Enski boltinn

Laudrup hissa á að Michu hafi ekki fengið tilnefningu

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Michu skorar hér mark gegn Norwich.
Michu skorar hér mark gegn Norwich. Getty Images
Michael Laudrup, knattspyrnustjóri Swansea, er gáttaður á því að spænski leikmaðurinn Michu skuli ekki hafa verið tilnefndur sem leikmaður ársins í ensku úrvalsdeildinni.

Michu hefur verið frábær með Swansea á leiktíðinni og skorað 21 mark í öllum keppnum og leiddi liðið til sigurs í deildarbikarnum á Wembley í febrúar.

„Að skora fleiri en 20 mörk fyrir lið um miðja deild á sinni fyrstu leiktíð er frábær árangur,“ segir Laudrup. „Hann átti skilið á fá tilnefningu.“

Tvö lið frá Wales munu leika í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð en Íslendingaliðið Cardiff mun leika í deild þeirra bestu á næstu leiktíð. „Ég held að íbúar Wales geti verið stoltir. Þessar tvær borgir fá allavega tvo spennandi leiki á næstu leiktíð.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×