Íslenski boltinn

Hver verður í 2. sæti Pepsi-deildar karla eftir leiki dagsins?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
KR-ingurinn Óskar Örn Hauksson í baráttu við Stjörnumanninn Halldór Orra Björnsson.
KR-ingurinn Óskar Örn Hauksson í baráttu við Stjörnumanninn Halldór Orra Björnsson. Mynd/Daníel

Það fara tveir leikir fram í tólftu umferð Pepsi-deild karla í kvöld þar sem liðin í 2. og 3. sæti deildarinnar verða í sviðsljósinu. KR er í 2. sæti og sækir Fjölni heima en Stjarnan, sem er í 4. sæti heimsækir Grindvíkinga. Báðir leikir hefjast klukkan 19.15.

KR vann Fjölni 2-1 á heimavelli sínum í 1. umferð þar sem Fjölnir komst í 1-0. Það var fyrirliði KR, Jónas Guðni Sævarsson, sem skoraði þá sigurmark KR-liðsins í leiknum. KR getur minnkað forskot FH á toppnum í tíu stig með sigri í Grafarvoginum í kvöld.

Stjarnan vann 3-1 sigur á Grindavík á heimavelli sínum í 1. umferð. Stjarnan komst í 3-0 áður en gestirnir úr Grindavík náðu að minnka muninn. Leikurinn í dag verður fyrsti leikur Stjörnunnar í tíu daga. Stjörnumenn geta komist upp í 2. sætið vinni þeir Grindavík á sama tíma og KR-ingum takist ekki að vinna Fjölni.

Bæði KR og Stjarnan töpuðu síðasta leik og hafa þau aðeins fengið eitt stig út úr tveimur síðustu leikjum sínum. KR tapaði 3-4 fyrir Val á heimavelli en Stjarnan tapaði 1-3 fyrir Fjölni á útivelli.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×