Enski boltinn

Keegan predikar þolinmæði

NordicPhotos/GettyImages

Kevin Keegan, nýráðinn stjóri Newcastle, vill að stuðningsmenn félagsins sýni þolinmæði því hann eigi mikið verk fyrir höndum til að rétta hlut liðsins í deildinni.

"Ég veit hvað stuðningsmennirnir vilja og ef þeir sýna þolinmæði, getum við kannski látið drauma þeirra verða að veruleika," sagði hinn 56 ára gamli Keegan.

"Ég er alveg jafn spenntur núna og þegar ég kom hingað sem leikmaður á sínum tíma þegar ég var 31 árs - og þegar ég kom hingað sem stjóri í fyrra skiptið. Þegar ég kom hingað síðast voru menn að hafa áhyggjur af því að við gætum fyllt áhorfendabekkina - það er ekki vandamál í dag."

"Vandamálið í dag verður líklega að finna nógu mörg sæti ef við náum að gera það sem við viljum gera með þetta lið. Verkið er fyrir framan okkur, þetta er mikið starf og frábær klúbbur," sagði Keegan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×