0 tap gegn Sampdoria í grannaslag ítölsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag. Tapið þýðir að Genoa þarf í það minnsta þrjú stig úr seinustu þrem leikjunum til að halda sæti sínu í deildinni. 30.4.2022 18:05
Sveindís og stöllur stöðvuðu 40 leikja sigurhrinu Barcelona en eru úr leik Sveindís Jane Jónsdóttir og stöllur hennar í Wolfsburg unnu 2-0 sigur gegn Barcelona í síðari leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar kvenna í fótbolta í kvöld. Með sigrinum bundu þær enda á 40 leikja sigurhrinu Börsunga, en eru þrátt fyrir það úr leik eftir 5-1 tap í fyrri leiknum. 30.4.2022 17:54
Víkingur valtaði yfir Reykjavíkurslaginn og Tindastóll kláraði HK Alls fóru fram sex leikir í Mjólkurbikar. kvenna í fótbolta í dag. Víkingur R. vann öruggan 5-0 útisigur gegn Fram í Reyjavíkurslag og Tindastóll vann 3-2 sigur gegn HK eftir að hafa farið með þriggja marka forystu inn í hálfleik. 30.4.2022 17:00
Real Madrid spænskur meistari eftir stórsigur Real Madrid tryggði sér spænska deildarmeistaratitilinn er liðið vann öruggan 4-0 sigur gegn Espanyol á heimavelli í dag. 30.4.2022 16:09
Burnley sendi Watford svo gott sem niður | Norwich fallið Fjórum leikjum í ensku úrvalsdeildinni var að ljúka. Burnley vann lífsnauðsynlegan sigur á Watford sem svo gott sem sendir Watford niður um deild. Þá er Norwich City fallið úr ensku úrvalsdeildinni. 30.4.2022 16:06
Meistarar Bayern töpuðu | Halaand skoraði þrjú og Alfreð kom inn af bekknum Það var ákveðin meistaraþynnka í Þýskalandsmeisturum Bayern München sem töpuðu fyrir Mainz í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Erling Braut Håland skoraði þrennu í óvæntu tapi Borussia Dortmund og þá kom Alfreð Finnbogason inn af bekknum í stórtapi. 30.4.2022 15:31
Gríðarlega svekkjandi tap hjá Þóri Jóhanni og félögum Lið Íslendinganna í Serie B, ítölsku B-deildinni í fótbolta, áttu ekki sinn besta dag. Þórir Jóhann Helgason og félagar í Lecce töpuðu 2-1 þar sem mótherjinn skoraði tvívegis í uppbótartíma. Þá gerðu Hjörtur Hermannsson og félagar í Pisa jafntefli. 30.4.2022 15:00
Raiola látinn Mino Raiola, einn frægasti umboðsmaður heims, er látinn. Frá þessu var greint á samfélagsmiðlum umboðsmannsins í dag. Ekki kemur fram hvert banamein hans var. 30.4.2022 14:19
Jón Daði endaði tímabilið með marki Jón Daði Böðvarsson endaði tímabilið með Bolton Wanderers með marki í 4-2 sigri á Fleetwood Town. 30.4.2022 13:46
Keita skaut Liverpool á toppinn Liverpool er komið á topp ensku úrvalsdeildarinnar eftir nauman 1-0 útisigur á Newcastle United. 30.4.2022 13:30
Lyngby á toppinn eftir dramatískan sigur Lærisveinar Freys Alexanderssonar hjá Lyngby unnu hádramatískan 2-1 sigur á Helsingör er í dönsku B-deildinni í fótbolta. Sigurinn lyftir Lyngby upp á topp deildarinnar. 30.4.2022 12:50
Man City skoraði sjö Manchester City gjörsigraði Brighton & Hove Albion í eina leik dagsins í ensku úrvalsdeild kvenna í fótbolta, lokatölur 7-2 heimaliðinu í vil. 30.4.2022 12:31
Valur með tak á KR fyrir stórleik kvöldsins Það er sannkallaður stórleikur í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld þegar Reykjavíkurliðin Valur og KR mætast. Valsmenn hafa unnið síðustu þrjár viðureignir liðanna. KR vann leik liðanna á Hlíðarenda í upphafi tímabils 2020 en Valur endaði sem Íslandsmeistari það ár. 30.4.2022 12:00
