Enski boltinn

Ég var besti maðurinn í starfið

NordicPhotos/GettyImages

Kevin Keegan segist vera besti maðurinn til að rétta við skútuna hjá Newcastle og að vel komi til greina að ráða Alan Shearer sem aðstoðarmann. Þetta sagði hann á blaðamananfundi nú áðan þegar hann var formlega vígður inn í starfið.

"Ég þekki þetta félag inn og út eftir að hafa verið hér áður bæði sem leikmaður og þjálfari og það er það sem stuðningsmennirnir vilja. Ég þarf ekki að koma hingað og byrja á byrjunarreit. Þetta er einstakur klúbbur og að mínu mati er ég hæfasti maðurinn í starfið. Ég óttast ekki félagið og verkefnið sem ég á fyrir höndum," sagði Keegan í dag.

Hann útilokar ekki að ræða við Alan Shearer til að verða sér innan handar. "Ég hef ekki talað við Alan ef ég á að vera hreinskilinn og ég er fyrst og fremst farinn að hugsa um leikinn um helgina. Ef er laus staða hjá félaginu fyrir Alan og hann hefur áhuga á starfinu, er örugglega laust pláss fyrir hann hérna. Ég mun klárlega tala við hann," sagði Keegan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×