Fleiri fréttir

Atli: Má búast við að Arnar byrji í kvöld

Þrír leikir verða í Pepsi-deild karla í kvöld. Þar á meðal er viðureign Vals og Fylkis á Hlíðarenda. Fylkir er í fjórða sæti og Valur er stigi á eftir. Atli Eðvaldsson, þjálfari Vals, býst við erfiðum leik.

Keane: Ronaldo var ódýr

„Ef félög eru til í að borga þessar upphæðir fyrir leikmenn þá er mér sama. Miðað við aðra leikmenn tel ég 80 milljónir punda fyrir Cristiano Ronaldo vera kjarakaup," segir Roy Keane, knattspyrnustjóri Ipswich, spurðir út í risakaup sumarsins í Evrópuboltanum.

Wenger óttaðist um feril Rosicky

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, viðurkennir að hafa á vissum tímapunkti óttast að ferill Tomas Rosicky gæti verið á enda. Þetta sagði hann eftir að Rosicky lék annan hálfleikinn í æfingaleik gegn Barnet um helgina.

Inter tapaði í vítaspyrnukeppni

Ítalíumeistarar Inter töpuðu í gærkvöldi fyrir mexíkóska liðinu CF América á æfingamóti sem stendur yfir í Bandaríkjunum. Staðan var jöfn 1-1 eftir venjulegan leiktíma en América vann í vítaspyrnukeppni 5-4.

Beckham fékk að heyra það gegn AC Milan

Hópur stuðningsmanna bandaríska liðsins LA Galaxy púuðu á fyrirliða sinn, David Beckham, þegar liðið lék æfingaleik gegn AC Milan í gær. 27 þúsund manns voru á leiknum en Beckham lagði upp bæði mörk Galaxy í 2-2 jafntefli.

Þróttarar bæta við sig

Þróttarar sem verma botnsæti Pepsi-deildarinnar hafa fengið tvo serbneska leikmenn úr röðum Njarðvíkinga. Það eru varnarmaðurinn Dusan Ivkovic og miðjumaðurinn Milos Tanasic.

Umfjöllun: Jafntefli hjá ÍBV og Fram í Eyjum

Aðstæður til knattspyrnuiðkunar voru eins og þær gerast bestar í Vestmannaeyjum í kvöld þegar Fram kom í heimsókn á Hásteinsvöllinn. Bæði lið börðust til síðasta blóðdropa í þessum leik sem endaði með 1-1 jafntefli.

Þróttarar unnu stórsigur gegn Blikum

Þróttarar komust úr botnsæti Pepsi-deildar karla með glæsilegum 4-0 sigri gegn Breiðabliki á Valbjarnarvelli í kvöld en staðan var 2-0 í hálfleik.

Vill byggja framtíðarvöll Barcelona á eyju fyrir utan borgina

Katólónískur arkitekt hefur djarfan draum um hvar Barcelona á að spila í framtíðinni. Hann vill byggja nýjan 150 þúsund manna leikvang á manngerðri eyju fyrir utan Barcelona-borg. Arkitektinn heitir Emili Vidal og hann vill með þessu hanna fótboltaleikvang framtíðarinnar.

Lampard veit ekki hvort John Terry verði áfram hjá Chelsea

Frank Lampard hefur ýtt undir óvissuna í kringum framtíð fyrirliða síns hjá Chelsea, John Terry, með því að segjast ekki vita hvort Terry verði áfram hjá Lundúnafélaginu. Terry hefur verið orðaður við Manchester City sem ætlar að bjóða 35 milljónir punda í enska miðvörðinn.

Bjarni: Getum sjálfum okkur um kennt

Þjálfarinn Bjarni Jóhannsson hjá Stjörnunni var eðlilega óhress með að tapa leiknum í kvöld eftir að hafa leitt 0-1 í hálfleik og átt hættulegri marktækifæri framan af leik en Grindavík.

Umfjöllun: KR vann Fjölni eftir að hafa lent undir

KR-ingar minnkuðu forystu FH í deildinni niður í tíu stig þegar þeir sóttu sigur í Grafarvoginn gegn Fjölni. Líkt og þegar liðin áttust við í fyrri umferðinni unnu KR-ingar eftir að hafa lent undir.

