Enski boltinn

Chelsea staðfestir kaupin á Ivanovic

NordicPhotos/GettyImages
Chelsea gekk í dag formlega frá kaupum á serbneska varnarmanninum Branislav Ivanovic frá Lokomotiv í Moskvu. Kaupverðið á hinum 23 ára gamla leikmanni var ekki gefið upp en hann er nú kominn með atvinnuleyfi á Englandi. Hann ku geta spilað allar varnarstöðurnar á vellinum og spilaði sinn fyrsta landsleik fyrir Serba fyrir tveimur árum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×