Fleiri fréttir

Keegan gerir Owen að fyrirliða

Kevin Keegan virðist nú hafa tekið af allan vafa með samband sitt við Michael Owen hjá Newcastle, því hann hefur gert framherjann að fyrirliða liðsins.

Krkic vekur áhuga Aragones

Luis Aragones er ánægður með frammistöðu táningsins Bojan Krkic með Barcelona á leiktíðinni og gæti valið hann í EM-hóp Spánar.

Keegan ætlar að ræða við Shearer

Kevin Keegan, nýráðinn knattspyrnustjóri Newcastle, ætlar að ræða við markahetjuna Alan Shearer um hvort hann gæti orðið hluti af starfsliði sínu hjá félaginu.

Kjartan Henry til Sandefjord

Knattspyrnumaðurinn Kjartan Henry Finnbogason er genginn í raðir norska 1. deildarliðsins Sandefjord, en hann hefur verið á mála hjá skoska liðinu Glasgow Celtic undanfarin ár. Hann skrifaði undir þriggja ára samning í dag.

Eiður: Ég var ekki framherjinn sem Barcelona þurfti

Eiður Smári Guðjohnsen hefur fundið sig vel á miðjunni hjá Barcelona upp á síðkastið og í viðtali við Reuters fréttastofuna viðurkennir Eiður að hann hafi á sínum tíma líklega ekki verið sá framherji sem Barcelona vildi fá til að fylla skarð Henrik Larsson.

Mancini yngri spilaði sinn fyrsta leik

Filippo Mancini, sonur þjálfarans Roberto Mancini hjá Inter, spilaði í gærkvöld fyrsta leik sinn með aðalliði félagsins þegar það vann Reggina 3-0 í síðari leik liðanna í ítalska bikarnum.

Ég var besti maðurinn í starfið

Kevin Keegan segist vera besti maðurinn til að rétta við skútuna hjá Newcastle og að vel komi til greina að ráða Alan Shearer sem aðstoðarmann. Þetta sagði hann á blaðamananfundi nú áðan þegar hann var formlega vígður inn í starfið.

McFadden kominn til Birmingham

Enska úrvalsdeildarfélagið Birmingham hefur gengið frá kaupum á skoska landsliðsframherjanum James McFadden frá Everton fyrir ríflega 5 milljónir punda. McFadden er 24 ára gamall og spilar því framvegis undir stjórn landa síns Alex McLeish.

Liverpool er ekki til sölu

Forráðamenn Liverpool hafa neitað þeim fregnum alfarið að amerískir eigendur félagsins séu að íhuga að selja hlut sinn í félaginu. Í gær var greint frá því að fjárfestar frrá Dubai International Capital hefðu áhuga á að eignast félagið, en tilboði þeirra var hafnað á síðustu stundu þegar Bandaríkjamennirnir keyptu hlut sinn á sínum tíma.

Scholes byrjar að æfa eftir helgi

Miðjumaðurinn Paul Scholes hjá Manchester United hefur fengið græna ljósið frá læknum til að byrja að æfa á fullu á ný eftir helgina. Scholes hefur verið frá keppni í þrjá mánuði vegna hnéuppskurðar. Til greina kemur að Scholes verði í hóp United fyrir bikarleikinn gegn Tottenham um aðra helgi.

Grétar er klár í æsta stuðningsmenn Newcastle

Grétar Rafn Steinsson fær verðuga eldskírn í ensku úrvalsdeildinni á morgun ef hann verður í byrjunarliði Gary Megson hjá Bolton þegar liðið sækir Newcastle heim á St. James´ Park. Það verður fyrsti leikur Newcastle undir stjórn Kevin Keegan.

Podolski er ekki á leið til City

Stjórnarformaður Bayern Munchen segir ekkert til í þeim orðrómi að þýski landsliðsmaðurinn Lukas Podolski sé á leið til Manchester City eins og haldið hefur verið fram í breskum miðlum.

