Fótbolti

Rússar náðu ekki að tryggja sig inn í átta liða úrslit

Úr leik liðanna í kvöld.
Úr leik liðanna í kvöld.
Pólland og Rússland skildu jöfn, 1-1, í stórkostlegum knattspyrnuleik í Varsjá í kvöld. Bæði lið sýndu flotta sóknartilburði og mörkin hæglega getað orðið fleiri.

Leikurinn fór frekar rólega af stað en Rússar komust yfir fyrir hlé. Andriy Arshavin tók þá góða aukaspyrnu sem Alan Dzagoaev framlengdi í netið. Hans þriðja mark í keppninni.

Leikurinn varð í kjölfarið bráðskemmtilegur þar sem bæði lið sóttu af miklum krafti. Snemma í síðari hálfleik jafnaði Jakub Blaszczykowski metin fyrir heimamenn.

Hann fékk þá laglega stungusendingu við teiginn og lét vaða af. Boltinn söng í fjærhorninu. Glæsilegt mark.

Bæði lið vildu augljóslega ekkert nema þrjú stig því þau sóttu allt hvað þau gátu áfram. Þrátt fyrir flotta tilburði á báða bóga urðu mörkin ekki fleiri.

Rússar á toppi riðilsins með fjögur stig en Pólverjar í þriðja sæti með tvö stig. Tékkar eru í öðru sæti með þrjú stig og Grikkir á botninum með eitt. Riðillinn er því galopinn fyrir lokaumferðina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×