Fótbolti

Stuðningsmaður stunginn til bana

Mikill rígur er milli Panathinaikos og Olympiakos eins og þetta listaverk sýnir
Mikill rígur er milli Panathinaikos og Olympiakos eins og þetta listaverk sýnir AFP
Tveir stuðningsmenn knattspyrnuliðsins Olympiakos á Grikklandi voru stungnir í árás stuðningsmanna Panathinaikos í strandbænum Loutsa í fyrrinótt. Annar þeirra, 24 ára gamall maður, lést af stungusárunum en hinn er á batavegi á sjúkrahúsi. Árásin var gerð nóttina eftir 4-0 sigur Olympiakos í viðureign liðanna í bikarkeppninni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×