Fótbolti

Prandelli íhugar breytingar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Cesare Prandelli, landsliðsþjálfari Ítalíu.
Cesare Prandelli, landsliðsþjálfari Ítalíu.
Casare Prandelli, landsliðsþjálfari Ítalíu, segir að það sé möguleiki á því að hann breyti liði sínu fyrir leikinn gegn Króatíu á fimmtudaginn.

Ítalía gerði 1-1 jafntefli við Spán í fyrstu umferð riðlakeppninnar en í þeim leik fór sóknarmaðurinn Mario Balotelli illa með gott færi á meðan staðan var enn markalaus.

Honum var stuttu síðar skipt af velli og varamaður hans, Antonio Di Natale, skoraði svo mark Ítalíu í leiknum. Það er því allt eins líklegt að Balotelli byrji á bekknum í næsta leik.

„Ég veit ekki enn hverjir spila í sókninni hjá okkur. Við þurfum að skoða hvaða leikmenn notuðu mestu orkuna," sagði Prandelli við blaðamenn ytra í dag. „Við verðum fyrst að skoða króatíska liðið vel og við ætlum okkur að nýta dagana fram að leik til þess."

„Þegar við erum svo búnir að ákveða leikaðferð munum við ákvaða hvaða sóknarmenn við ætlum að nota. Við verðum að nýta þá sem eru í góðu formi."

„Við eigum von á allt öðruvísi leik en gegn Spáni. Króatía eru óútreiknanlegir og geta þess vegna skipt um leikaðferð á milli hálfleikja. Við verðum undirbúa okkur mjög vel," sagði Prandelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×