Edman kominn til Wigan

Sænski landsliðsbakvörðurinn Erik Edman hefur samþykkt að ganga í raðir Wigan í ensku úrvalsdeildinni. Hann segir tækifærið að komast aftur í ensku úrvalsdeildina hafa verið of gott til að hafna því, en hann hefur leikið með franska liðinu Rennes undanfarið. Hann var með lausa samninga hjá franska liðinu en var áður liðsfélagi Emils Hallfreðssonar hjá Tottenham.

Stuðningsmaður stunginn til bana

Tveir stuðningsmenn knattspyrnuliðsins Olympiakos á Grikklandi voru stungnir í árás stuðningsmanna Panathinaikos í strandbænum Loutsa í fyrrinótt. Annar þeirra, 24 ára gamall maður, lést af stungusárunum en hinn er á batavegi á sjúkrahúsi. Árásin var gerð nóttina eftir 4-0 sigur Olympiakos í viðureign liðanna í bikarkeppninni.

Chelsea sektað um 50 milljónir

Enska knattspyrnusambandið hefur skellt 50 milljón króna sekt á úrvalsdeildarfélagið Chelsea eftir ólæti leikmanna liðsins eftir leik gegn Derby þann 24. nóvember. Til óláta kom í leiknum þar sem Michael Essien fékk m.a. að líta rauða spjaldið. Chelsea var sektað um þrá fjórðu hluta þessarar upphæðar fyrir viðlíka læti í fyrra.

Fred ætlar ekki að fara frá Lyon

Brasilíumaðurinn Fred hefur nú lýst því yfir að hann muni ekki fara frá franska liðinu Lyon eins og til stóð, en hann hafði verið sterklega orðaður við Tottenham.

Taylor til Bolton

Bolton gekk í dag frá kaupum á þriðja leikmanninum í janúarglugganum þegar það keypti hinn fjölhæfa Matt Taylor frá Portsmouth. Taylor var kominn út í kuldann hjá Portsmouth en getur spilað margar stöður á vellinum. Hann hefur skrifað undir þriggja og hálfsárs samning við félagið.

Keegan predikar þolinmæði

Kevin Keegan, nýráðinn stjóri Newcastle, vill að stuðningsmenn félagsins sýni þolinmæði því hann eigi mikið verk fyrir höndum til að rétta hlut liðsins í deildinni.

Diarra búinn að skrifa undir hjá Portsmouth

Enska úrvalsdeildarfélagið Portsmouth staðfesti í dag kaup á franska miðjumanninum Lassana Diarra frá Arsenal en kaupverðið var ekki gefið upp. Diarra lék áður með Chelsea og er 22 ára gamall landsliðsmaður.

Laursen framlengir við Villa

Danski varnarjaxlinn Martin Laursen hefur samþykkt að skrifa undir nýjan samning við Aston Villa sem gildir til rúmlega tveggja ára. Hinn þrítugi Laursen hefur verið í frábæru formi með Villa í vetur og er búinn að skora sex mörk. Hann mun líklega skrifa undir á morgun.

Real og Milan úr leik í bikarnum

Nokkrir leikir voru á dagskrá í bikarkeppnunum á Spáni og Ítalíu í gærkvöld og þar bar hæst að stórveldin Real Madrid og AC Milan féllu úr leik. Hvorugt liðanna tefldi reyndar fram sínum sterkustu mönnum.

Tvíburarnir hefja æfingar með United

Brasilísku tvíburarnir Fabio og Rafael eru nú við það að hefja æfingar með Manchester United eftir að félagið kom auga á þá fyrst fyrir tveimur árum. Þeir koma frá liði Fluminese og eru bakverðir.

Coleman orðaður við Newcastle

Til greina kemur að Kevin Keegan muni leita til Chris Coleman um að ganga í starfslið sitt hjá Newcastle ef marka má fréttir frá Englandi. Coleman var áður stjóri Fulham til margra ára, en hann hætti hjá spænska liðinu Real Sociedad í gær.

