Pétur er stoltur af mér Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. apríl 2013 21:36 Nordic Photos / Getty Images Alfreð Finnbogason segir að það sé mikill heiður fyrir sig að hafa náð að skrifa sig inn í íslenska knattspyrnusögu í kvöld. Alfreð skoraði mark Heerenveen í 1-1 jafntefli gegn Ajax og þar með sitt 24. mark á tímabilinu. Enginn Íslendingur hefur skorað fleiri mörk í efstu deild en gamla metið setti Pétur Pétursson fyrir 33 árum síðan. „Ég er mjög stoltur af þessu. Maður áttar sig kannski ekki á þessu öllu saman í dag en kannski kemur það í ellinni, þegar maður lítur til baka,“ sagði Alfreð í samtali við Vísi í kvöld. Pétur þjálfaði Alfreð hjá Breiðabliki á sínum tíma þegar sá fyrrnefndi var þjálfari 2. flokks. Hann var einnig aðstoðarþjálfari A-landsliðsins þegar að Alfreð steig sín fyrstu spor þar. „Hann þjálfaði mig í þrjú ár og ég hef engan sérstakan móral yfir því að slá metið hans,“ sagði Alfreð í léttum dúr. „En hann er búinn að senda mér skilaboð og er stoltur af mér.“ En skyldi Pétur hafa kennt honum allt sem hann kann í þessum fræðum? „Þetta er klassísk spurning og hann á vissulega sinn þátt í þessu. En það er gott að vera með þjálfara sem skilur hlutverkið manns,“ segir Alfreð en núverandi þjálfari hans er Marco van Basten, einn besti sóknarmaður allra tíma. „Maður reynir bara að kroppa sem mest af þeim og njóta þess að spila undir hans stjórn á meðan þessu varir. Ég gæti ekki verið ánægðari.“ Heerenveen er í sjöunda sæti hollensku deildarinnar og í góðri stöðu fyrir umspilskeppni um Evrópusæti. Þangað fara liðin sem lenda í 5.-8. sæti deildarinnar. „Tímabilið gæti því lengst um tvær vikur. Við stefnum að því að komast í þessa keppni.“ Fótbolti Tengdar fréttir Alfreð bætti met Péturs Alfreð Finnbogason er búinn að bæta 33 ára gamalt markamet Péturs Péturssonar en það gerði hann með því að skora í leik Heerenveen gegn Ajax, toppliði hollensku úrvalsdeildarinnar, í kvöld. 19. apríl 2013 19:19 Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Sjá meira
Alfreð Finnbogason segir að það sé mikill heiður fyrir sig að hafa náð að skrifa sig inn í íslenska knattspyrnusögu í kvöld. Alfreð skoraði mark Heerenveen í 1-1 jafntefli gegn Ajax og þar með sitt 24. mark á tímabilinu. Enginn Íslendingur hefur skorað fleiri mörk í efstu deild en gamla metið setti Pétur Pétursson fyrir 33 árum síðan. „Ég er mjög stoltur af þessu. Maður áttar sig kannski ekki á þessu öllu saman í dag en kannski kemur það í ellinni, þegar maður lítur til baka,“ sagði Alfreð í samtali við Vísi í kvöld. Pétur þjálfaði Alfreð hjá Breiðabliki á sínum tíma þegar sá fyrrnefndi var þjálfari 2. flokks. Hann var einnig aðstoðarþjálfari A-landsliðsins þegar að Alfreð steig sín fyrstu spor þar. „Hann þjálfaði mig í þrjú ár og ég hef engan sérstakan móral yfir því að slá metið hans,“ sagði Alfreð í léttum dúr. „En hann er búinn að senda mér skilaboð og er stoltur af mér.“ En skyldi Pétur hafa kennt honum allt sem hann kann í þessum fræðum? „Þetta er klassísk spurning og hann á vissulega sinn þátt í þessu. En það er gott að vera með þjálfara sem skilur hlutverkið manns,“ segir Alfreð en núverandi þjálfari hans er Marco van Basten, einn besti sóknarmaður allra tíma. „Maður reynir bara að kroppa sem mest af þeim og njóta þess að spila undir hans stjórn á meðan þessu varir. Ég gæti ekki verið ánægðari.“ Heerenveen er í sjöunda sæti hollensku deildarinnar og í góðri stöðu fyrir umspilskeppni um Evrópusæti. Þangað fara liðin sem lenda í 5.-8. sæti deildarinnar. „Tímabilið gæti því lengst um tvær vikur. Við stefnum að því að komast í þessa keppni.“
Fótbolti Tengdar fréttir Alfreð bætti met Péturs Alfreð Finnbogason er búinn að bæta 33 ára gamalt markamet Péturs Péturssonar en það gerði hann með því að skora í leik Heerenveen gegn Ajax, toppliði hollensku úrvalsdeildarinnar, í kvöld. 19. apríl 2013 19:19 Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Sjá meira
Alfreð bætti met Péturs Alfreð Finnbogason er búinn að bæta 33 ára gamalt markamet Péturs Péturssonar en það gerði hann með því að skora í leik Heerenveen gegn Ajax, toppliði hollensku úrvalsdeildarinnar, í kvöld. 19. apríl 2013 19:19