Fótbolti

Eyjólfur lagði upp tvö mörk í sigri GAIS

Ómar Þorgeirsson skrifar
Eyjólfur Héðinsson.
Eyjólfur Héðinsson.

Íslendingaliðið GAIS vann 3-0 sigur gegn Örebro í sænska boltanum í kvöld en þar Fylkismaðurinn fyrrverandi Eyjólfur Héðinsson mikið til sín taka.

Eyjólfur hefur verið að leika vel með GAIS upp á síðkastið en hann lagði upp fyrsta og þriðja mark GAIS-manna í leiknum.

Eyjólfur var eini Íslendingurinn sem var í leikmannahópi GAIS í leiknum en liðið er í ellefta sæti deildarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×