Elfar Freyr: Þjálfarinn vildi ekki fá mig Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. júní 2012 06:00 Mynd / www.aekfc.gr Elfar Freyr Helgason æfir með Breiðabliki þessa dagana en knattspyrnumaðurinn, sem er á mála hjá AEK í Grikklandi, er í sumarfríi. Mikil óvissa er um stöðu leikmanna hjá AEK. Félagið glímir við mikil fjárhagsvandræði og nýjustu fregnir herma að óvíst sé hvort liðið spili í efstu deild í Grikklandi á næstu leiktíð. „Þetta er bölvað basl. Ég veit ekki einu sinni hvenær ég á að byrja að æfa aftur," segir Elfar aðspurður um nýjustu tíðindi úr herbúðum gríska liðsins. Hann segist vera laus allra mála verði félaginu vikið úr efstu deild og telur að það sama gildi um flesta leikmenn liðsins. Elfar Freyr gekk til liðs við AEK frá Breiðabliki fyrir tæpu ári síðan. Hann hefur þó nánast eingöngu vermt varamannabekk inn hjá gríska liðinu. „Ég ætla ekki að segja að það hafi verið erfitt. Það hefur eiginlega verið of létt," segir Kópavogsbúinn kíminn og vorkennir sjálfum sér greinilega ekki þrátt fyrir lítinn spiltíma. „Lífið er alltaf gott en auðvitað snýst þetta um að spila. Ég bað um að fá að fara á lán en það klikkaði," segir Elfar sem stóð til boða að spila á Norðurlöndunum. Þjálfarinn neitaði honum hins vegar um að fara. Þjálfarinn vildi ekki fá migElfar var seldur til AEK sem fyrr segir í júlí á síðasta ári í skugga deilna Breiðabliks og AEK. Að sögn Blika átti Elfar Freyr aðeins að fara í læknisskoðun í Grikklandi en koma svo til móts við þá í Þrándheimi fyrir leik gærkvöldsins gegn Rosenborg í forkeppni meistaradeildar Evrópu. Þangað kom Elfar Freyr aldrei og voru Blikar ósáttir við forráðamenn AEK sem sögðu ekkert slíkt samkomulag hafa verið fyrir hendi. Miðað við það uppsteit sem varð við félagaskiptin reiknuðu flestir með því að Elfari Frey væri ætlað stórt hlutverk hjá gríska liðinu. Annað hefur komið á daginn. „Það var ekki þjálfarinn sem vildi fá mig heldur meðlimir í stjórninni," segir Elfar og bætir við að þjálfarinn hafi verið eitt stórt spurningamerki. „Hvaða gæi er þetta eiginlega?" grínast Elfar Freyr sem líkar vistin í Grikklandi þrátt fyrir allt ágætlega. AEK skipti um þjálfara á tímabilinu og sá þjálfari er nú einnig farinn frá félaginu. „Nú leita þeir að nýjum þjálfara en ég veit ekki á hverju þeir hafa efni," segir Elfar Freyr sem leiðist ekki lífið á Íslandi þessa dagana. Blikar hafa skilað mörgum leikmönnum í atvinnumennsku undanfarin ár. Nokkrir þeirra eru nú sameinaðir á ný, í sumarfríi og má vænta að gæðin á æfingum Blika hafi ekki minnkað við komu þeirra. Fótbolti Mest lesið Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Handbolti Bílstjóri Joshua var ekki með ökuleyfi Sport Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Sergio Ramos vill nú kaupa sitt gamla félag en þyrfti þá að fórna einu Fótbolti Grét og gat ekki kastað pílum fyrir aðeins fjórum árum Sport Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport „Miklu fagmannlegra heldur en hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir Aston Villa - Nott. Forest | Hefja heimamenn nýja sigurgöngu? „Miklu fagmannlegra heldur en hérna“ Pep segir að Rodri hafi breytt leiknum þegar hann kom inn á Sergio Ramos vill nú kaupa sitt gamla félag en þyrfti þá að fórna einu Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth AC Milan hoppaði upp fyrir nágranna sína og í toppsætið Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Sjá meira