Rooney stefnir á að vera áfram með Derby Wayne Rooney, þjálfari Derby County, stefnir á að vera áfram við stjórnvölin þó félagið hafi fallið niður í ensku C-deildina. Hann hefur verið orðaður við lið í ensku úrvalsdeildinni sem og í B-deildinni. 30.4.2022 11:31
Fantasy leikur Bestu-deildarinnar kominn í loftið Þyrstir Fantasy-spilarar get nú farið að stilla upp liði sínu úr Bestu-deildinni í fótbolta. Þó þarf ekki að hafa áhyggjur alveg strax því stigin byrja ekki að telja fyrr en í fjórðu umferð. 30.4.2022 09:01
Festi eyrnapinna í eyranu og getur ekki spilað um helgina Enska D-deildarliðið Hartlepool þarf að spjara sig án miðjumannsins Mark Shelton eftir að hann stakk eyrnapinna of langt inn í eyrað á sér. 29.4.2022 23:16
Conte segir að orðrómurinn um PSG séu falsfréttir Antonio Conte, knattspyrnustjóri Tottenham Hotspur, segir að þær sögusagnir um að hann vilji taka við Frakklandsmeisturum Paris Saint-Germain á næsta tímabili séu falsfréttir. 29.4.2022 22:30
Haukar, FH, Augnablik og ÍA með stórsigra í Mjólkurbikarnum Fjórir leikir fóru fram í Mjólkurbikar kvenna í kvöld þar sem Haukar, FH, Augnablik og ÍA unnu öll stórsigra. 29.4.2022 21:20
Sevilla tapaði stigum en fór samt upp fyrir Börsunga Sevilla tapaði stigum í baráttunni um annað sætið í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta er liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Cadiz í kvöld. 29.4.2022 20:55
Strasbourg kom til baka og bjargaði stigi gegn frönsku meisturunum Strasbourg kom til baka eftir að hafa lent tveimur mörkum undir gegn nýkrýndum Frakklandsmeisturum Paris Saint-Germain í kvöld og náðu í mikilvægt stig í baráttunni um Evrópusæti. Lokatölur 3-3. 29.4.2022 20:55
Þriðja tap Birkis og félaga í röð Birkir Bjarnason og félagar hans í Adana Demirspor töpuðu sínum þriðja deildarleik í röð er liðið heimsótti Girensunspor í tyrknesku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Lokatölur urðu 2-0, heimamönnum í vil. 29.4.2022 19:26
Guðlaugur og félagar endurheimtu toppsætið Guðlaugur Victor Pálsson og félagar hans í Schalke unnu mikilvægan 2-1 útisigur gegn Sandhausen í þýsku B-deildinni í fótbolta í kvöld. Sigurinn lyfti liðinu á topp deildarinnar. 29.4.2022 18:29
Aron og félagar nálgast sæti í efstu deild Aron Sigurðarson og félagar hans í Horsens unnu afar mikilvægan 1-0 útisigur er liðið heimsótti Hvidovre í dönsku B-deildinni í fótbolta í kvöld. 29.4.2022 18:22
Guðrún og stöllur enn ósigraðar í Svíþjóð Guðrún Arnardóttir lék allan leikinn í 4-1 sigri Rosengård gegn Hammarby í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Liðið er enn taplaust eftir sex umferðir á tímabilinu. 29.4.2022 17:52
Spila fyrsta leik sinn eftir að stríðið braust út og safna til styrktar Úkraínu Úkraínska karlalandsliðið í fótbolta mun undirbúa sig í maí fyrir leikinn við Skotland sem fram fer í Glasgow 1. júní, í umspilinu um sæti á HM í Katar. 29.4.2022 17:16
Hættu loks við að stöðva hátíð sem þrír Íslendingar taka þátt í Forráðamenn norska knattspyrnufélagsins Brann ætla sér að skapa mikla hátíð og stemningu í kringum leikinn við Vålerenga í úrvalsdeild kvenna í Noregi. Vålerenga sagði ítrekað nei við því en hefur nú loks snúist hugur. 29.4.2022 16:31
