Íslenski boltinn

Sandra María og Rakel í landsliðið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Rakel í leik með landsliðinu árið 2010.
Rakel í leik með landsliðinu árið 2010. Mynd/Daníel
Sigurður Ragnar Eyjólfsson hefur gert tvær breytingar á landsliðshópnum sem mætir Ungverjalandi í undankeppni EM 2013 á laugardaginn.

Sandra María Jessen úr Þór/KA kemur inn í hópinn í stða Katrínar Ásbjörnsdóttur, liðsfélaga síns, sem á við meiðsli að stríða.

Þá er Valsarinn Rakel Logadóttir kölluð inn vegna meiðsla Hallberu Guðnyjar Gísladóttur, leikmanns Piteå í Svíþjóð.

Leikurinn við Ungverja hefst klukkan 16.00 á laugardaginn og má Ísland ekki við því að tapa leiknum enda í harðri baráttu um sæti í lokakeppni EM.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×