Fótbolti

Ég átti að verða næsti Pele

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Freddy Adu í leik með Philadelphia Union í fyrra.
Freddy Adu í leik með Philadelphia Union í fyrra. Nordic Photos / AFP
„Þegar fjórtán ára dreng er líkt við Pele búast allir við því að hann fari inn á völlinn og stjórni leiknum frá upphafi til enda.“

Þannig lýsir Bandaríkjamaðurinn Freddy Adu pressunni sem fylgdi því að vera talinn eitt mesta efni sem komið hafði fram í knattspyrnuheiminum frá upphafi.

Ferill hans hefur hins vegar tekið óvænta stefnu. Hann er 23 ára gamall og hefur samt afrekað að spila með níu mismundani félögum á níu ára atvinnumannaferli.

Hann er í viðtali á BBC og segir að þegar hann hafi ekki náð að standa undir þeim miklu væntingum sem gerðar voru til hans hafi verið litið á hann sem misheppnaðan knattspyrnumann.

„Það var kannski svolítið ósanngjarnt en það má finna eitthvað jákvætt í öllum aðstæðum. Ég fékk tækifæri til að semja við mörg stærstu félög heims en við völdum Benfica. Okkur fannst það besta félagið þar sem ég fengi að vaxa og dafna. Það gekk ekki eftir.“

Viðtalið verður sýnt í heild sinni á BBC á morgun en hér má sjá bút úr því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×