Enski boltinn

Eigendur Liverpool leituðu ráða hjá Manchester United

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
John Henry ræðir við Ian Rush.
John Henry ræðir við Ian Rush.
Hinn bandríski John Henry, eigandi Liverpool, var óhræddur við að leita ráða hjá bæði Manchester United og Arsenal um hvernig ætti að standa best að rekstri enskra knattsyprnufélaga.

Henry þekkir vel til íþróttanna í Bandaríkjunum enda á félag hans, Fenway Sports Group, einnig hafnaboltaliðið Boston Red Sox.

„Hann og Tom [Werner, stjórnarformaður] hafa nálgast þetta allt saman með opnum huga. Þeir höfðu samband við David [Gill] hjá United og Ivan [Gazidis] hjá Arsenal og spurðu þá álits. Það er heilbrigt og gott að tala saman.“

„Það er betra að vera með eiganda sem sýnir alvöru áhuga heldur en einhvern sem gerir bara ráð fyrir að hann geti náð árangri í fótbolta vegna þess að honum gekk vel í hafnabolta.“

„Þeir hafa báðir eytt miklum tíma í rekstur félagsins og boðar það gott fyrir félagið.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×