Fleiri fréttir

Jóhann Berg: Gríðar­legt svekk­elsi

„Bara gríðarlegt svekkelsi. Fannst fyrri hálfleikurinn flottur hjá okkur, við fáum gott færi sem við klárum á venjulegum degi. Þá er þetta allt annar leikur,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson, fyrirliði Íslands, eftir svekkjandi 0-2 tapi gegn Rúmeníu í undankeppni HM í kvöld.

Englendingar á toppi I-riðils eftir öruggan sigur

Ungverjar tóku á móti Englendingum í toppslag I-riðils í undankeppni HM 2022 sem fram fer í Katar. Raheem Sterling, Declan Rice og nafnarnir Harry Kane og Maguire sáu um markaskorun Englendinga í 3-0 sigri.

Ekkert VAR á Laugardalsvelli í kvöld

Ekki verður notast við myndbandsdómgæslu þegar að Ísland tekur á móti Rúmenum á Laugardalsvelli í kvöld. Sérstakir VAR dómarar frá Rússlandi áttu að sjá um myndbandsdómgæslu í kvöld, en bilun í tæknibúnaði UEFA kemur í veg fyrir það.

Xhaka með veiruna

Granit Xhaka, miðvallar leikmaður Arsenal og svissneska landsliðsins, greindist með Covid-19 í gær, miðvikudag.

„Maður biður þá bara um að gefa allt sitt“

Kári Árnason segir að íslenska landsliðið verði að leggja allt í sölurnar gegn Rúmeníu í kvöld ætli liðið sér að eiga möguleika á að komast á Heimsmeistaramótið í fótbolta í Katar.

„Kemur mér jafnmikið á óvart og öllum öðrum“

„Ég er auðvitað bara eins og allir aðrir ofboðslega leiður og sorgmæddur yfir þessu öllu saman. Öll mín samskipti og kynni af þessum strákum hafa verið af góðu einu,“ segir Heimir Hallgrímsson, fyrrverandi þjálfari karlalandsliðs Íslands í fótbolta.

Var drullusama um sjöuna hjá Man. Utd. og kennir Van Gaal um allt

Ángel Di María segir að sér hafi verið drullusama um hina frægu treyju númer sjö hjá Manchester United sem hann klæddist á eina tímabilinu sem hann lék með liðinu. Þá kennir Argentínumaðurinn Louis van Gaal um ófarir sínar hjá United.

Ungir iðkendur í áfalli og segist skynja viðhorfsbreytingu

Erfitt hefur reynst að vinna gegn eitraðri menningu sem er rótgróin innan íþrótta karla. Umræða síðustu daga mun þó vonandi flýta fyrir breytingu þar á. Þetta segir Daði Rafnsson, fagstjóri Afrekssviðs Menntaskólans í Kópavogi, yfirmaður knattspyrnuþróunnar í HK og doktorsnemi í sálfræði við Háskólann í Reykjavík.

Bras, brandari eða björt framtíð í Barcelona?

Skipti Frakkans Antoine Griezmann til fyrra félags síns Atlético Madrid frá Barcelona sýnir fram slæmt ástand síðarnefnda félagsins. Lokadagur félagsskiptagluggans í gær einkenndist af ringulreið og neyðarútsölu hjá félaginu.

Hættir eftir tímabilið

Sigurbjörn Hreiðarsson mun ekki halda þjálfun Grindavíkur áfram þegar yfirstandandi leiktíð lýkur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu í kvöld.

Ronaldo markahæsti landsliðsmaður sögunnar

Cristiano Ronaldo varð í kvöld markahæsti landsliðsmaður karla í fótbolta í sögunni. Tvö mörk hans fyrir Portúgal í 2-1 sigri á Írlandi komu honum efst á þann lista.

Lyon í fínni stöðu í Meistaradeildinni

Lyon, lið landsliðsfyrirliðans Söru Bjarkar Gunnarsdóttur, vann 2-1 sigur á Levante frá Spáni í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta á Spáni í kvöld. Liðin mætast að nýju í Frakklandi eftir viku.

Mark Hålands ekki nóg gegn Hollandi

Noregur og Holland skildu jöfn 1-1 á Ullevaal-leikvanginum í Osló í undankeppni HM karla í fótbolta í kvöld. Bæði lið elta Tyrki í riðlinum.

Kári: Þetta er svolítið öfgafullt

Kári Árnason, landsliðsmaður Íslands í fótbolta og leikmaður Víkings frá Reykjavík, segir strembið að koma inn í landsliðsverkefni við þær kringumstæður sem uppi eru. Bæði formaður og stjórn KSÍ hafa sagt af sér í vikunni vegna brota manna í landsliðinu.

Vilhjálmur Kári: Við klárum þetta á heimavelli

Vilhjálmur Kári Haraldsson, þjálfari Breiðabliks var sáttur með frammistöðuna sem lið hans sýndi í Króatíu í dag. Breiðablik gerði 1-1 jafntefli við Króatíumeistara Osijek í fyrri leik umspils um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu.

Svava og stöllur í ágætis stöðu þrátt fyrir tap

Landsliðskonan Svava Rós Guðmundsdóttir spilaði síðustu 25 mínúturnar er lið hennar Bordeaux frá Frakklandi tapaði 3-2 fyrir þýska stórliðinu Wolfsburg í fyrri leik umspils um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta.

United sækir um undanþágu fyrir Ronaldo

Enska fótboltafélagið Manchester United hefur sótt um undanþágu til ensku úrvalsdeildarinnar svo stjarnan Cristiano Ronaldo, sem gekk í raðir félagsins í gær, geti borið sína frægu sjöu á bakinu.

Við það að fá tauga­á­fall í fangelsinu

Benjamin Mendy, leikmaður Manchester City, er við það að fá taugaáfall í HMP Altcourse-fangelsinu. Þar bíður hann dóms eftir að hafa verið ákærður fyrir fjölda kynferðisbrota. 

Reynslu­boltarnir úr Pepsi Max deildinni

Eftir erfiða byrjun Íslands í undankeppni HM 2022 í fótbolta er ljóst að Ísland er með bakið upp við vegg innanvallar jafnt sem utan vegna þeirra ofbeldis- og kynferðisbrotamála sem hafa litið dagsins ljós á undanförnum dögum og vikum.

Kári lét sér fátt um finnast um útspil Tólfunnar

Kári Árnason, aldursforseti fótboltalandsliðsins, segir að leikmenn liðsins verði að einbeita sér að fullum krafti að landsleiknum við Rúmeníu á morgun, þó að allir verði varir við umræðuna um liðið síðustu daga. Hann hafði lítið að segja um útspil Tólfunnar sem ætlar að þegja fyrstu ellefu mínútur leiksins.

Arnar: Treystum á að þeir eldri haldi utan um þá yngri

Landsliðsþjálfarar Íslands, Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen, ræddu við reynsluboltana í íslenska landsliðinu í gær en þeirra hlutverk er sérstakt í komandi verkefni vegna stormsins sem nú gengur yfir Laugardalinn.

Svona var blaðamannafundur KSÍ

Vísir var með beina sjónvarpsútsendingu og textalýsingu frá blaðamannafundi KSÍ. Fundurinn hófst klukkan 12:45.

Sjá næstu 50 fréttir