Fótbolti

Schillaci vill að Di Natale byrji gegn Króatíu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Antonio Di Natale.
Antonio Di Natale. Nordic Photos / Getty Images
Salvatore Schillaci, hetja Ítala frá HM 1990, segir að Antonio Di Natale eigi skilið að vera í byrjunarliðinu gegn Króatíu í dag.

Di Natale kom inn á sem varamaður gegn Spánverjum um helgina og skoraði stuttu síðar. Leiknum lauk svo með 1-1 jafntefli. Mario Balotelli byrjaði í þeim leik og misnotaði gott færi áður en honum var skipt af velli.

„Hann verður að vera í byrjunarliðinu og Prandelli má svo velja hvort að Balotelli eða Antonio Cassano spili með honum," sagði Schillaci við ítalska fjölmiðla.

„Hann er með rétta keppnisskapið, mikla reynslu og frábæra tækni. Hann hefur skorað mjög mikið á síðustu tímabilum. Ég myndi alltaf láta hann spila."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×