Jarðeigandi á Íslandi með tilboð í Chelsea Breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe, sem þekktur er hérlendis fyrir jarðakaup sín, hefur bæst í hóp þeirra sem lagt hafa fram tilboð í enska knattspyrnufélagið Chelsea. 29.4.2022 15:46
Sjáðu hvernig reiðir Víkingar kláruðu Keflvíkinga í fyrri hálfleik Eftir tapið óvænta fyrir ÍA sýndu Íslands- og bikarmeistarar Víkings tennurnar gegn Keflavík í Bestu deild karla í gær. 29.4.2022 15:30
Vonast eftir kraftaverki hjá Sveindísi fyrir framan metfjölda Áhorfendametið hjá Wolfsburg verður slegið rækilega á morgun þegar liðið tekur á móti Barcelona í seinni leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar kvenna í fótbolta. 29.4.2022 15:01
Tekur við austurríska landsliðinu en heldur áfram hjá United Ralf Rangnick hefur verið ráðinn þjálfari austurríska landsliðsins. Hann heldur samt áfram að starfa fyrir Manchester United. 29.4.2022 11:04
Klopp vonar að tíðindin sannfæri Salah sem var valinn bestur Egyptinn Mohamed Salah var í dag valinn leikmaður ársins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta af samtökum fótboltafréttamanna í Englandi. 29.4.2022 11:01
Greenwood væntanlega yfirheyrður í júní Mason Greenwood, framherji Manchester United, verður áfram laus gegn tryggingu fram í miðjan júní. Búist er við að yfirheyrslur yfir honum hefjist þá. 29.4.2022 10:30
Enginn búinn að skora fleiri mörk á móti bestu liðunum en Ronaldo Cristiano Ronaldo tryggði Manchester United jafntefli á móti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í gær og er þar með kominn með sautján deildarmörk á tímabilinu. 29.4.2022 10:30
Pochettino: Pottþétt að við Mbappe verðum áfram hjá PSG Mikið hefur verið sagt og skrifað um framtíð þeirra Mauricio Pochettino og Kylian Mbappe hjá Paris Saint-Germain en flestir hafa búist við því að þeir munu yfirgefa félagið í sumar. Ekkert til í því samkvæmt Pochettino sjálfum. 29.4.2022 10:01
Stuðningsmenn Liverpool geta þakkað Ullu fyrir frábæru fréttirnar Jürgen Klopp framlengdi samning sinn í gærkvöldi og verður því knattspyrnustjóri Liverpool til ársins 2026. 29.4.2022 08:31
Zlatan heimsótti Mino Raiola á sjúkrahúsið Umboðsmaðurinn frægi og umdeildi Mino Raiola var sagður látinn á mörgum fréttamiðlum í gær en lét svo sjálfur heiminn vita af því á Twitter að hann væri enn á lífi. 29.4.2022 08:00
Rangnick íhugar tilboð frá landsliði en ætlar samt að halda áfram hjá United Ralf Rangnick, bráðabirgðastjóri Manchester United, íhugar nú tilboð frá austurríska knattspyrnusambandinu um að taka við landsliði landsins þegar tíma hans hjá United lýkur eftir tímabilið. 29.4.2022 07:01
Börsungar leika eitt tímabil á Ólympíuleikvanginum Spænska stórveldið Barcelona mun flytja sig af heimavelli liðsins tímabilið 2023-2024 yfir á Ólympíuleikvanginn í Montujic á meðan framkvæmdir standa yfir á Camp Nou. 28.4.2022 23:31
Umfjöllun: Víkingur - Keflavík 4-1 | Öruggur sigur meistaranna Víkingar frá Reykjavík unnu góðan 4-1 sigur gegn Keflavík í Bestu deild karla í knattspyrnu í kvöld. Leiknum, sem átti upphaflega að fara fram í 10. umferð, var flýtt vegna leikja Víkings í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. 28.4.2022 22:42