Defoe í viðræðum við Villa

Framherjinn Jermaine Defoe er sagður hafa átt í viðræðum við Aston Villa um að ganga í raðir félagsins frá Tottenham. Birmingham Post greinir frá þessu í morgun, en Defoe hefur verið sagt að honum sé frjálst að fara frá Lundúnaliðinu.

Newcastle og Manchester City áfram

Úrvalsdeildarliðin Newcastle og Manchester City komust í kvöld áfram í fjórðu umferð ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu.

Pabbi Theodórs Elmar benti Lyn á hann

„Fyrir einu og hálfu ári síðan hringdi pabbi hans, sem býr í Kristjánssandi, í mig og spurði hvort við hefðum ekki áhuga á að kaupa strákinn sinn.“

Coleman hættur hjá Sociedad

Chris Coleman hefur sagt starfi sínu lausu sem knattspyrnustjóri spænska B-deildarliðsins Real Sociedad.

Keegan tekinn við Newcastle

Kevin Keegan var í dag ráðinn þjálfari Newcastle í ensku úrvalsdeildinni. Þetta er í annað sinn sem Keegan tekur við liðinu en ekki er langt síðan Keegan útilokaði með öllu að fara aftur út í þjálfun í viðtalsþætti á BBC.

Hef lengi beðið eftir að komast til Bolton

Grétar Rafn Steinsson hefur nú loksins verið kynntur formlega til sögunnar sem nýr leikmaður Bolton. Grétar lýsti yfir ánægju sinni með vistaskiptin í viðtali á heimasíðu félagsins nú síðdegis.

Þegiðu, Sol

Framkvæmdastjóri Portsmouth hefur beðið Sol Campbell og aðra leikmenn liðsins um að hætta að draga metnað félagsins í efa í viðtölum við fjölmiðla.

Chelsea staðfestir kaupin á Ivanovic

Chelsea gekk í dag formlega frá kaupum á serbneska varnarmanninum Branislav Ivanovic frá Lokomotiv í Moskvu. Kaupverðið á hinum 23 ára gamla leikmanni var ekki gefið upp en hann er nú kominn með atvinnuleyfi á Englandi. Hann ku geta spilað allar varnarstöðurnar á vellinum og spilaði sinn fyrsta landsleik fyrir Serba fyrir tveimur árum.

Victoria stolt af sjö metra miðfæti bóndans

"Ég elska að sjá sjö metra langan liminn á honum. Hann er risavaxinn. Ógnarstór. Það er frábært," sagði Victoria Beckham til að lýsa viðbrögðum sínum yfir risastórum auglýsingaskiltum af bónda sínum sem prýða nú byggingar víða um heim.

Kári Steinn hættur

Knattspyrnumaðurinn Kári Steinn Reynisson hjá ÍA hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir langan og farsælan feril með Skagaliðinu. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins.

Skattamál Capello eru í fínu lagi

Enska knattspyrnusambandið hefur um nokkurt skeið vitað af því að skattamál landsliðsþjálfarans Fabio Capello væru til rannsóknar á Ítalíu. Talsmaður sambandsins segir það ekki hafa áhyggjur af málinu.

Capello sakaður um skattsvik

Rannsókn er nú hafin í Tórínó á Ítalíu vegna meintra skattsvika enska landsliðsþjálfarans Fabio Capello. Þetta hefur Reuters fréttastofan eftir heimildamönnum sínum á Ítalíu.

Diarra til Portsmouth

Franski landsliðsmaðurinn Lassana Diarra hefur samþykkt að ganga í raðir Portsmouth frá Arsenal ef marka má frétt Sky í dag. Sagt er að kaupverðið sé um fimm milljónir punda og að Diarra hafi þegar staðist læknisskoðun hjá félaginu. Hann verði tilkynntur hjá Portsmouth síðar í þessari viku.

Sjá næstu 50 fréttir