Fleiri fréttir

Wales og Sviss skiptu stigunum á milli sín

Wales og Sviss mættust í fyrsta leik dagsins á EM fyrr í dag. Svisslendingar komust yfir snemma í seinni hálfleik, en Kieffer Moore jafnaði metin fyrir Walesverja þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka. Niðurstaðan 1-1 jafntefli og liðin því bæði með eitt stig.

Nuno Espirito Santo líklegasti eftirmaður Ancelotti

Nuno Espirito Santo þykir nú ansi líklegur til að taka við stjórnartaumunum í herbúðum Everton. Nuno stýrði Wolves í fjögur ár frá árinu 2017, en lét af störfum eftir nýliðið tímabil.

Kevin De Bruyne ekki með Belgum í fyrsta leik

Kevin De Bruyne ferðaðist ekki með belgíska landsliðinu til Rússlands þar sem þeir mæta heimamönnum í fyrsta leik liðsins á Evrópumótinu. De Bruyne nefbrotnaði í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í síðasta mánuði.

Sjáðu mörkin fimm úr sigri íslensku stelpnanna gegn Írum

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu tók á móti því írska á Laugardalsvelli í gær. Niðurstaðan varð 3-2 sigur íslenska liðsins, en Agla María Albertsdóttir, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir sáu um markaskorun Íslands.

„Grín að láta Suarez fara“

Jordi Alba, bakvörður Barcelona, skilur ekkert í forráðamönnum Barcelona að hafa látið Luis Suarez fara frá félaginu síðasta sumar en Úrúgvæinn skipti til Atletico Madrid.

Ítalir rúlluðu yfir Tyrki

Ítalir byrja Evrópumótið af krafti en þeir unnu 3-0 sigur á Tyrkjum í opnunarleiknum á 16. Evrópumótinu í fótbolta karla. Spilað var í Róm.

Vill sjá beittari sóknarleik

Þorsteinn Halldórsson vill sjá íslenska liðið spila beittari sóknarleik gegn Írlandi en það gerði gegn Ítalíu í fyrstu leikjunum undir hans stjórn.

„Alltaf megastress að spila þessa leiki“

Á meðan að sjálfir leikdagar Íslands á EM í Frakklandi 2016 voru eiginlega þægilegustu dagarnir fyrir þjálfarann Heimi Hallgrímsson þá segir Kári Árnason því alltaf fylgja „megastress“ að eiga fyrir höndum leik við stórþjóð.

Besta frammistaða leikmanna í sögu EM

Sextánda Evrópumótið í fótbolta karla hefst í dag með leik Ítalíu og Tyrklands á Ólympíuleikvanginum í Róm. Í tilefni af því að EM er að fara af stað valdi Vísir bestu frammistöðu leikmanna á einstökum mótum í sögu keppninnar.

Hörð keppni um gullskóinn á EM

Harry Kane, Romelu Lukaku og Kylian Mbappé eru efstir á blaði hjá veðbönkum yfir þá sem eru taldir líklegastir til að vinna gullskóinn á Evrópumótinu í fótbolta.

Maguire gæti verið með á EM eftir allt saman

Harry Maguire, miðvörður Manchester United og enska landsliðsins, hefur hafið æfingar með enska landsliðinu og gæti náð Evrópumótinu í knattspyrnu eftir allt saman.

Úkraína þarf að breyta treyjunni fyrir EM

Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, hefur skikkað Úkraínu til að breyta treyju sinni áður en Evrópumótið í knattspyrnu hefst á morgun. Ástæðan eru kvartanir Rússa yfir slagorðum og útlínum sem tákna Úkraínu á treyjunni.

Dort­mund neitaði til­boði Man Utd í Sancho

Þýska knattspyrnufélagið Borussia Dortmund hafnaði í kvöld 67 milljón punda tilboði enska félagsins Manchester United í enska vængmanninn Jadon Sancho. Þýska félagið vill 77.5 milljónir punda fyrir leikmanninn.

Xavi tilbúinn að taka við Barcelona

Xavi Hernandez segist nú vera klár í það að taka við liði Barcelona og segir að það yrðu forréttindi fyrir hann að fá að þjálfa sinn gamla liðsfélaga Lionel Messi.

Liðin sem gætu komið á óvart á EM

Evrópumótið 2020 hefst á morgun með leik Ítalíu og Tyrklands á Ólympíuleikvanginum í Róm. Vísir fer yfir liðin sem gætu komið á óvart á mótinu.

Sjá næstu 50 fréttir