Umfjöllun: Keflavík stöðvaði ellefu leikja sigurgöngu FH í Pepsi-deildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júlí 2009 15:00 Keflvíkingar fagna hér marki í Krikanum í dag. Mynd/Kristján Orri Jóhannsson Keflavík stöðvaði ellefu leikja sigurgöngu Íslandsmeistara FH í Pepsi-deild karla í dag þegar liðin gerðu 2-2 jafntefli í Kaplakrikanum. Magnús Þorsteinsson tryggði Keflavík stig með marki á 89. mínútu leiksins eftir sendingu Símuns Samuelsen sem var FH-ingum erfiður í dag. Lykilatvik á lokamínútunum var þó þegar Lasse Jörgensen, varði vítaspyrnu Matthíasar Vilhjálmssonar sem hefði annars komið FH í 3-1 í leiknum. FH-ingar voru með öll völd á vellinum fram eftir öllum fyrri hálfleik, þeir sköpuðu sér fjölda færa og gáfu gestunum úr Keflavík fá eða engin tækifæri til að spila boltanum. FH-liðið fékk mörg færanna eftir horn- og aukaspyrnur en leikmönnum liðsins tókst illa að nýta sér góðar sendingar Tryggva Guðmundssonar. Norðmaðurinn Alexander Toft Söderlund var mjög ógnandi framan af leik en þegar kom að því að klára færin þá tókst honum sjaldnast að ná almennilegum skotum á markið. Það var eins og það vantaði hraða Atla Viðars Björnssonar í FH-sóknina því Söderlund er langt frá því eins fljótur og Atli Viðar. Þegar leið á fyrri hálfleik fór Keflavíkurliðið að fá meira sjálfstraust og liðinu gekk mun betur að spila boltanum. Hólmar Örn Rúnarsson, sem lék sinn fyrsta leik í byrjunarliðinu eftir tæplega tveggja mánaða meiðsli. komst meira í boltann og Símun Samuelsen fór að ógna FH-vörninni ítrekað. Það fór síðan að markheppnasti bakvörður landsins, Guðjón Árni Antoníusson, kom Keflavík í 1-0 með laglegum skutluskalla eftir aukaspyurnu Hauks Inga Guðnason frá hægri. Haukur Ingi fékk skömmu áður tvö frábær færi á sömu sekúndunni en fyrst varði Daði í marki FH og svo varði FH-vörnin frá honum. FH-ingar voru í tómum vandræðum í lok fyrri hálfleiksins og gátu í raun verið heppnir með að lenda ekki 2-0 undir þótt að þeir áttu að vera búnir að skora nokkur mörk sjálfir. FH-ingar skora tvö skallamörk eftir horn frá TryggvaHaukur Ingi Guðnason og Tommy Nielsen í leiknum í dag.Mynd/Kristján Orri JóhannssonSeinni hálfleikurinn þróaðist svipað og sá fyrri og FH-inga fóru að skapa sér færi á nýjan leik. Tryggvi Guðmundsson var þarna búinn að taka tíu hættuleg horn í leiknum og nokkrar aukaspyrnur að auki en það var eins og félagar hans vantaði grimdina inn í teig.Það breyttist þó loksins á 59. mínútu þegar Davíð Þór Viðarsson jafnaði leikinn með skalla eftir hornspyrnu Tryggva en þetta var ellefta horn FH í leiknum. Tryggvi lagði síðan upp annað skallamark úr næstu hornspyrnu 17 mínútum síðar en þá skallaði Atli Guðnason í markið.Það stefndi því í að FH-liðinu hefði einu sinni enn tekist að snúa tapi í sigur og FH-ingar virtust hafa ágæt tök á leiknum á lokamínútunum. Matthías Guðmundsson fékk síðan víti á 85. mínútu en í stað þess að gulltryggja sigurinn lét Matthías Vilhjálmsson Lasse Jörgensen verja frá vítið.Vítavarsla Lasse Jörgensen kveikti neista í Keflavíkurliðinu sem fór að ógna meira FH-liðinu á lokamínútunum og það var eins og það væri komin þreyta í FH-liðið sem augljóslega reyndi að hanga á eins marks forustu. Það tókst þó ekki.Símun Samuelsen fékk boltann á vinstri vængnum eftir hraða sókn og lék í gegnum FH-vörnina