Enski boltinn

Defoe í viðræðum við Villa

NordicPhotos/GettyImages

Framherjinn Jermaine Defoe er sagður hafa átt í viðræðum við Aston Villa um að ganga í raðir félagsins frá Tottenham. Birmingham Post greinir frá þessu í morgun, en Defoe hefur verið sagt að honum sé frjálst að fara frá Lundúnaliðinu.

Hann hefur ekki átt fast sæti í liði Tottenham og búist er við að Brasilíumaðurinn Fred sé á leið þangað frá Lyon í Frakklandi.

Kaupverðið er þó mjög líklegt til að flækja þessar viðræður til muna, þar sem Tottenham er talið hafa skellt um 10 milljón punda verðmiða á Defoe.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×