Guðmundur Reynir: Stigin sem skipta máli

„Það er náttúrulega alltaf frábær tilfinning að spila fyrir KR," sagði Guðmundur Reynir Gunnarsson sem lék í kvöld sinn fyrsta deildarleik fyrir Vesturbæjarliðið þegar það vann 2-1 útisigur gegn Fjölni.

Ásmundur: Hefði getað dottið okkar megin

KR vann útisigur á Fjölni í kvöld 2-1. KR-ingar skoruðu sigurmarkið í seinni hálfleiknum en Fjölnismenn höfðu verið líklegri í hálfleiknum fram að því.

Liverpool-liðið tapaði í Vínarborg í kvöld

Liverpool tapaði 0-1 í æfingaleik á móti Rapid Vín í Austurríki í kvöld. Fyrirliði austurríska liðsins, Steffen Hofmann, skoraði eina mark leiksins beint úr aukaspyrnu í seinni hálfleik.

Ólína hugsanlega frá í nokkrar vikur - tognaði á ökkla

Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir meiddist í fyrri hálfleik í tapi íslenska kvennalandsliðsins fyrir Dönum í dag og varð að fara útaf á 36. mínútu. Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari vonar það besta en býst þó við að hún verði frá í einhverjar vikur.

Beckham spáir því að Chelsea verði enskur meistari

David Beckham hefur greinilega mikla trú á Carlo Ancelotti, nýjum þjálfara Chelsea, en Ítalinn þjálfaði Beckham hjá AC Milan á síðasta tímabili. Beckham spáir því að Chelsea vinni ensku úrvalsdeildina en Chelsea varð síðast meistari undir stjórn Jose Mourinho 2005 og 2006.

Þrumur og eldingar fóru ekki vel í íslenska liðið

Íslenska 19 ára landsliðið hefur lokið keppni á Evrópumótinu í Hvíta-Rússlandi eftir 0-4 tap á móti Englendingum í lokaleiknum. Enska liðið skoraði tvö mörk á fyrstu tólf mínútunum og hin tvö mörkin komu á síðustu fjórum mínútum leiksins.

Hver verður í 2. sæti Pepsi-deildar karla eftir leiki dagsins?

Það fara tveir leikir fram í tólftu umferð Pepsi-deild karla í kvöld þar sem liðin í 2. og 3. sæti deildarinnar verða í sviðsljósinu. KR er í 2. sæti og sækir Fjölni heima en Stjarnan, sem er í 4. sæti heimsækir Grindvíkinga. Báðir leikir hefjast klukkan 19.15.

Owen: Ég þoli alveg pressuna hjá Manchester United

Michael Owen vonast til þess að fylla í skarð í sóknarleik Manchester United sem Cristiano Ronaldo skildi eftir sig. Owen byrjaði vel með því að skora sigurmarkið í sínum fyrsta leik - æfingaleik á móti úrvalsliðið frá Malasíu í gær. Ronaldo skoraði 118 mörk í 292 leikjum fyrir United.

Þetta var ekki umferð toppliðanna í 1. deildinni

Spennan í 1. deild karla magnaðist mikið eftir leiki 12. umferðarinnar sem lauk í gær. Selfoss fékk tækifæri til að stórauka forskot sitt en örlög liðsins urðu svipuð að allra hinna liðanna í efstu sætunum.

Zlatan tekur á sig launalækkun upp á 533 milljónir á ári

Zlatan Ibrahimovic er tilbúinn að leggja á sig ýmislegt til þess að fá að spila með Evrópumeisturum Barcelona og þar á meðal að taka á sig mikla launalækkun. Ibrahimovic kemur til Barcelona á morgun til að ganga frá nýjum samningi en sænska blaðið Expressen hefur heimildir fyrir því að sænska stórstjarnan muni lækka þar mikið í launum.

Sigurður Ragnar breytir bara um markvörð fyrir Danaleikinn

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvennalandsliðsins, gerir aðeins eina breytingu á byrjunarliði liðsins frá sigurleiknum á móti Englandi á fimmtudaginn en stelpurnar okkar mæta Dönum í vináttulandsleik klukkan 13.00 í dag að íslenskum tíma.

