Íslenski boltinn

Steven Lennon: Hef ekki áhyggjur af markaþurrðinni

Hjörtur Hjartarson skrifar
Steven Lennon fagnar hér með liðsfélaga sínum
Steven Lennon fagnar hér með liðsfélaga sínum Stefán.
Skoski framherjinn, Steven Lennon, leikmaður Fram, vonast til að lið hans geti komið sér á rétta braut í Pepsi-deildinni með sigri á Fylki í kvöld. Liðin mætast í Árbænum klukkan 19:15 í fyrsta leik sjöundu umferðar. Lennon ræddi við Hjört Hjartarson í Boltaþættinum á X-inu í morgun.

„Við höfum farið illa af stað í deildinni í sumar, flestir reiknuðu með okkur í toppbaráttunni en það hefur ekki gengið eftir. Við getum ennþá komið okkur þangað, við þurfum bara að vinna 3-4 leiki í röð og þá verðum við komnir í hóp efstu liða.

Flestir reiknuðu með Frömurum sterkum í sumar en liðið hefur einungis náð að landa einum sigri í fyrstu sex leikjunum á tímabilinu.

„Væntingar stuðningsmanna fyrir tímabilið slógu ekki útaf laginu. Það var eðlilegt að reikna með okkur öflugum miðað hvernig okkur gekk í vorleikjunum. Að mínu mati hefðum við átt að vinna Val í fyrstu umferðinni, við fengum færi til að klára leikinn, þar á meðal ég. Sigur þar hefði breytt miklu hvað framhaldið varðaði.

Þrátt fyrir að hafa fundið netmöskvana aðeins einu sinni í Pepsideildinni í sumar í sex leikjum, veldur markaleysið Steven Lennon ekki áhyggjum.

„Auðvitað er þetta ekki sú byrjun sem ég óskaði mér en stundum gerist þetta. Sóknarmenn eru ýmist sjóðandi heitir eða ískaldir. Vonandi næ ég að skora 1-2 mörk í kvöld og koma mér þannig í gírinn. Stefnan er að ná Kjartani Henry", sagði Lennon.

Hlustaðu á viðtalið í heild sinni með því að smella á hnappinn hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×