Fleiri fréttir

Þessir voru bestir að mati þjálfara Pepsi-deildarinnar
Þjálfarar liðanna í Pepsi-deild karla voru fengnir til að útnefna besta leikmann tímabilsins í glæsilegum uppgjörsþætti Pepsi-markanna á Stöð 2 Sport í gærkvöldi. Flestir völdu FH-ingana Atli Guðnason (7 atkvæði) og Atli Viðar Björnsson (6 atkvæði) en alls fengu sex leikmenn atkvæði frá þjálfurunum ellefu en Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV var ekki með.

Uppgjör Pepsídeildarinnar: Fyndin atvik (myndband)
Tómas Ingi Tómasson og Magnús Gylfason, spekingar Stöðvar 2 Sport í Pepsídeild karla í fótbolta, fóru yfir sumarið í lokaþætti Pepsímarkanna í gær. Hér má sjá myndband af fyndnustu atvikum sumarins að þeirra mati.

Darren Bent ver ákvörðun sína að leyfa Jones að taka vítið
Darren Bent, leikmaður Sunderland, hefur komið fram og varið þá ákvörðun sína að leyfa Kenwyne Jones að taka annað víti liðsins í 5-2 sigrinum á Wolves en Steve Bruce, stjóri Sunderland, var allt annað en sáttur með það eftir leikinn enda taldi hann að besta vítaskytta liðsins ætti að taka vítið.

McAllister ráðinn til starfa hjá Portsmouth
Gary McAllister, fyrrum leikmaður og stjóri hjá Leeds United, verður aðstoðarstjóri hjá Hermanni Hreiðarssyni og félögum í Portsmouth. Portsmouth er búið að tapa sjö fyrstu leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni og hefur þurft að leika án íslenska landsliðsfyrirliðans í þeim öllum.

Sérfræðingarnir völdu Atla Guðnason bestan í sumar
Sérfræðingar Stöðvar 2 Sport í Pepsi-deild karla í knattspyrnu, Tómas Ingi Tómasson og Magnús Gylfason, völdu Atla Guðnason, leikmann Íslandsmeistara FH, besta leikmann tímabilsins uppgjörsþætti Pepsi-markanna í gær. Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var valinn besti þjálfarinn og Alfreð Finnbogason úr Breiðabliki var valinn besti ungi leikmaðurinn.

Krasic neitar því að vera á leiðinni til AC Milan
„Þetta eru bara sögusagnir í dagblöðum. Ég er ekki nálægt því að ganga í raðir AC Milan og það er ekki búið að ganga frá neinu fyrir félagaskiptagluggan í janúar.

Arabískur prins undirbýr nú yfirtökuboð í Liverpool
Prinsinn Faisal bin Fahad bin Abdullah al-Saud frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum hefur mikinn hug á að eignast helmings hlut í enska úrvalsdeildarfélaginu Liverpool.

Denilson frá vegna meiðsla í átta vikur
Arsenal varð fyrir blóðtöku í dag þegar staðfest var að miðjumaðurinn Denilson verður frá vegna meiðsla í um það bil tvo mánuði vegna bakmeiðsla.

Manchester City aftur á sigurbraut
Einn leikur fór fram í ensku úrvalsdeildinni í kvöld þegar Manchester City vann 3-1 sigur gegn West Ham á Borgarleikvanginum í Manchester.

Kristján hættur hjá Keflavík - Willum Þór tekinn við
Kristján Guðmundsson er hættur sem þjálfari Keflavíkur en hann hefur stýrt liðinu í fimm ár. Willum Þór Þórsson var í kvöld ráðinn sem nýr þjálfari liðsins en hann skrifar undir tveggja ára samning.

Akinbiyi genginn til liðs við Notts County
Framherjinn Ade Akinbiyi er búinn að skrifa undir samning við enska d-deildarfélagið Notts County út yfirstandandi keppnistímabil en hann kemur til félagsins á frjálsri sölu.

Tólf fallegustu mörk sumarsins - Myndband
Þeir Magnús Gylfason og Tómas Ingi Tómasson hafa valið tólf fallegustu mörk tímabilsins í Pepsi-deild karla en þeir eru sérfræðingar Stöðvar 2 Sports um deildina.

Eyjólfur lagði upp tvö mörk í sigri GAIS
Íslendingaliðið GAIS vann 3-0 sigur gegn Örebro í sænska boltanum í kvöld en þar Fylkismaðurinn fyrrverandi Eyjólfur Héðinsson mikið til sín taka.

Birkir Már skoraði í sigri Brann
Íslendingaliðið Brann vann 4-2 sigur gegn Odd Grenland í norska boltanum í kvöld en Birkir Már Sævarsson skoraði síðasta mark leiksins fyrir Brann.

