Fótbolti

Mark Arons dugði ekki

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Aron og Jóhann Berg fagna marki þess síðarnefnda í síðasta leik.
Aron og Jóhann Berg fagna marki þess síðarnefnda í síðasta leik. Mynd/AZ Alkmaar
Aron Jóhannsson skoraði í öðrum leiknum í röð fyrir AZ Alkmaar sem mátti sætta sig við 3-1 tap á heimavelli gegn PSV Eindhoven í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Aron hóf leikinn á bekknum líkt og landi hans Jóhann Berg Guðmundsson. Aron kom inn á í stöðunni 0-1 og skömmu síðar tvöfölduðu gestirnir forystu sína. Skömmu síðar var staðan orðin 3-0 fyrir PSV.

Verbeek þjálfari skipti í snarheitum Jóhanni Berg inn á og tuttugu mínútum síðar lá boltinn í netinu. Aron skoraði þá eftir undirbúning Jóhanns Berg. Þetta er annar leikurinn í röð sem Jóhann Berg leggur upp mark fyrir Aron. Spurning hvort Verbeek ætti ekki að tefla Íslendingunum saman í byrjunarliðinu.

AZ situr í 13. sæti deildarinnar með 33 stig þegar þrjár umferðir eru eftir. Ajax hefur fjögurra stiga forskot á PSV á toppnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×