Elfar Freyr Helgason æfir með Breiðabliki þessa dagana en knattspyrnumaðurinn, sem er á mála hjá AEK í Grikklandi, er í sumarfríi. Mikil óvissa er um stöðu leikmanna hjá AEK. Félagið glímir við mikil fjárhagsvandræði og nýjustu fregnir herma að óvíst sé hvort liðið spili í efstu deild í Grikklandi á næstu leiktíð. „Þetta er bölvað basl. Ég veit ekki einu sinni hvenær ég á að byrja að æfa aftur," segir Elfar aðspurður um nýjustu tíðindi úr herbúðum gríska liðsins. Hann segist vera laus allra mála verði félaginu vikið úr efstu deild og telur að það sama gildi um flesta leikmenn liðsins. Elfar Freyr gekk til liðs við AEK frá Breiðabliki fyrir tæpu ári síðan. Hann hefur þó nánast eingöngu vermt varamannabekk inn hjá gríska liðinu. „Ég ætla ekki að segja að það hafi verið erfitt. Það hefur eiginlega verið of létt," segir Kópavogsbúinn kíminn og vorkennir sjálfum sér greinilega ekki þrátt fyrir lítinn spiltíma. „Lífið er alltaf gott en auðvitað snýst þetta um að spila. Ég bað um að fá að fara á lán en það klikkaði," segir Elfar sem stóð til boða að spila á Norðurlöndunum. Þjálfarinn neitaði honum hins vegar um að fara. Þjálfarinn vildi ekki fá migElfar var seldur til AEK sem fyrr segir í júlí á síðasta ári í skugga deilna Breiðabliks og AEK. Að sögn Blika átti Elfar Freyr aðeins að fara í læknisskoðun í Grikklandi en koma svo til móts við þá í Þrándheimi fyrir leik gærkvöldsins gegn Rosenborg í forkeppni meistaradeildar Evrópu. Þangað kom Elfar Freyr aldrei og voru Blikar ósáttir við forráðamenn AEK sem sögðu ekkert slíkt samkomulag hafa verið fyrir hendi. Miðað við það uppsteit sem varð við félagaskiptin reiknuðu flestir með því að Elfari Frey væri ætlað stórt hlutverk hjá gríska liðinu. Annað hefur komið á daginn. „Það var ekki þjálfarinn sem vildi fá mig heldur meðlimir í stjórninni," segir Elfar og bætir við að þjálfarinn hafi verið eitt stórt spurningamerki. „Hvaða gæi er þetta eiginlega?" grínast Elfar Freyr sem líkar vistin í Grikklandi þrátt fyrir allt ágætlega. AEK skipti um þjálfara á tímabilinu og sá þjálfari er nú einnig farinn frá félaginu. „Nú leita þeir að nýjum þjálfara en ég veit ekki á hverju þeir hafa efni," segir Elfar Freyr sem leiðist ekki lífið á Íslandi þessa dagana. Blikar hafa skilað mörgum leikmönnum í atvinnumennsku undanfarin ár. Nokkrir þeirra eru nú sameinaðir á ný, í sumarfríi og má vænta að gæðin á æfingum Blika hafi ekki minnkað við komu þeirra.
Fótbolti Mest lesið Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Handbolti Bílstjóri Joshua var ekki með ökuleyfi Sport Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Sergio Ramos vill nú kaupa sitt gamla félag en þyrfti þá að fórna einu Fótbolti Grét og gat ekki kastað pílum fyrir aðeins fjórum árum Sport Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport „Miklu fagmannlegra heldur en hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir Aston Villa - Nott. Forest | Hefja heimamenn nýja sigurgöngu? „Miklu fagmannlegra heldur en hérna“ Pep segir að Rodri hafi breytt leiknum þegar hann kom inn á Sergio Ramos vill nú kaupa sitt gamla félag en þyrfti þá að fórna einu Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth AC Milan hoppaði upp fyrir nágranna sína og í toppsætið Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Sjá meira