Gunnar Már semur við FH - ekkert ráðið með Gunnleif
Gunnar Már Guðmundsson hefur náð samningum við Íslandsmeistara FH en hinn 26 ára gamli miðjumaður, sem oft hefur verið kallaður „Herra Fjölnir“, hefur leikið allan sinn feril með Grafarvogsfélaginu.

Whitecaps komið í aðra umferð úrslitakeppninnar
Teitur Þórðarson og lærisveinar hans í Vancouver Whitecaps eru komnir í undanúrslit úrslitakeppni Norður-amerísku USL-1 deildarinnar í nótt.

Hughes: Roque Santa Cruz er nógu góður fyrir Manchester City
Mark Hughes, stjóri Manchester City, segir að paragvæski framherjinn Roque Santa Cruz, eigi framtíð hjá félaginu þrátt fyrir að hafa ekki spilað sinn fyrsta leik síðan að City keypti hann á 17,5 milljónir enskra punda frá Blackburn í sumar. Roque Santa Cruz spilar væntanlega með liðinu á móti West Ham í kvöld.

Casillas: Enginn tími fyrir Kaka og Ronaldo að aðlagast
Iker Casillas, markvörður Real Madrid, segir að kröfurnar á liðið séu svo miklar að nýir leikmenn fái engan tíma til þess að aðlagast. Hann viðurkennir jafnframt að hann sem og aðrir leikmenn spænska liðsins séu enn að átta sig á því hvernig best sé að spila með þeim Kaka og Cristiano Ronaldo.

Bendtner keyrði útaf - eyðilagði bílinn en slapp með skrámur
Nicklas Bendtner slapp ótrúlega vel þegar hann klessukeyrði Aston Martin bílinn sinn á hraðbraut í gær. Bendtner var á hraðferð á æfingu hjá Arsenal-liðinu þegar hann keyrði útaf og eyðilagi bílinn sinn sem kostar um 24 milljónir íslenskar krónur. Danski landsliðsmaðurinn stóð upp úr flakinu með nokkrar skrámur en hjartað væntanlega í buxunum.

Óli Stefán ætlar að þjálfa Sindra næsta sumar
Óli Stefán Flóventsson hefur ákveðið að hætta spila með Grindavík í Pepsi-deild karla og tekur í staðinn við D-deildarliði Sindra frá Höfn í Hornafirði. Þetta kemur fyrst fram á fótbolti.net. Hann ætlar einnig að spila með liðinu næsta sumar.

Íris Björk hætt með KR-liðið - á leið í nám
Íris Björk Eysteinsdóttir tilkynnti leikmönnum kvennaliðs KR eftir leikinn við Þór/KA í lokaumferð Pepsi-deildar kvenna í gær að hún myndi ekki halda áfram þjálfun liðsins. Íris er að fara í nám og hefur því ekki tök á að þjálfa liðið áfram. Þetta kom fram á heimasíðu KR-inga.

Eiður Smári fékk bara þrjá í einkunn fyrir Nice-leikinn
Blaðamenn France Football voru ekki ánægðir með frammistöðu Eiðs Smára Guðjohnsen í leik Mónakó á móti Saint-Etienne á Louis II-leikvanginum í Mónakó á laugardaginn. Eiður Smári, sem var skipt útaf á 63. mínútu, var þriðja deildarleikinn í röð valinn slakasti leikmaður Mónakó-liðsins.

Skilur ekki rauða spjaldið sem hafði af honum Liverpool-leikinn
Petr Cech, markvörður Chelsea, segir það hafa komið sér mjög á óvart að hann hafi fengið rauða spjaldið fyrir brot sitt á Hugo Rodallega, framherja Wigan, í 1-3 tapi Chelsea um helgina. Þetta var aðeins í annað skiptið á ferlinum sem tékkneski markvörðurinn er rekinn snemma í sturtu.

Van der Sar: Hætti ekki fyrr en við höfum unnið Meistaradeildina aftur
Edwin van der Sar segist að hann vilji standa í marki Manchester United þar til að félagið vinni Meistaradeildina á nýjan leik. Van der Sar verður 39 ára gamall í næsta mánuði en hann hefur ekkert leikið með United-liðinu síðan að hann meiddist á undirbúningstímabilinu.

Benitez: Ekki hægt að kaupa Torres fyrir allan heimsins pening
Rafael Benitez, stjóri Liverpool, var að sjálfsögðu sáttur með frammistöðu landa síns Fernando Torres um helgina en spænski landsliðsframherjinn skoraði glæsilega þrennu í 6-1 sigri Liverpool á Hull í ensku úrvalsdeildinni. Benitez ítrekaði líka enn á ný að Torres væri ekki til sölu.

