Fótbolti

Alfreð bætti met Péturs

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alfreð Finnbogason í leik með Heerenveen.
Alfreð Finnbogason í leik með Heerenveen. Nordic Photos / Getty Images

Alfreð Finnbogason er búinn að bæta 33 ára gamalt markamet Péturs Péturssonar en það gerði hann með því að skora í leik Heerenveen gegn Ajax, toppliði hollensku úrvalsdeildarinnar, í kvöld. Liðin skildu jöfn, 1-1.

Alfreð er nú kominn með 24 mörk í Hollandi í vetur en Pétur skoraði 23 mörk fyrir Feyenoord tímabilið 1979-80.

Enginn Íslendingur hefur nú skorað fleiri mörk í efstu deild, hvorki hér á landi eða í Evrópu, en Alfreð sem hefur verið sjóðheitur í Hollandi allt tímabilið.

Markið skoraði Alfreð á 53. mínútu og jafnaði hann þar með metin fyrir Heerenveen. Hann hafði fengið ágætt færi í stöðunni 0-0 en nýtti það ekki.

Alfreð var valinn maður leiksins og var skipt af velli í lok venjulegs leiktíma. Heerenveen er í sjöunda sæti deildarinnar með 42 stig en Ajax er á toppnum með 67 stig og sex stiga forystu á næsta lið.

Kolbeinn Sigþórsson var í byrjunarliði Ajax og var tekinn af velli á 82. mínútu.

Flest deildarmörk íslensks leikmanns á einu tímabili í efstu deild í Evrópu:

24 - Alfreð Finnbogason, Heerenveen 2012-2013
23 - Pétur Pétursson, Feyenoord 1979-1980
21 - Atli Eðvaldsson, Fortuna Düsseldorf 1982-1983
19 - Arnór Guðjohnsen, Anderlecht 1986-87
19 - Teitur Þórðarson, Lens 1981-82
18 - Arnar Grétarsson, Lokeren 2002-03
18 - Veigar Páll Gunnarsson, Stabæk 2006Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.