og kom boltanum á Magnús Þorsteinsson í teignum sem afgreiddi færið af öryggi og jafnaði leikinn. Keflavíkurliðið hélt áfram að sækja eftir markið en FH-liðið sat eftir og varði stigið.FH-ingar höfðu það í hendi sér að vinna tólfta deildarleikinn í röð og ná fimmtán stiga forskoti en þeir gáfu eftir í lok beggja hálfleikja og það nýttu gestirnir sér vel. FH-liðið er engu að síður í frábærri stöðu og það er ekki slæmt að vera búnir með báða leikina á móti Keflavík sem er búnir að taka af þeim fjögur stig í sumar. Tölfræði leiksinsSímun Samuelsen átti flottan leik í dag og stríddi FH-vörninni mikið. Hér er hann í baráttunni við Sverri Garðarsson í leiknum í dag.Mynd/Kristján Orri JóhannssonFH-Keflavík 2-2 0-1 Guðjón Árni Antoníusson (42.) 1-1 Davíð Þór Viðarsson (59.) 2-1 Atli Guðnason (76.) 2-2 Magnús Sverrir Þorsteinsson (89.)Kaplakrikavöllur. Áhorfendur: 1037 Dómari: Jóhannes Valgeirsson (7)Skot (á mark): 22-10 (10-5) Varin skot: Daði 3 - Lasse 8. Horn: 12-4 Aukaspyrnur fengnar: 8-18 Rangstöður: 5-1FH 4-3-3 Daði Lárusson 6 Matthías Vilhjálmsson 6 Sverrir Garðarsson 6 Tommy Fredsgaard Nielsen 7 Viktor Örn Guðmundsson 6 Davíð Þór Viðarsson 8 Björn Daníel Sverrisson 6 Tryggvi Guðmundsson 7 (78., Hákon Atli Hallfreðsson -) Matthías Guðmundsson 5 Alexander Toft Söderlund 6 Atli Guðnason 7Keflavík 4-4-2 Lasse Jörgensen 8 - Maður leiksins Guðjón Árni Antoníusson 6 Bjarni Hólm Aðalsteinsson 6 Alen Sutej 6 Nicolai Jörgensen 5 Magnús Sverrir Þorsteinsson 7 Jón Gunnar Eysteinsson 5 Hólmar Örn Rúnarsson 7 (84., Einar Orri Einarsson -) Brynjar Guðmundsson 5 (60., Jóhann Birnir Guðmundsson 6) Símun Eiler Samuelsen 8 Haukur Ingi Guðnason 6 (59., Magnús Þórir Matthíasson 6) Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjá meira
Keflavík stöðvaði ellefu leikja sigurgöngu Íslandsmeistara FH í Pepsi-deild karla í dag þegar liðin gerðu 2-2 jafntefli í Kaplakrikanum. Magnús Þorsteinsson tryggði Keflavík stig með marki á 89. mínútu leiksins eftir sendingu Símuns Samuelsen sem var FH-ingum erfiður í dag. Lykilatvik á lokamínútunum var þó þegar Lasse Jörgensen, varði vítaspyrnu Matthíasar Vilhjálmssonar sem hefði annars komið FH í 3-1 í leiknum. FH-ingar voru með öll völd á vellinum fram eftir öllum fyrri hálfleik, þeir sköpuðu sér fjölda færa og gáfu gestunum úr Keflavík fá eða engin tækifæri til að spila boltanum. FH-liðið fékk mörg færanna eftir horn- og aukaspyrnur en leikmönnum liðsins tókst illa að nýta sér góðar sendingar Tryggva Guðmundssonar. Norðmaðurinn Alexander Toft Söderlund var mjög ógnandi framan af leik en þegar kom að því að klára færin þá tókst honum sjaldnast að ná almennilegum skotum á markið. Það var eins og það vantaði hraða Atla Viðars Björnssonar í FH-sóknina því Söderlund er langt frá því eins fljótur og Atli Viðar. Þegar leið á fyrri hálfleik fór Keflavíkurliðið að fá meira sjálfstraust og liðinu gekk mun betur að spila boltanum. Hólmar Örn Rúnarsson, sem lék sinn fyrsta leik í byrjunarliðinu eftir tæplega tveggja mánaða meiðsli. komst meira í boltann og Símun Samuelsen fór að ógna FH-vörninni ítrekað. Það fór síðan að markheppnasti bakvörður landsins, Guðjón Árni Antoníusson, kom Keflavík í 1-0 með laglegum skutluskalla eftir aukaspyurnu Hauks Inga Guðnason frá hægri. Haukur Ingi fékk skömmu áður tvö frábær færi