Bruce brjálaður yfir því að Bent tók ekki vítið
Steve Bruce, stjóri Sunderland, var ekkert alltof kátur með framherja sinn Darren Bent þrátt fyrir að hann skoraði og liðið vann 5-2 sigur á Wolves í gær. Ástæðan er að Bent tók ekki seinna víti liðsins eins og hann átti að gera sem vítaskytta Sunderland.

West Ham og Millwall kærð vegna óláta stuðningsmanna
Ensku knattspyrnusambandið hefur kært félögin West Ham og Millwall vegna óláta sem urðu í tengslum við leik liðanna í deildarbikarnum 25. ágúst en West Ham vann leikinn 3-1 í framlengingu. Liðin eru nágrannalið í London og höfðu ekki mæst síðan í apríl 2005.

Wayne Rooney: Búinn að skrá sig á fyrsta þjálfaranámskeiðið
Wayne Rooney, leikmaður Englandsmeistara Manchester United, er þegar farinn að undirbúa lífið eftir fótboltann þó að hann sé enn bara 23 ára gamall og eigi sín bestu ár eftir í boltanum. Rooney er nefnilega farinn á UEFA-þjálfaranámskeið ásamt þremur reynsluboltum úr United-liðinu.

Ancelotti: Veit ekki af hverju við töpuðum fyrir Wigan
Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, þurfti um helgina að horfa upp á liðið sitt tapa í fyrsta sinn síðan að hann tók við liðinu. Chelsea fór þá í heimsókn til Wigan og tapaði óvænt 3-1 eftir að hafa misst markvörð sinn útaf með rautt spjald.

Rosenborg Noregsmeistari
Rosenborg varð í dag Noregsmeistari í knattpsyrnu eftir 2-0 sigur á Molde á útivelli í dag.

Sigur hjá Stabæk
Tvö Íslendingalið voru í eldlínunni í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Sunderland skoraði fimm gegn Wolves
Sunderland vann 5-2 sigur á Wolves í dag en þetta var eini leikur dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Bröndby fékk slæman skell
Stefán Gíslason og félagar í Bröndby máttu sætta sig við stórt tap fyrir Silkeborg, 4-1, í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Juventus mistókst að koma sér á toppinn
Juventus tókst ekki að koma sér á topp ítölsku úrvalsdeildarinnar í dag þar sem liðið gerði jafntefli við Bologna á heimavelli í dag.

Kristín Ýr markadrottning
Eftir leiki dagsins í lokaumferð Pepsi-deildar kvenna er ljóst að það er Kristín Ýr Bjarnadóttir, leikmaður Vals, sem hlýtur gullskóinn í deildinni.

Breiðablik tryggði sér Evrópusætið
Síðustu fjórir leikirnir í Pepsi-deild kvenna fóru fram í dag. Breiðablik náði að halda sér í öðru sæti deildarinnar með öruggum 6-0 sigri á GRV á heimavelli í dag.

Ólafur Ingi spilaði er Helsingborg tapaði
Ólafur Ingi Skúlason kom inn á sem varamaður er Helsingborg tapaði fyrir Trelleborg á útivelli í sænsku úrvalsdeildinni í dag.

Kári meiddist er Plymouth tapaði
Kári Árnason fór meiddur af velli er lið hans, Plymouth, tapaði fyrir Nottingham Forest á heimavelli í dag, 1-0, í ensku B-deildinni.

Arabi sagður vilja fjárfesta í Liverpool
Fjölmiðlar í Sádí-Arabíu greina frá því að auðugur fjárfestir þar í landi sé á góðri leið með að fjárfesta miklum peningi í félagi í ensku úrvalsdeildinni.

Gerrard: Vil gjarnan fara í þjálfun
Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, segir að hann vilji gjarnan gerast knattspyrnuþjálfari þegar að leikmannaferli hans lýkur.

Pennant: Benitez reyndi að gera mig að vélmenni
Jermaine Pennant segir að Rafa Benitez, stjóri Liverpool, hafi reynt að gera sig að vélmenni á þeim þremur árum sem hann var hjá félaginu.

Campbell: Loforð voru svikin
Sol Campbell segir að hann hafi hætt hjá Notts County þar sem forráðamenn félagsins stóðu ekki við gefin loforð.

Íslendingar erlendis: Rúrik skaut OB á toppinn
Fjölmargir Íslendingar voru í eldlínunni með liðum sínum víða um Evrópu. Þar bar helst að Rúrik Gíslason skoraði annað marka OB í 2-0 sigri á Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni.

Newcastle slátraði Ipswich
Newcastle vann í gær 4-0 sigur á Ipswich í ensku B-deildinni og kom sér þar með á topp deildarinnar. Kevin Nolan skoraði þrennu fyrir Newcastle og Ryan Taylor eitt mark.

Sampdoria vann Inter og fór á toppinn
Sampdoria vann 1-0 sigur á Jose Mourinho og hans mönnum í Inter í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Með sigrinum kom liðið sér á topp deildarinnar.