Enski boltinn

Laudrup að taka við Swansea

Samkvæmt heimildum Sky Sports þá verður Daninn Michael Laudrup næsti stjóri Swansea. Félagið hefur verið í stjóraleit síðan Brendan Rodgers fór til Liverpool.

Nafn Laudrup hefur verið í umræðunni í nokkurn tíma en hann hefur ekkert þjálfað síðan hann hætti með Mallorca.

Swansea var í viðræðum við Graeme Jones, aðstoðarstjóra Wigan, en ekkert kom út úr því.

Aðrir sem hafa verið orðaðir við starfið eru Ian Holloway, Gus Poyet og Marcel Desailly.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×