Fleiri fréttir

Myndband: Suarez beit frá sér

Luis Suarez var í aðalhlutverki í 2-2 jafntefli Liverpool og Chelsea. Suarez skoraði mark, lagði upp mark, fékk dæmt á sig víti auk þess sem hann beit Branislav Ivanovic, leikmann Chelsea, í höndina.

Mancini: Ótrúlegt að við skyldum tapa þessum leik

Roberto Mancini átti erfitt með að útskýra tap sinna manna í Manchester City gegn Tottenham í dag. Liðið tapaði 3-1 eftir að hafa náð forystunni á 5. mínútu leiksins með marki frá Samir Nasri.

Hertha Berlín í efstu deild á ný

Stuðningsmenn Herthu frá Berlín geta fagnað í dag því liðið mun endurnýja kynni sín við Bundesliguna á næstu leiktíð.

Bale: Viljum leika í Meistaradeildinni

Gareth Bale og Jermain Defoe, leikmenn Tottenham, voru kampakátir með 3-1 sigur gegn Manchester City í dag. Þeir voru báðir á skotkónum í dag og á Tottenham nú góðan möguleika á meistaradeildarsæti.

United getur orðið meistari á morgun

Tap Manchester City gegn Tottenham á White Hart Lane í Lundúnum í dag gerir það að verkum að grannarnir í United geta tryggt sér Englandsmeistaratitilinn í knattspyrnu annað kvöld.

Myndi heldur ekki velja Neville í liðið mitt

Luis Suarez hjá Liverpool kemur til greina sem besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar að mati leikmanna. Suarez er einn sex leikmanna sem tilnefndir eru fyrir athöfnina sem fram fer í kvöld.

Í hóp með Ásthildi og Þóru

Systurnar Hugrún Lilja og Sigrún Inga Ólafsdætur skoruðu fyrir KR í 5-1 sigrinum á HK/Víkingi í Lengjubikar kvenna í gær. Áratugur er síðan systur skoruðu fyrir meistaraflokk KR í sama leiknum.

Lokaflautið ein besta stund lífs míns

Paolo Di Canio, knattspyrnustjóri Sunderland, hefur unnið sér inn gríðarlegar vinsældir meðal stuðningsmanna Sunderland eftir frábært gengi í fyrstu leikjum liðsins undir hans stjórn. Sunderland hefur unnið síðustu tvo leiki í deildinni eftir að hann tók við stjórnartaumunum og er á góðri leið með að bjarga sér frá falli.

Gamla konan hafði betur

Arturo Vidal skoraði eina markið úr vítaspyrnu þegar Juventus vann 1-0 sigur á AC Milan í stórleik kvöldsins í ítölsku knattspyrnunni.

Suarez enn á milli tannanna á fólki

Luis Suarez tryggði Liverpool 2-2 jafntefli gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í dag. Suarez skoraði með skalla á sjöundu mínútu í viðbótartíma og bjargaði stigi fyrir þá rauðklæddu.

Ótrúleg endurkoma Tottenham

Tottenham lagði Manchester City af velli 3-1 á White Hart Lane í ensku úrvalsdeildinni í dag. Samir Nasri kom City yfir í fyrri hálfleik með marki á 5. mínútu. Hann fékk góða sendingu frá James Milner og renndi boltanum í fjærhornið.

Þú getur ekki spilað golf alla daga

Harry Redknapp viðurkenndi eftir 2-0 tap QPR gegn Stoke í ensku úrvalsdeildinni í dag að möguleiki liðsins á að halda sér uppi væri lítill sem enginn.

Mark Arons dugði ekki

Aron Jóhannsson skoraði í öðrum leiknum í röð fyrir AZ Alkmaar sem mátti sætta sig við 3-1 tap á heimavelli gegn PSV Eindhoven í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Miðbróðirinn til FH

Englendingurinn Dominic Furness mun á mánudaginn skrifa undir samning við FH. Þetta staðfesti Heimir Guðjónsson þjálfari liðsins við 433.is í dag.

Skriðu í undanúrslit

Íslandsmeistararnir í Þór/KA tryggðu sér síðasta sætið í undanúrslitum Lengjubikars kvenna með 3-0 sigri á FH í Boganum í dag.

Aukaspyrnumark hjá Ara Frey

Ari Freyr Skúlason var á skotskónum með Sundsvall þegar liðið lagði Varberg 4-0 í b-deild sænsku knattspyrnunnar í dag.

