Kristján Guðmundsson: Lasse kom okkur aftur inn í þetta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júlí 2009 19:03 Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur. Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, er eini þjálfarinn í Pepsi-deild karla sem hefur náð að stoppa Íslandsmeistarana í FH. Keflavík tryggði sér 2-2 jafntefli á móti FH í Kaplakrika í dag og hefur því tekið fjögur stig út úr tveimur leikjum á móti FH í sumar. „Það er styrkleikamerki að hafa náð að taka fjögur stig af FH í sumar. Við erum mjög ánægðir með að hafa tekið stig hérna á þessum erfiða útivelli þar sem þeir höfðu unnið alla sína leiki. Þetta þýðir jafnframt það að við þurfum að fylgja þessu eftir í næsta leik og í næsta leik þar á eftir. Við þurfum að mæta með sama hugarfar og ætla okkur að ná í stigin," sagði Kristján eftir leikinn í dag. Keflavík komst í 1-0 en FH svaraði með tveimur skallamörkum eftir hornspyrnur og fékk síðan víti sem hefði gulltryggt sigurinn. Lasse Jörgensen, markvörður Keflavíkur, varði hinsvegar vítið og Magnús Þorsteinsson tryggði Keflavík jafntefli í lokin. „1-0 forusta er aldrei nóg á móti FH og við vorum að vona að við gætum lætt inn einu marki í upphafi seinni hálfleiks. Það tókst ekki en Lasse markmaður kom okkur aftur inn í þetta með því að verja vítið og það var hvatningin sem framherjarnir okkar þurftu til þess að jafna leikinn," segir Kristján. Hann var sáttur með þróun leiksins. „Við spiluðum leikinn nokkurn veginn eftir því sem við höfðum ákveðið. Við vorum þolinmóðir í byrjun því okkur grunaði að FH-ingarnir kæmu dýrvitlausir í þennan leik. Þeir ætluðu bæði að ná í þrjú stig af því að þeir töpuðu fyrir okkur í fyrsta leiknum og vildu þeir sýna fólkinu að það væri lífsmark með þeim eftir miðvikudagsleikinn. Þetta gekk alveg ágætlega þótt þeir hafi oft verið nálægt því í hornum og aukaspyrnum að setja á okkur mark," sagði Kristján en er mótið búið? „Mótið er ekki búið og ég held að FH-ingar geri sér alveg fullkomlega grein fyrir því. Það getur alveg vel verið að fleiri lið fylgi í kjölfarið, taki af þeim stig og geri þetta svolítið spennandi á toppnum undir lokin," sagði Kristján að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Bað kærastann sinn afsökunar Sport Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Sport Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Sjá meira
Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, er eini þjálfarinn í Pepsi-deild karla sem hefur náð að stoppa Íslandsmeistarana í FH. Keflavík tryggði sér 2-2 jafntefli á móti FH í Kaplakrika í dag og hefur því tekið fjögur stig út úr tveimur leikjum á móti FH í sumar. „Það er styrkleikamerki að hafa náð að taka fjögur stig af FH í sumar. Við erum mjög ánægðir með að hafa tekið stig hérna á þessum erfiða útivelli þar sem þeir höfðu unnið alla sína leiki. Þetta þýðir jafnframt það að við þurfum að fylgja þessu eftir í næsta leik og í næsta leik þar á eftir. Við þurfum að mæta með sama hugarfar og ætla okkur að ná í stigin," sagði Kristján eftir leikinn í dag. Keflavík komst í 1-0 en FH svaraði með tveimur skallamörkum eftir hornspyrnur og fékk síðan víti sem hefði gulltryggt sigurinn. Lasse Jörgensen, markvörður Keflavíkur, varði hinsvegar vítið og Magnús Þorsteinsson tryggði Keflavík jafntefli í lokin. „1-0 forusta er aldrei nóg á móti FH og við vorum að vona að við gætum lætt inn einu marki í upphafi seinni hálfleiks. Það tókst ekki en Lasse markmaður kom okkur aftur inn í þetta með því að verja vítið og það var hvatningin sem framherjarnir okkar þurftu til þess að jafna leikinn," segir Kristján. Hann var sáttur með þróun leiksins. „Við spiluðum leikinn nokkurn veginn eftir því sem við höfðum ákveðið. Við vorum þolinmóðir í byrjun því okkur grunaði að FH-ingarnir kæmu dýrvitlausir í þennan leik. Þeir ætluðu bæði að ná í þrjú stig af því að þeir töpuðu fyrir okkur í fyrsta leiknum og vildu þeir sýna fólkinu að það væri lífsmark með þeim eftir miðvikudagsleikinn. Þetta gekk alveg ágætlega þótt þeir hafi oft verið nálægt því í hornum og aukaspyrnum að setja á okkur mark," sagði Kristján en er mótið búið? „Mótið er ekki búið og ég held að FH-ingar geri sér alveg fullkomlega grein fyrir því. Það getur alveg vel verið að fleiri lið fylgi í kjölfarið, taki af þeim stig og geri þetta svolítið spennandi á toppnum undir lokin," sagði Kristján að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Bað kærastann sinn afsökunar Sport Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Sport Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Sjá meira