Enski boltinn

Bale: Viljum leika í Meistaradeildinni

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Gareth Bale í baráttunni í dag.
Gareth Bale í baráttunni í dag. Getty Images
Gareth Bale og Jermain Defoe, leikmenn Tottenham, voru kampakátir með 3-1 sigur gegn Manchester City í dag. Þeir voru báðir á skotkónum í dag og á Tottenham nú góðan möguleika á meistaradeildarsæti.

„Við vissum að þetta yrði erfiður leikur gegn frábæru liði. Við sýndum hins vegar frábæran karakter í lok leiks. Það skiluðu allir sínu,“ sagði Defoe.

„Sem framherji þá viltu skora mörk. Það sem skiptir þó mestu máli er að ná þremur stigum. Það er frábært ef þér tekst að gera bæði.“

Bale segir að liðið hafi breytt um taktík í hálfleik og nýtt kantana betur. „Við töluðum saman í hálfleik um taktíkina. City var ekki að spila með vængmenn þannig að þetta var mjög þétt á miðjunni. Stjórinn sagði mér að færa mig meira út á kant og það virkaði mjög vel. Jöfnunarmarkið gaf okkur og stuðningsmönnum trú,“ segir Bale.

„Tottenham tekur skref áfram á hverju ári. Leikmennirnir vilja leika í Meistaradeildinni og við sýndum það í dag.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×