Fleiri fréttir

Jóhann Berg og Ilkay Gündoğan í sama flokki

Íslenski landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson og þýski landsliðsmaðurinn Ilkay Gündoğan eru í sama flokki þegar lið þeirra hafa leikið fimm leiki í undankeppni HM 2022 sem fram fer í Katar.

Jóhann Berg klár í slaginn gegn Þjóðverjum

Íslenska karlandsliðið í knattspyrnu saknaði Jóhanns Bergs Guðmundssonar sárlega í leiknum gegn Norður-Makedóníu en mun endurheimta hann í leiknum gegn Þýskalandi á morgun.

Hefur áhrif á Ísland að vera án lykilmanna en þekki ekki ástæðurnar

Leon Goretzka, miðjubuff Bayern München og þýska landsliðsins, segir það að sjálfsögðu hafa áhrif á íslenska landsliðið að í það vanti lykilleikmenn. Hann kvaðst hins vegar ekki þekkja ástæður þess að þeir yrðu ekki með á Laugardalsvelli á morgun og vildi því ekki tjá sig um þær.

Norrköping tryggði sér væna sneið af Ísakskökunni

FC Kaupmannahöfn gæti þegar allt verður talið á endanum greitt 750 milljónir íslenskra króna fyrir Ísak Bergmann Jóhannesson og klásúla í samningi tryggir IFK Norrköping hlut í næstu sölu á knattspyrnumanninum unga.

Reus ekki með í fluginu til Íslands

Marco Reus skoraði eitt mark og lagði upp annað fyrir Þýskaland í 6-0 sigrinum gegn Armeníu á sunnudaginn en verður ekki með gegn Íslandi annað kvöld, í undankeppni HM í fótbolta.

Orri Freyr hættur með Þór | Ekki skorað í sjö leikjum í röð

Orri Freyr Hjaltalín hefur sagt starfi sínu lausu sem þjálfari Þórs Akureyrar í Lengjudeild karla í fótbolta. Þórsarar eru ekki enn sloppnir við falldrauginn þegar tvær umferðir eru eftir og þá hefur liðið ekki skorað í átta leikjum í röð.

Uppselt á leikinn við Þýskaland

Ljóst er að 3.600 áhorfendur gætu mætt á leik Íslands og Þýskalands á Laugardalsvelli annað kvöld, í undankeppni HM karla í fótbolta. Uppselt er á leikinn.

Gæti verið að endur­komu Ron­aldo seinki

Leiks Manchester United og Newcastle United er beðið með mikilli eftirvæntingu þar sem það er fyrsti leikur Man Utd síðan Cristiano Ronaldo skrifaði undir hjá félaginu. 

Forráðamenn PSG vongóðir um að Mbappé framlengi

Forráðamenn franska knattspyrnuliðsins Paris Saint-Germain eru vongóðir um að franski framherjinn Kylian Mbappé muni skrifa undir nýjan samning við félagið. Núverandi samningur leikmannsins rennur út eftir yfirstandandi tímabil.

Telja 0% líkur á að Ísland komist á HM

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta á enga möguleika á að komast í lokakeppni HM í Katar á næsta ári, samkvæmt spá íþróttatölfræðiveitunnar Gracenote.

Foreldrar krakkanna hjá Manchester United höguðu sér oft fáránlega

„Eitt það mikilvægasta sem þarf að hafa í huga er að börn eru ekki „lágvaxið, fullorðið fólk“. Þau eru mjög ólíkar verur,“ segir doktor Amanda Johnson, sjúkraþjálfari, sem er væntanleg til Íslands í vikunni vegna námskeiðs um þjálfun ungra íþróttaiðkenda.

Kominn aftur til Eng­lands eftir ránið í vor

Sænski landsliðsmarkvörðurinn Robin Olsen samdi við enska B-deildarliðið Sheffield United undir lok félagaskiptagluggans. Hann og fjölskylda hans eru enn að jafna sig eftir skelfilega lífsreynslu sem þau urðu fyrir í vor.

Mikael Egill spilar með U-21 lands­liðinu á þriðju­dag

Mikael Egill Ellertsson verður í leikmannahópi íslenska U-21 árs landsliðsins í knattspyrnu er það tekur á móti Grikklandi á morgun, þriðjudag. Hann verður því ekki í íslenska landsliðshópnum sem mætir Þýskalandi á miðvikudag.

Ber engan kala til Klöru eftir umdeilda uppsögn: „Afleiðing af margra ára karlaveldi“

Gunný Gunnlaugsdóttir, fyrrum starfsmaður KSÍ, var sagt upp störfum hjá sambandinu af Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra þess, árið 2016 þegar hún var gengin átta mánuði á leið með sitt fyrsta barn. Gunný segist ekki bera kala til Klöru vegna málsins og að hún sé að vinna öflugt starf á vinnustað sem einkennist af karllægri menningu.

Leik aflýst vegna valdaránstilraunar

Fyrirhuguðum leik Gíneu og Marókkó í undankeppni HM karla sem átti að fara fram á morgun var aflýst vegna valdaránstilraunar í Gíneu. Marokkómenn hafa yfirgefið landið.

Messi skilur ekkert í máli kvöldsins

Argentínska stjarnan Lionel Messi var ekki skemmt þegar leik landsliðs hans við Brasilíu í São Paulo var hætt vegna brota liðsfélaga hans á sóttvarnarlögum landsins.

„Ég hef aldrei verið svona reiður“

Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari sagði að íslenska liðið yrði að virða stigið sem þeir náðu í gegn Norður Makedóníu í dag, sérstaklega í því ljósi að frammistaðan hefði ekki verið góð í 65 mínútur í leiknum.

Þjóðverjar koma fullir sjálfstrausts til Íslands

Þýskaland fór á topp J-riðils í undankeppni HM karla í fótbolta með 6-0 sigri á Armeníu í kvöld. Ísland er í fimmta sæti riðilsins og fær Þjóðverja í heimsókn í næstu umferð.

Sjá næstu 50 fréttir