Enski boltinn

Megson ánægður með bílskúrsbakvörðinn

Gary Megson, stjóri Bolton, bindur miklar vonir við nýjasta leikmann sinn Grétar Rafn Steinsson sem gekk í raðir liðsins í gær frá AZ Alkmaar.

"Hann er fínn hægribakvörður og fæddist ekki með neina silfurskeið í munninum. Hann kemur frá 800 manna þorpi á Íslandi og vann hart fyrir því að verða sá knattspyrnumaður sem hann er í dag. Hann fór til Sviss og bjó þar í bílskúr á meðan hann spilaði þar. Þetta sýnir mér að hann er með rétta hugarfarið," sagði Megson í samtali við Sun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×