Fótbolti

Cassano baðst afsökunar á ummælum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Cassano á blaðamannafundinum í gær.
Cassano á blaðamannafundinum í gær. Nordic Photos / Getty Images
Ummæli sem sóknarmaðurinn Antonio Cassano lét falla í gær hefur valdið mikilli reiði á Ítalíu og reyndar víðar. Sagði hann þá að það væru engir hommar í ítalska landsliðinu.

„Ég vil biðjast innilegrar afsökunar á ummælum mínum sem hafa verið gagnrýnd af réttindasamtökum samkynhneigðra," sagði í yfirlýsingu sem birtist á heimasíðu ítalska knattspyrnusambandsins í gær.

„Ég er sjálfur ekki haldinn fordómum gagnvart samkynhneigðum. Ég vildi ekki móðga neinn."

„Það eina sem ég sagði að þetta væri vandamál sem snerti mig ekki enda er það ekki mitt að dæma aðra."

Ummælin lét hann falla á blaðamannafundi ítalska liðsins í gær. „Landsliðsþjálfarinn var búinn að vara mig við að þú myndir spyrja mig þessarar spurningar," sagði hann þá.

„Ef ég á að segja eins og er þá vona ég að það séu engir samkynhneigðir í liðinu. En ef það er tilfallið þá er það þeirra mál."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×