Enski boltinn

Keegan ætlar að ræða við Shearer

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Keegan er tekinn við Newacstle á ný.
Keegan er tekinn við Newacstle á ný. Nordic Photos / Getty Images

Kevin Keegan, nýráðinn knattspyrnustjóri Newcastle, ætlar að ræða við markahetjuna Alan Shearer um hvort hann gæti orðið hluti af starfsliði sínu hjá félaginu.

„Ég vil fá þá bestu til liðs við Newcastle," sagði Keegan. „Ef Alan vill taka að sér eitthvert ákveðið starf hefði ég mikinn áhuga á því að fá hann aftur til félagsins. Ég mun örugglega ræða við hann."

Þá sagði Keegan einnig að ummæli Owen í ævisögu hans um sig myndu engin áhrif hafa á samstarf þeirra. Owen gagnrýndi Keegan mikið fyrir störf sín sem landsliðsþjálfari á sínum tíma.

„Ég hef heyrt um bókina hans og honum er frjálst að hafa sína skoðun. Ég hlakka til að vinna með honum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×