Enski boltinn

Podolski er ekki á leið til City

Lukas Podolski hefur þurft að sinna hlutverki boxpúðans hjá Bayern og hefur verið gagnrýndur mikið af forráðamönnum félagsins
Lukas Podolski hefur þurft að sinna hlutverki boxpúðans hjá Bayern og hefur verið gagnrýndur mikið af forráðamönnum félagsins NordicPhotos/GettyImages

Stjórnarformaður Bayern Munchen segir ekkert til í þeim orðrómi að þýski landsliðsmaðurinn Lukas Podolski sé á leið til Manchester City eins og haldið hefur verið fram í breskum miðlum.

Podolski hefur verið í ónáð hjá Bayern undanfarin misseri og hefur ekki skorað nema fjögur mörk í þýsku úrvalsdeildinni. Hinn 22 ára framherji er samningsbundinn Bayern til ársins 2010.

"Það er eðlilegt að lið hafi áhuga á leikmönnum okkar. Við erum að tala um þýskan landsliðsmann. Við höfum fengið tilboð í Lukas en hann verður hérna í það minnsta fram á sumarið," sagði Karl-Heinz Rummenigge.

"Jurgen Klinsmann tekur við liðinu í sumar og hann hefur sett fram lista manna sem hann vill fá að prófa og Lukas er einn þeirra. Lukas er þar að auki gróflega vanmetinn leikmaður og hann er miklu meira virði en það sem lið hafa verið að bjóða í hann. Manchester City er vissulega eitt af þeim liðum sem hafa verið að spyrjast fyrir um hann - en málið er útrætt af okkar hálfu."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×