Fleiri fréttir

„Honum finnst hann vera bestur og mér finnst ég vera bestur“

Markvörðurinn ungi Elías Rafn Ólafsson gæti mögulega spilað sinn fyrsta A-landsleik þegar Ísland mætir Armeníu annað kvöld í undankeppni HM. Hann á í harðri samkeppni í landsliðinu sem og hjá Midtjylland sem er á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar.

Yngsti leik­maður Spánar frá upp­hafi

Hinn 17 ára gamli Pablo Gavira, kallaður Gavi, varð í kvöld yngsti leikmaður spænska A-landsliðsins í knattspyrnu frá upphafi er liðið tryggði sér sæti í úrslitum Þjóðadeildarinnar. Gavi hefur aðeins leikið sjö leiki fyrir aðallið Barcelona.

Fékk sömu með­ferð og Ron­aldo

Landon Donovan, einn besti knattspyrnumaður í sögu Bandaríkjanna, fékk styttu sér til heiðurs fyrir utan heimavöll LA Galaxy en hann lék með liðinu frá 2015 til 2014. Styttan minnir um margt á fræga styttu sem gerð var til heiðurs Cristiano Ronaldo.

Torres skaut Spánverjum í úrslit

Ferran Torres skoraði tvívegis er Spánn tryggði sér sæti í úrslitum Þjóðadeildarinnar með 2-1 sigri á Evrópumeisturum Ítalíu er liðin mættust á San Siro-vellinum í Mílanó-borg í kvöld.

Emil leikur aftur í Verónaborg

Emil Hallfreðsson mun spila í ítölsku C-deildinni í fóbolta í vetur með liði Virtus Verona. Þessi 37 ára gamli leikmaður skrifaði undir samning sem gildir út júní á næsta ári.

Síðasti leikur þjálfarans verður sá stærsti

Vilhjálmur Kári Haraldsson er í sérstakri stöðu í kvöld. Hann er að stýra Blikaliðinu í síðasta skiptið en um leið er liðið að spila sinn fyrsta leik í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Sif snýr heim en ekki víst að hún spili fyrir manninn sinn

Sif Atladóttir, landsliðsmiðvörður í fótbolta, heldur heim til Íslands í vetur eftir tólf ár í atvinnumennsku. Hún mun búa á Selfossi en segist ekki setja það fyrir sig að ferðast til æfinga á höfuðborgarsvæðinu fari svo að hún semji við félag þar.

Ásta Eir: „Þetta er náttúrulega bara stærsta sviðið“

Ásta Eir Árnadóttir, leikmaður Breiðabliks, spilaði með liðinu gegn Paris Saint-Germain fyrir tveimur árum og hún er aftur í liðinu þegar að PSG heimsækir Breiðablik í Meistaradeild Evrópu á morgun. Hún segir að bæði Blikar og PSG séu mep breytt lið frá því seinast, og að franska liðið sé jafnvel sterkara nú en þá.

Íslendingaliðin skiptu stigunum á milli sín

Benfica tók á móti Bayern München í fyrstu umferð D-riðils Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Hin kandadíska-íslenska Cloé Eyja Lacasse var í byrjunarliði Benfica og Glódís Perla Viggósdóttir var sömuleiðis í byrjunarliði Bayern þegar að liðin gerðu markalaust jafntefli.

City og United langdýrustu lið Evrópu

Nágrannaliðin frá Manchester, City og United, eru þau dýrustu í Evrópu samkvæmt útreikningum CIES Foot­ball Observatory. Manchester-liðin eru eru rúmum 200 milljónum punda fyrir ofan næsta lið á listanum.

Í liði vikunnar þrjár vikur í röð

Kanadíska knattspyrnukonan Shelina Zadorsky, miðvörður Tottenham Hotspur, hefur verið valin í lið vikunnar í ensku Ofurdeildinni þrjár vikur í röð, en hingað til hefur liðið aðeins leikið fjóra leiki á tímabilinu.

Andrarnir í hópnum eru báðir tæpir

Andri Fannar Baldursson og Andri Lucas Guðjohnsen eru báðir að glíma við meiðsli og Eiður Smári Guðjohnsen veit ekki hvort sonur sinn getur spilað í leikjunum sem eru framundan.

Svona var blaðamannafundur KSÍ

Vísir var með beina útsendingu og beina textalýsingu frá blaðamannafundi KSÍ þar sem Arnar Þór Viðarsson, þjálfari karlalandsliðsins í fótbolta, og Eiður Smári Guðjohnsen aðstoðarþjálfari sátu fyrir svörum.

Frá Kristianstad til Selfoss

Björn Sigurbjörnsson hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs Selfoss í fótbolta. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við félagið.

Jón Guðni með slitið krossband

Jón Guðni Fjóluson, leikmaður Hammarby, er með slitið krossband í hné og verður frá keppni næstu níu mánuðina.

„Við verðum að taka til og hagræða“

„Við vorum með stóran hóp og mikla umgjörð, og við verðum að taka til og hagræða,“ segir Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals. Ljóst er að karlalið Vals kveður að minnsta kosti fimm leikmenn eftir vonbrigðatímabil og mikil óvissa ríkir um markvörðinn Hannes Þór Halldórsson.

Sjá næstu 50 fréttir