Enski boltinn

Keegan gerir Owen að fyrirliða

NordicPhotos/GettyImages

Kevin Keegan virðist nú hafa tekið af allan vafa með samband sitt við Michael Owen hjá Newcastle, því hann hefur gert framherjann að fyrirliða liðsins.

Breskir fjölmiðlar hafa fjallað nokkuð um stirt samband þeirra tveggja síðustu daga, en Owen fór hörðum orðum um Keegan í ævisögu sinni fyrir nokkrum árum, þar sem hann sakaði þjálfarann um að skemma fyrir sér ferilinn þegar hann var landsliðsþjálfari Englendinga.

"Owen mun ekki aðeins verða í liðinu heldur mun hann bera fyrirliðabandið. Hann er rétti maðurinn til að fara fyrir liðinu og þetta segir ykkur hvaða álit ég hef á honum. Ég veit að fólk mun reyna að grafa upp það sem hann sagð í ævisögu sinni, en þeir sem þekkja mig vita að að þetta hefur engin áhrif á mig," sagði Keegan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×