Adebayor: Arsenal þurfti á peningunum að halda

Emmanuel Adebayor gekk í gær frá félagsskiptum sínum í Manchester City sem kaupir hann á 25 milljónir punda frá Arsenal. Adebayor fékk tíma til að hugsa sín mál en fór loksins í læknisskoðunina í gær. Tógó-maðurinn gerði fimm ára samning við City en hann er þriðji háklassa sóknarmaðurinn sem liðið kaupir í sumar.

Gylfi Þór með mark og tvær stoðsendingar í 3-0 sigri Reading

Gylfi Þór Sigurðsson heldur áfram að spila vel með Reading á undirbúningstímabilinu og í gær var hann maðurinn á bak við 3-0 útisigri Reading á Tooting & Mitcham. Þetta var lið skipað yngri leikmönnum en eldri leikmenn töpuðu á sama tíma fyrir Kettering.

Tevez horfði upp á City tapa fyrir sjóræningjunum

Carlos Tevez var meðal áhorfenda þegar nýja liðið hans, Manchester City, tapaði 0-2 fyrir Orlando Pirates í æfingaleik í Suður-Afríku í dag. Þetta var fyrsti leikurinn í Vodacom Challenge-æfingamótinu.

Ferguson hefur aldrei séð Senegalann spila

Sir Alex Ferguson, treysti á orð Ole Gunnars Solskjær, þegar hann ákvað að kaupa Senegalann Mame Biram Diouf frá norska liðinu Molde. Ferguson hefur aldrei séð Diouf spila úr stúkunni og það þykir óvenjulegt að Skotinn kaupi leikmann án þess að vera búinn að sjá hann spila.

Kristján Guðmundsson: Lasse kom okkur aftur inn í þetta

Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, er eini þjálfarinn í Pepsi-deild karla sem hefur náð að stoppa Íslandsmeistarana í FH. Keflavík tryggði sér 2-2 jafntefli á móti FH í Kaplakrika í dag og hefur því tekið fjögur stig út úr tveimur leikjum á móti FH í sumar.

Hrakfarir Skagamanna halda áfram - Þór vann á Akranesi

Þór vann 2-1 sigur á ÍA í 1. deild karla í dag. Þetta var þriðja tap Skagamanna í röð og annað tapað liðsins á heimavelli á fjórum dögum. Tap Skagamanna og sigur Aftureldingar á Fjarðabyggð í dag þýða að ÍA-liðið er aðeins tveimur stigum frá fallsæti í 1. deildinni.

Platini segist hafa verið betri en Cristiano Ronaldo

Michel Platini, núverandi forseti UEFA, hefur áhyggjur af risastórum upphæðum sem félög eru farin að borga fyrir leikmenn. Platini notaði athyglisverða aðferð til að gagnrýna kaup Real Madrid á Cristiano Ronaldo með því að segist hafa sjálfur átt að kosta meira en Ronaldo í viðtali við ítalska blaðið L’Espresso.

KA-menn unnu topplið Selfoss fyrir norðan

KA stöðvaði sigurgöngu Selfoss í 1. deild karla með 2-0 sigri í leik liðanna á Akureyrarvellinum í dag. Það voru þeir Bjarni Pálmason og David Disztl sem skoruðu mörk KA.

Guðbjörg verður í markinu á móti Dönum á morgun

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolti, tilkynnir ekki byrjunarlið sitt í æfingaleik á móti Dönum fyrr en í kvöld en þjóðirnar mætast á Englandi á morgun. Það er löngu ákveðið að Guðbjörg Gunnarsdóttir verður í markinu en Þóra Björg Helgadóttir var í markinu á móti Englandi.

Umfjöllun: Keflavík stöðvaði ellefu leikja sigurgöngu FH í Pepsi-deildinni

Keflavík stöðvaði ellefu leikja sigurgöngu Íslandsmeistara FH í Pepsi-deild karla í dag þegar liðin gerðu 2-2 jafntefli í Kaplakrikanum. Magnús Þorsteinsson tryggði Keflavík stig með marki á 89. mínútu leiksins eftir sendingu Símuns Samuelsen sem var FH-ingum erfiður í dag. Lykilatvik á lokamínútunum var þó þegar Lasse Jörgensen, varði vítaspyrnu Matthíasar Vilhjálmssonar sem hefði annars komið FH í 3-1 í leiknum.

Sjá næstu 50 fréttir