Fleiri fréttir

Albert og félagar enduðu riðlakeppnina á sigri

Alls er nú átta af 15 leikjum kvöldsins í lokaumferð riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu lokið. Albert Guðmundsson og félagar hans í AZ Alkmaar unnu 1-0 sigur gegn Randers og Alfons Sampsted og félagar hans í Bodø/Glimt gerðu 1-1 jafntefli gegn Zorya og misstu þar með af toppsæti C-riðils.

Bayern á toppinn í D-riðli eftir stórsigur

Glódís Perla Viggósdóttir lék allan leikinn í hjarta varnarinnar er Bayern München vann 1-5 stórsigur gegn Häcken í D-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir kom inn af bekknum fyrir Bayern, en Diljá Ýr Zomers var ónotaður varmaður hjá Häcken.

Óskar skiptir um félag í Svíþjóð

Óskar Sverrisson hefur skipt um félag í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta og skrifað undir samning til þriggja ára við Varbergs BoIS.

Barbára Sól komin heim

Danmerkurævintýri Barbáru Sól Gísladóttur er á enda en hún er komin aftur heim til Íslands og hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild Selfoss til tveggja ára.

Spilaði í stuttermatreyju í snjóbyl

Karítas Tómasdóttir lét snjóinn og kuldann í gær ekki á sig fá og spilaði í stuttermatreyju gegn Real Madrid í síðasta heimaleik Breiðabliks í B-riðli Meistaradeildar Evrópu.

Salzburg og Lille fóru áfram úr opnasta riðlinum

Það var allt galopið fyrir lokaumferð G-riðils í Meistaradeild Evrópu. Öll fjögur liðin áttu möguleika á að komast áfram. Það fór hins vegar þannig að Lille og Salzburg fóru upp úr riðlinum eftir leiki kvöldsins.

Bayern og Ben­fi­ca sendu Barcelona í Evrópu­deildina

Riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu er lokið. Eftir kvöldið er ljóst að Barcelona er á leið í Evrópudeildina eftir áramót en liðið átti aldrei möguleika er það sótti Bayern München heim. Þá vann Benfica öruggan sigur á Dynamo Kíev.

Leik Atalanta og Villareal frestað vegna veðurs | Spilað í Kópa­vogi

Leikur Atalanta og Villareal í F-riðli Meistaradeildar Evrópu mun fara fram á morgun þar sem veðuraðstæður í Bergamo á Ítalíu leyfa einfaldlega ekki knattspyrnuiðkun sem stendur. Sömu sögu er ekki að segja úr Kópavogi þar sem hefur einnig snjóað gríðarlega í kvöld.

Stór­sigrar hjá Wolfs­burg og PSG

Tveimur af fjórum leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu kvenna er nú lokið. Wolfsburg og París Saint-Germain unnu bæði. stórsigra.

Magomed Ozdoev tryggði Juventus toppsætið

Timo Werner skoraði tvívegis er Chelsea gerði 3-3 jafntefli á útivelli við Zenit St. Pétursborg í H-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Það þýddi að Juventus vann riðilinn þökk sé 1-0 sigri á Malmö.

Aron Einar skoraði í tapi

Aron Einar Gunnarsson skoraði fyrsta mark Al Arabi er liðið datt út gegn Qatar SC í bikarkeppninni í Katar í dag eftir 2-3 tap á heimavelli.

Átta leikmenn Spurs smitaðir

Átta leikmenn og fimm úr starfsliði Tottenham hafa greinst með kórónuveiruna. Antonio Conte, knattspyrnustjóri Spurs, staðfesti þetta á blaðamannafundi í dag.

Klöru ráðlagt að sækja barn sitt ekki í leikskólann

Fjölmargar hótanir bárust Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ, í haust. Henni var meðal annars ráðlagt að sækja barn sitt ekki á leikskóla. Þá gekk hún út úr höfuðstöðvum KSÍ eftir að hafa átt samtal við forseta Íslands.

Liverpool slökkti í vonum AC Milan

Liverpool gerði út um vonir AC Milan um að komast í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu með 2-1 útisigri í kvöld. Sigurinn þýðir einnig að Liverpool endar með fullt hús stiga í riðli sem einhverjir kölluðu dauðariðilinn.

Real Madrid tryggði sér sigur í D-riðli

Real Madrid tryggði sér toppsæti D-riðils með sigri gegn Inter í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Lokatölur urðu 2-0, en leikurinn var hreinn úrslitaleikur um efsta sæti riðilsins.

Messi og Mbappé sáu um Belgana

Franska stórliðið Paris Saint-Germain endaði riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu þetta árið á öruggum 4-1 heimasigri gegn belgíska liðinu Club Brugge. Kylian Mbappé og Lionel Messi skoruðu tvö mörk hvor.

Sjá næstu 50 fréttir