Íslenski boltinn

ÍBV komið áfram í bikarnum

Ian Jeffs var á skotskónum í kvöld.
Ian Jeffs var á skotskónum í kvöld.
ÍBV er komið í sextán liða úrslit Borgunarbikarsins eftir sigur, 0-2, gegn Víkingi frá Ólafsvík í kvöld en leikið var á Snæfellsnesi.

Ian Jeffs kom ÍBV yfir eftir undirbúning Tryggva Guðmundssonar á 11. mínútu og Tryggvi sjálfur skoraði snemma í síðari hálfleik.

ÍBV mun mæta Hetti frá Egilsstöðum í næstu umferð bikarkeppninnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×