Fótbolti

Portúgal enn á lífi | Varela með dramatískt sigurmark

Pepe fagnar marki sínu í leiknum.
Pepe fagnar marki sínu í leiknum.
Varamaðurinn Varela var hetja Portúgal í dag er hann tryggði þeim dramatískan sigur á Dönum, 3-2, með marki þrem mínútum fyrir leikslok. Portúgal og Danmörk bæði með þrjú stig eftir leikinn og eiga enn möguleika á því að komast upp úr riðlinum.

Portúgalar hófu veisluna og það var varnarmaðurinn Pepe sem kom þeim yfir með laglegu skallamarki á nærstöng.

Tólf mínútum síðar komust Portúgalir í 2-0. Nani átti laglega sendingu í teiginn þar sem Helder Postiga var og hann kláraði færið með miklum stæl.

Eins og svo oft áður neituðu Danir að gefast upp og Bendtner jafnaði metin fyrir hlé eftir góða sókn.

Cristiano Ronaldo fékk tvö gullin færi til þess að gera út um leikinn en hann nýtti þau ekki. Það kom í bakið á Portúgölum er Bendnter skoraði öðru sinni tíu mínútum fyrir leikslok.

Skömmu síðar kom Verala inn á hjá Portúgal fyrir Raul Meireles. Hann var aðeins búinn að vera inn á vellinum í um tvær mínútur er hann kom Portúgal yfir.

Fékk boltann í teignum og hamraði boltann í netið. Smekklega gert.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×