á sömu sekúndunni en fyrst varði Daði í marki FH og svo varði FH-vörnin frá honum. FH-ingar voru í tómum vandræðum í lok fyrri hálfleiksins og gátu í raun verið heppnir með að lenda ekki 2-0 undir þótt að þeir áttu að vera búnir að skora nokkur mörk sjálfir. FH-ingar skora tvö skallamörk eftir horn frá TryggvaHaukur Ingi Guðnason og Tommy Nielsen í leiknum í dag.Mynd/Kristján Orri JóhannssonSeinni hálfleikurinn þróaðist svipað og sá fyrri og FH-inga fóru að skapa sér færi á nýjan leik. Tryggvi Guðmundsson var þarna búinn að taka tíu hættuleg horn í leiknum og nokkrar aukaspyrnur að auki en það var eins og félagar hans vantaði grimdina inn í teig.Það breyttist þó loksins á 59. mínútu þegar Davíð Þór Viðarsson jafnaði leikinn með skalla eftir hornspyrnu Tryggva en þetta var ellefta horn FH í leiknum. Tryggvi lagði síðan upp annað skallamark úr næstu hornspyrnu 17 mínútum síðar en þá skallaði Atli Guðnason í markið.Það stefndi því í að FH-liðinu hefði einu sinni enn tekist að snúa tapi í sigur og FH-ingar virtust hafa ágæt tök á leiknum á lokamínútunum. Matthías Guðmundsson fékk síðan víti á 85. mínútu en í stað þess að gulltryggja sigurinn lét Matthías Vilhjálmsson Lasse Jörgensen verja frá vítið.Vítavarsla Lasse Jörgensen kveikti neista í Keflavíkurliðinu sem fór að ógna meira FH-liðinu á lokamínútunum og það var eins og það væri komin þreyta í FH-liðið sem augljóslega reyndi að hanga á eins marks forustu. Það tókst þó ekki.Símun Samuelsen fékk boltann á vinstri vængnum eftir hraða sókn og lék í gegnum FH-vörnina og kom boltanum á Magnús Þorsteinsson í teignum sem afgreiddi færið af öryggi og jafnaði leikinn. Keflavíkurliðið hélt áfram að sækja eftir markið en FH-liðið sat eftir og varði stigið.FH-ingar höfðu það í hendi sér að vinna tólfta deildarleikinn í röð og ná fimmtán stiga forskoti en þeir gáfu eftir í lok beggja hálfleikja og það nýttu gestirnir sér vel. FH-liðið er engu að síður í frábærri stöðu og það er ekki slæmt að vera búnir með báða leikina á móti Keflavík sem er búnir að taka af þeim fjögur stig í sumar. Tölfræði leiksinsSímun Samuelsen átti flottan leik í dag og stríddi FH-vörninni mikið. Hér er hann í baráttunni við Sverri Garðarsson í leiknum í dag.Mynd/Kristján Orri JóhannssonFH-Keflavík 2-2 0-1 Guðjón Árni Antoníusson (42.) 1-1 Davíð Þór Viðarsson (59.) 2-1 Atli Guðnason (76.) 2-2 Magnús Sverrir Þorsteinsson (89.)Kaplakrikavöllur. Áhorfendur: 1037 Dómari: Jóhannes Valgeirsson (7)Skot (á mark): 22-10 (10-5) Varin skot: Daði 3 - Lasse 8. Horn: 12-4 Aukaspyrnur fengnar: 8-18 Rangstöður: 5-1FH 4-3-3 Daði Lárusson 6 Matthías Vilhjálmsson 6 Sverrir Garðarsson 6 Tommy Fredsgaard Nielsen 7 Viktor Örn Guðmundsson 6 Davíð Þór Viðarsson 8 Björn Daníel Sverrisson 6 Tryggvi Guðmundsson 7 (78., Hákon Atli Hallfreðsson -) Matthías Guðmundsson 5 Alexander Toft Söderlund 6 Atli Guðnason 7Keflavík 4-4-2 Lasse Jörgensen 8 - Maður leiksins Guðjón Árni Antoníusson 6 Bjarni Hólm Aðalsteinsson 6 Alen Sutej 6 Nicolai Jörgensen 5 Magnús Sverrir Þorsteinsson 7 Jón Gunnar Eysteinsson 5 Hólmar Örn Rúnarsson 7 (84., Einar Orri Einarsson -) Brynjar Guðmundsson 5 (60., Jóhann Birnir Guðmundsson 6) Símun Eiler Samuelsen 8 Haukur Ingi Guðnason 6 (59., Magnús Þórir Matthíasson 6)
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjá meira