Fótbolti

Ronaldo: Ég átti að gera betur

Cristiano Ronaldo átti ekki sinn besta dag gegn Dönum í dag og hefur ekki spilað vel í fyrstu tveim leikjum Portúgal á EM. Hann átti að ganga frá leiknum gegn Dönum í dag en klúðraði góðum færum.

Sem betur fer fyrir Portúgala kom það ekki að sök því Portúgal vann dramatískan sigur.

"Ég var mjög ósáttur við sjálfan mig fyrir að klúðra þessum færum. Ég átti að gera betur en mikilvægast af öllu er að við unnum og eigum enn möguleika á því að komast áfram," sagði Ronaldo.

"Þegar við vorum 2-0 yfir hélt ég að við hefðum leikinn í höndum okkar. Okkur vantaði samt þriðja markið til þess að slátra leiknum. Lukkan, sem var ekk með okkur gegn Þýskalandi, var með okkur núna."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×