Fótbolti

Start skildi Vålerenga eftir í fallsæti

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Fedrelandsvennen
Guðmundur Kristjánsson og Matthías Vilhjálmsson voru báðir í byrjunarliði Start sem unnu góðan 1-0 sigur á Vålerenga í norsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Vålerenga hefur byrjað skelfilega í upphafi tímabils. Liðið hefur unnið einn en tapað fjórum og er í næstneðsta sæti deildarinnar.

Eina liðið sem hefur byrjað verr eru sjálfir Noregsmeistararnir en Molde hefur tapað öllum fjórum leikjum sínum til þessa.

Fyrir tímabilið reiknuðu flestir með því að Molde og Vålerenga yrðu í toppbaráttu norsku úrvalsdeildarinnar í ár.

Nýliðar Start eru hins vegar enn ósigraðir og með átta stig í fjórða sæti deildarinnar. Þeir Guðmundur og Matthías spiluðu báðir allan leikinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×