Íslenski boltinn

Tólf fallegustu mörk sumarsins - Myndband

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Þeir Magnús Gylfason og Tómas Ingi Tómasson hafa valið tólf fallegustu mörk tímabilsins í Pepsi-deild karla en þeir eru sérfræðingar Stöðvar 2 Sports um deildina.

Í kvöld verður síðasti þáttur Pepsi-markanna á Stöð 2 Sport þetta árið og verður tímabilið gert upp.

Þeir hafa þegar valið tólf fallegustu mörk sumarsins en munu í þættinum tilkynna hvert er það allra besta. Smelltu á hlekkinn hér að ofan til að sjá mörkin tólf en þau eru í tímaröð.

Þátturinn hefst klukkan 22.00.

Mörkin tólf:

1. Alexander Töft Söderlund, FH (Breiðablik - FH, 3.umferð)

2. Haukur Baldvinsson, Breiðabliki (Breiðablik - Keflavík, 5. umferð)

3. Gauti Þorvarðarson, ÍBV (ÍBV - Grindavík, 6. umferð)

4. Hjálmar Þórarinsson, Fram (Fram - KR, 8. umferð)

5. Olgeir Sigurgeirsson, Breiðabliki (KR - Breiðablik, 9. umferð)

6. Kjartan Ágúst Breiðdal, Fylki (FH - Fylkir, 11. umferð)

7. Guðmundur Benediktsson, KR (KR - Valur, 11. umferð)

8. Gunnar Örn Jónsson, KR (Keflavík - KR, 18. umferð)

9. Skúli Jón Friðgeirsson, KR (KR - Fram, 19. umferð)

10. Alfreð Finnbogason, Breiðabliki (Stjarnan - Breiðablik, 19. umferð)

11. Atli Guðnason, FH (Fylkir - FH, 22. umferð)

12. Jóhann Laxdal, Stjörnunni (Stjarnan - Fjölnir, 22. umferð)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×