Guðný Björk á skotskónum

Guðný Björk Óðinsdóttir skoraði síðara mark Kristianstad í 2-1 útisigri á Mallbacken í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Stórt tap í fyrsta leik

Hólmfríður Magnúsdóttir skoraði mark Avaldsnes sem steinlá á útivelli gegn Lilleström í fyrstu umferð norsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag.

Staða Björns og félaga slæm

Björn Bergmann Sigurðarson og félagar í liði Úlfanna töpuðu 2-1 á útivelli gegn Charlton í 44. umferð Championship-deildarinnar í knattspyrnu í dag.

Buðum mikla peninga í Gylfa

Brian McDermott, fyrrverandi þjálfari enska úrvalsdeildarliðsins Reading, er í ítarlegu viðtali við Dailymail um helgina.

Fabregas hetja Börsunga

Barcelona vann 1-0 sigur á Levante í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Cesc Fabregas skoraði sigurmarkið skömmu fyrir leikslok.

Tvö rauð í tæpum sigri Arsenal

Arsenal vann nauman 1-0 sigur á Fulham í Lundúnarslag í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Tvö rauð spjöld fóru á loft í leiknum.

Ákvað að sleppa mér alveg

Aron Einar Gunnarsson og félagar í Cardiff tryggðu sér sæti í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð í vikunni. Landsliðsfyrirliðinn hefur aldrei leikið betur og segist tilbúinn að spila fótbolta með þeim bestu.

Aron Einar og Heiðar deildarmeistarar

Cardiff tryggði sér í dag deildarmeistaratitilinn í Championship-deildinni með 1-1 jafntefli gegn Burnley á Turf Moor. Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn með Cardiff.

Bann Balotelli stytt um einn leik

Bann Mario Balotelli, leikmanns AC Milan, hefur verið stytt um einn leik en hann missir samt af leiknum gegn Ítalíumeisturum Juventus á sunnudaginn.

Pétur er stoltur af mér

Alfreð Finnbogason segir að það sé mikill heiður fyrir sig að hafa náð að skrifa sig inn í íslenska knattspyrnusögu í kvöld.

Start skildi Vålerenga eftir í fallsæti

Guðmundur Kristjánsson og Matthías Vilhjálmsson voru báðir í byrjunarliði Start sem unnu góðan 1-0 sigur á Vålerenga í norsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Alfreð bætti met Péturs

Alfreð Finnbogason er búinn að bæta 33 ára gamalt markamet Péturs Péturssonar en það gerði hann með því að skora í leik Heerenveen gegn Ajax, toppliði hollensku úrvalsdeildarinnar, í kvöld.

Stjarnan sló út FH-inga

Stjarnan er komin áfram í undanúrslit Lengjubikarkeppni karla eftir 3-1 sigur á FH í Garðabænum í kvöld.

AEK fallið úr grísku úrvalsdeildinni

AEK féll í dag úr efstu deild í Grikklandi í fyrsta sinn í sögu félagsins. Það var staðfest þegar að þrjú stig voru dregin af liðinu af aganefnd grísku úrvalsdeildarinnar.

Spilltir dómarar þáðu vændi

Dómarartríó frá Líbanon er sakað um að hafa þegið vændi í skiptum fyrir að hagræða úrslitum í leik í Asíubikarnum á dögunum.

Völler staðfestir viðræður við Chelsea

Andre Schürrle gæti verið á leiðinni til enska úrvalsdeildarliðsins Chelsea í sumar. Íþróttastjóri Bayer Leverkusen hefur staðfest viðræður félaganna.

Bale og Hazard tilnefndir í báðum flokkum

Tilkynnt hefur verið hvaða sex leikmenn koma til greina sem knattspyrnumaður ársins og efnilegasti leikmaður ársins á Englandi. Það eru samtök atvinnuknattspyrnumanna á Englandi sem standa að kjörinu.

Leikið gegn Færeyingum í 25. skipti

Knattspyrnusambönd Íslands og Færeyja hafa komist að samkomulagi um að karlalandslið þjóðanna leiki vináttulandsleik á Laugardalsvelli þann 14. ágúst.

Ég átti að verða næsti Pele

"Þegar fjórtán ára dreng er líkt við Pele búast allir við því að hann fari inn á völlinn og stjórni leiknum frá upphafi til enda.“

Sjá næstu 50 fréttir