Enski boltinn

Fred ætlar ekki að fara frá Lyon

AFP

Brasilíumaðurinn Fred hefur nú lýst því yfir að hann muni ekki fara frá franska liðinu Lyon eins og til stóð, en hann hafði verið sterklega orðaður við Tottenham.

"Ég ætla að halda áfram hérna og gera allt sem ég get til að komast í liðið. Ég vil ekki tala meira um félagaskipti heldur vil ég einbeita mér að Lyon. Það hafa heldur ekki borist nein góð tilboð í mig," sagði leikmaðurinn sem sagðist í gær ætla að eiga annan fund með forráðamönnum Tottenham.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×