Fleiri fréttir

Barcelona reynir að losa sig við Coutinho

Brasilíumaðurinn Coutinho gæti verið á leið frá Barcelona en félagið er sagt vilja losa sig við leikmanninn til að skera niður launakostnað hjá félaginu.

Gerd Muller er látinn

Einn mesti markaskorari allra tíma, hinn þýski Gerd Muller, er látinn 75 ára að aldri en frá þessu var greint á Twitter síðu FC Bayern nú fyrir skömmu.

Liverpool fordæmir hegðun stuðningsmanna

Liverpool vann góðan sigur á Norwich í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í gær. Stuðningsmenn liðanna fengu að mæta á völlinn en sumir stuðningsmanna Liverpool gerðust sekir um slæma hegðun.

Barca skuldar Messi 52 milljónir evra

Lionel Messi virðist ætla að halda áfram að hafa áhrif á fjárhaginn hjá FC Barcelona þrátt fyrir að hafa yfirgefið félagið. Hann á inni milljarða í ógreidd laun hjá spænsku risunum.

Lið Guðmundar bar sigurorð af Beckham og félögum

Guðmundur Þórarinsson kom inn á í hálfleik þegar lið hans New York City FC vann góðan 2-0 sigur gegn Inter Miami í MlS deildinni í nótt. Þá var Arnór Ingvi Traustason í byrjunarliði New England Revolution.

Gunnhildur Yrsa lék í jafnteflisleik

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og stöllur hennar í Orlando Pride gerðu í nótt jafntefli við topplið Portland Thorns í bandarísku atvinnumannadeildinni í knattspyrnu.

Real Madrid skellti Alaves á útivelli - Benzema með tvö

Real Madrid bar sigurorð af Alaves í fyrstu umferð spænsku deildarinnar í kvöld. Karim Benzema gerði virkilega vel í kvöld og setti tvö mörk. Þá var Gareth Bale í byrjunarliði liðsins sem vann sigur í fyrsta leik tímabilsins 1-4.

PSG sigraði Strasbourg á heimavelli

Paris Saint Germain sigraði í kvöld lið Strasbourg í frönsku úrvalsdeildinni. Parísarliðið var án Neymar og einnig án nýjasta liðsmannsins, Lionel Messi. Lokatölur leiksins 4-2 í leik sem hefði aldrei átt að verða eins jafn og hann varð.

Haaland sökkti Eintracht Frankfurt

Borussia Dortmund fékk Eintracht Frankfurt í heimsókn í dag í fyrstu umferð þýsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu. Erling Braut-Haaland stal að venju senunni með frábærum leik.

Jafntefli í íslendingaslag AIK og Kristianstad

Það var sannkallaður íslendingaslagur í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag þegar að AIK fékk Elísabetu Gunnarsdóttir og Kristianstad í heimsókn. Hallbera Guðný Gísladóttir var í byrjunarliði AIK og bar þar að auki fyrirliðabandið. Hjá Kristianstad voru bæði Sveindís Jane Jónsdóttir og Sif Atladóttir í byrjunarliðinu.

Jóhann Berg lék allan leikinn í tapi

Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley máttu þola tap á heimavelli í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag þegar að liðið mætti Brighton.

Auðvelt hjá Chelsea í fyrsta leik

Chelsea unnu í dag þægilegan sigur Crystal Palace í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar 3-0 þar sem gestirnir sáu aldrei til sólar.

Fyrsti sigur Brentford í efstu deild í 74 ár

Brentford tók á móti Arsenal í opnunarleik ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Lokatölur 2-0, heimamönnum í vil, en þetta var fyrsti leikur Brentford í efstu deild síðan í maí árið 1947.

Emil Hallfreðsson í nýtt félag á Ítalíu

Emil Hallfreðsson er búinn að finna sér nýtt lið á Ítalíu. Þessi 37 ára knattspyrnumaður gengur í raðir Sona Calcio í D-deildinni frá Padova í C-deildinni.

Leikur Breiða­bliks og ÍA færður til mánu­dags

Breiðablik fær örlítið lengri hvíld eftir Skotlandsferðina þar sem liðið beið lægri hlut gegn Aberdeen. Liðið átti að leika strax á sunnudag en nú hefur leikurinn verið færður fram á mánudag.

Ég veit ekki með þetta rauða spjald

Farið var yfir rauða spjaldið sem Jónatan Ingi Jónsson fékk í 0-1 tapi FH gegn ÍA í Mjólkurbikarmörkunum. FH-ingar voru manni færri síðasta hálftímann og tókst ekki að jafna metin. ÍA er því komið áfram í 8-liða úrslit bikarsins.

Van Dijk skrifar undir til 2025

Hollenska varnartröllið Virgil van Dijk hefur skrifað undir nýjan samning hjá enska knattspyrnufélaginu Liverpool. Hann er nú samningsbundinn Bítlaborginni til ársins 2025.

Sjáðu mörkin er Blikar féllu úr leik í Skot­landi

Breiðablik tapaði með eins marks mun gegn Aberdeen í síðari leik liðanna í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu. Aberdeen vann einvígið samtals 5-3 en Blikar stóðu svo sannarlega upp í hárinu á einu besta liði Skotlands.

Birkir Bjarna á­fram í bláu er hann heldur til Tyrk­lands

Birkir Bjarnason, landsliðsmaður Íslands í knattspyrnu, hefur samið til tveggja ára við Adana Demirspor í Tyrklandi. Liðið leikur í efstu deild eftir að hafa unnið B-deildina á síðustu leiktíð. Fyrsti leikur tímabilsins er núna á sunnudaginn gegn stórliði Fenerbahçe.

FH með tveggja stiga forskot á toppi Lengjudeildarinnar

Fjórir leikir fóru fram í Lengjudeild kvenna í kvöld. FH náði tveggja stiga forskoti á toppnum með 1-0 sigri gegn ÍA á meðan að KR gerði 3-3 jafntefli gegn Grindavík. Afturelding fer upp í annað ætið eftir 4-2 sigur gegn Gróttu og HK lyfti sér upp úr fallsæti með 2-1 sigri gegn Haukum.

Óskar Hrafn: Fengum færin til að komast yfir

Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks var ánægður með frammistöðu sinna manna í einvíginu gegn Aberdeen í Sambandsdeild Evrópu þar sem Skotarnir fóru áfram eftir 5-3 sigur samanlagt.

Sjá næstu 50 fréttir