Fleiri fréttir

Björn Bergmann ósáttur | fær ekki að yfirgefa Lilleström

Björn Bergmann Sigurðarson virðist ekki vera að fara frá norska úrvalsdeildarliðinu Lilleström. Skagamaðurinn skrifar á Twitter síðu sína í dag að hann hafi fundað með stjórn félagsins og niðurstaðan verði sú að félagið vill ekki selja hann að svo stöddu. "Ég var að ljúka við fund með stjórninni, þeir ætla að neyða mig til að vera áfram, ég er andlega niðurbrotinn, ég vil fara,“ skrifar Björn Bergmann á Twitter.

Redknapp hungraður í annað starf

Harry Redknapp segist ekki vera af baki dottinn og að hann sé afar áhugasamur um að finna sér nýtt starf sem allra fyrst.

Steven Lennon: Hef ekki áhyggjur af markaþurrðinni

Skoski framherjinn, Steven Lennon, leikmaður Fram, vonast til að lið hans geti komið sér á rétta braut í Pepsi-deildinni með sigri á Fylki í kvöld. Liðin mætast í Árbænum klukkan 19:15 í fyrsta leik sjöundu umferðar. Lennon ræddi við Hjört Hjartarson í Boltaþættinum á X-inu í morgun.

Van Marwijk: Þetta er ekki búið

Bert van Marwijk, þjálfari hollenska landsliðsins, neitar að gefast upp þrátt fyrir að hans menn séu enn stigalausir í B-riðli EM í Póllandi og Úkraínu.

Ramires ánægður með ákvörðun Chelsea

Brasilíumaðurinn Ramires segir að það hafi verið rétt ákvörðun hjá eiganda Chelsea að gera tveggja ára samning við knattspyrnustjórann Roberto Di Matteo.

Spánverjar tóku Íra í kennslustund

Spánverjar léku á alls oddi í kvöld er þeir mættu Írum á EM. Þetta var leikur kattarins að músinni enda fór svo á endanum á Spánverjar unnu stórsigur, 4-0. Þeir eru á toppi riðilsins með fjögur stig líkt og Króatar. Ítalía er með tvö stig og Írar núll.

Króatar nældu í stig gegn Ítalíu

Króatar eru á toppi C-riðils EM með fjögur stig eftir 1-1 jafntefli gegn Ítalíu í dag. Ítalir með tvö stig eftir tvo leiki.

Aquilani að íhuga framtíðina

Alberto Aquilani mun ákveða hvar hann ætli að spila á næstu leiktíð á allra næstu dögum, að sögn umboðsmanns hans.

Engar viðræður við Barcelona

Umboðsmaður Gareth Bale segir að það hafi engar viðræður átt sér stað við spænska stórveldið Barcelona sem þykir kappinn vera of dýr.

Redknapp var rekinn

Harry Redknapp er hættur störfum sem knattspyrnustjóri Tottenham eftir að stjórn félagsins ákvað að segja upp samningi hans í gærkvöldi.

Reyndu að hitta beran bossann á varamarkverðinum

Sænska landsliðið er harðlega gagnrýnt í dag og leikmenn liðsins eru kallaðir slæmar fyrirmyndir eftir uppákomu sem átti sér stað á æfingu liðsins eftir tapið gegn Úkraínu.

Gomez ósáttur við gagnrýni í heimalandinu

Þýska markamaskínan Mario Gomez hefur fengið að finna fyrir því að það er ekki bara nóg að skora til þess að komast í mjúkinn hjá þýskum knattspyrnuspekingum.

Van der Vaart: Megum ekki gefast upp

Hollenski landsliðsmaðurinn Rafael van der Vaart neitar að gefast upp þó svo Holland sé stigalaust á botni dauðariðils EM eftir fyrstu tvo leikina.

Ronaldo: Ég átti að gera betur

Cristiano Ronaldo átti ekki sinn besta dag gegn Dönum í dag og hefur ekki spilað vel í fyrstu tveim leikjum Portúgal á EM. Hann átti að ganga frá leiknum gegn Dönum í dag en klúðraði góðum færum.

Roberto Di Matteo ráðinn til tveggja ára

Roberto Di Matteo hefur verið ráðinn knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Chelsea. Di Matteo tók við liðinu tímabundið eftir bottvikningu André Villas-Boas á síðustu leiktíð.

Capello telur að England komist áfram

Fabio Capello segir að enska landsliðið eigi sér enn sess í hans hjarta þó svo að hann hafi fyrr á árinu sagt af sér starfi landsliðsþjálfara í Englandi.

