Fótbolti

Lið Maradona vill senda skapheitan markvörð aftur í lögregluna

Stjórn félags Diego Maradona, Al Wasl, hefur farið fram á það við knattspyrnusamband Sádi Arabíu að það setji markvörð félagsins í leikbann í heilt ár án launa.

Markvörðurinn er afar skapheitur og heitir Majed Nasser. Hann missti algjörlega stjórn á skapi sínu í bikarúrslitaleik. Skallaði andstæðing harkalega og var rekinn af velli. Atvikið átti sér stað eftir aðeins tíu mínútna leik og Al Wasl átti engan möguleika á sigri eftir það.

Hinn skapheiti Nasser er þegar búinn að afplána 17 leikja bann í vetur fyrir að slá þjálfara andstæðings utan undir og hrækja á leikmann.

Forráðamenn Al Wasl vilja losna við hann af launaskrá og senda hann í gömlu vinnuna sína en hann var lögreglumaður í Dúbaí áður en hann gerðist atvinnumaður í fótbolta.

Skallann má sjá í myndbandinu hér að ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×