Van der Vaart sendir Þjóðverjum pillu

Rafael van der Vaart, leikmaður hollenska liðsins, hefur gefið í skyn að honum finnist ekki jafn mikið til þýska landsliðsins koma og flestum öðrum.

Ronaldo fór ekki í fýlu

Paulo Bento, landsliðsþjálfari Portúgals, segir ekkert hæft í þeim sögusögnum að ósætti hafi ríkt á milli hans og Cristiano Ronaldo eftir tapið gegn Þýskalandi á EM á dögunum.

Zlatan gat lítið æft í dag

Zlatan Ibrahimovic tók lítinn þátt í æfingu sænska landsliðsins í Kænugarði í Úkraínu í dag. Fulltrúar liðsins segja hins vegar að hann verði klár fyrir leikinn gegn Englandi á föstudaginn.

Gomez sá um Hollendinga

Þjóðverjar eru svo gott sem komnir áfram í átta liða úrslit á EM. Þýskaland lagði Holland í kvöld, 2-1, og þeir skildu Hollendinga eftir stigalausa á botni riðilsins. Von þeirra um að komast áfram er lítil. Tvö mörk frá Mario Gomez dugðu Þjóðverjum til sigurs..

Portúgal enn á lífi | Varela með dramatískt sigurmark

Varamaðurinn Varela var hetja Portúgal í dag er hann tryggði þeim dramatískan sigur á Dönum, 3-2, með marki þrem mínútum fyrir leikslok. Portúgal og Danmörk bæði með þrjú stig eftir leikinn og eiga enn möguleika á því að komast upp úr riðlinum.

Cassano baðst afsökunar á ummælum

Ummæli sem sóknarmaðurinn Antonio Cassano lét falla í gær hefur valdið mikilli reiði á Ítalíu og reyndar víðar. Sagði hann þá að það væru engir hommar í ítalska landsliðinu.

Ítalir vildu ekki láta vökva völlinn

Einn forráðamanna ítalska knattspyrnusambandsins hefur staðfest að hann hafi beðið um að völlurinn í Gdansk yrði ekki vökvaður fyrir leik sinna manna gegn Spánverjum.

Sandra María og Rakel í landsliðið

Sigurður Ragnar Eyjólfsson hefur gert tvær breytingar á landsliðshópnum sem mætir Ungverjalandi í undankeppni EM 2013 á laugardaginn.

Kagawa: Bara læknisskoðunin eftir

Japanski miðjumaðurinn Shinji Kagawa segir að það sé nánast frágengið að hann muni ganga til liðs við Manchester United í sumar.

Mirror: Gylfi mun fylgja Rodgers til Liverpool

Enska dagblaðið The Mirror greindi frá því í gærkvöldi að Gylfi Þór Sigurðsson hafi ákveðið að ganga til liðs við Liverpool og fylgja þar með fordæmi Brendan Rodgers, fyrrum knattspyrnustjóra Swansea.

Tólf rauð spjöld í sama leiknum

Knattspyrnukapparnir í Brasilíu eru afar blóðheitir og það sannaðist heldur betur í leik neðrideildarliðanna Votuporanguense og Fernandopolis.

Laudrup að taka við Swansea

Samkvæmt heimildum Sky Sports þá verður Daninn Michael Laudrup næsti stjóri Swansea. Félagið hefur verið í stjóraleit síðan Brendan Rodgers fór til Liverpool.

ÍBV komið áfram í bikarnum

ÍBV er komið í sextán liða úrslit Borgunarbikarsins eftir sigur, 0-2, gegn Víkingi frá Ólafsvík í kvöld en leikið var á Snæfellsnesi.

Shevchenko lenti í árekstri

Hetja Úkraínu, Andriy Shevchenko, átti heldur betur eftirminnilegt kvöld er hann tryggði Úkraínu sigur á Svíum á EM. Hann lenti svo í árekstri eftir leikinn.

Prandelli íhugar breytingar

Casare Prandelli, landsliðsþjálfari Ítalíu, segir að það sé möguleiki á því að hann breyti liði sínu fyrir leikinn gegn Króatíu á fimmtudaginn.

Fanndís meiddist gegn Stjörnunni | Gæti misst af Ungverjaleiknum

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, segir óvíst hvort Fanndís Friðriksdóttir geti leikið gegn Ungverjum á laugardaginn. Fanndís meiddist á kvið í 2-2 jafntefli Breiðabliks og Stjörnunnar í Pepsi-deild kvenna í gær.

Kalou enn orðaður við Liverpool

Huub Stevens, stjóri þýska liðsins Schalke, er enn vongóður um að fá Salomon Kalou í sínar raðir en segir að mörg lið hafi áhuga, þeirra á meðal Liverpool.

Sjá næstu 50 fréttir